Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Síða 33
Helgarblað 11.–14. apríl 2014 Fólk 33 að vera saman. Þannig að það er mjög náið samband þeirra á milli. Natan á tvo feður, ólíka en góða.“ Sambandið við barnsföður henn­ ar var takmarkað. Hún segir að þótt allar aðstæður hafi verið henni í hag, hún átti íbúð og var vel stæð fjárhags­ lega og félagslega og naut stuðnings foreldranna, þá hafi það mótað hana mjög að verða einstæð móðir. „Það er bara þannig að þessi reynsla, að vera ein ábyrg fyrir barni í tæpt ár og jafn­ vel lengur, er dálítil lífsreynsla. Það að eignast barn í fyrsta skipti er mik­ il upplifun út af fyrir sig. Þú verður aldrei söm eftir það. En ég held að það lýsi því ágætlega þegar ég segi að ég hafi alltaf átt mjög auðvelt með að sofa, það er hæfileiki sem ég hef um­ fram aðra, en fyrstu mánuðirnir eft­ ir fæðingu hans er eina tímabilið á ævinni þar sem ég hef átt erfitt með að sofna á kvöldin. Mér óx það í aug­ um að bera ein ábyrgð á uppeldinu. Þess vegna hugsa ég oft til þess að einstæður mæður þurfi sérstaka athygli og stuðning. Staðan hefur auðvitað breyst og í dag er orðið al­ gengara að fólk deili forræði. Það breytir ekki því að enn er fjöldi kvenna og einhverjir fáir karlar sem eru svo að segja ein að ala upp börn. Það er verkefni sem erfitt er að takast á við. Það er hlutskipti kvenna sem eru einar að ala upp börn að standa alltaf í þakkarskuld vegna þeirrar aðstoðar sem þær fá. Ég fékk ómetanlegan stuðning en það er eitthvað óþægilegt við það að þurfa alltaf að biðja um að­ stoð þegar þú ætlar á ball eða í bíó eða í ferðalag. Það er skrýtin staða. Að eiga góða að er ómetanlegt en það er ekkert gefið. Þannig að þetta er við­ kvæmur hópur sem þarf skilning og stuðning. Hann þarf að búa við efna­ hagslegt öryggi.“ „Hvað kom fyrir líf mitt?“ Hún er hugsi þegar hún rifjar það upp hvernig það var að verða mamma, ung, einstæð og í námi. „Skyndilega stjórnar þú ekki tíma þínum. Þegar ég eignaðist annað barnið þá var líf mitt komið í skorður barnafjölskyldunnar svo ég þurfti ekki að takast á við þær breytingar og gat notið þess skemmti­ lega miklu meira. Þá var ég ekki að glíma við hugsanir á borð við: Hvað kom fyrir líf mitt? Verður þetta svona næstu tuttugu ár?“ Elsti sonur hennar fæddist 10. desember. Í fyrsta sinn sem hún fór ein út eftir fæðinguna var þegar hún fór á pósthúsið með jólakortin. Þá hafði hún ekki farið út úr húsi í viku. „Ég man að þar sem ég stóð í röðinni þá hugsaði ég með mér: Ég er Sig­ ríður Ingibjörg,“ segir hún og hlær. „Það er stórkostlegt að eignast sitt fyrsta barn en ég held að allir for­ eldrar finni fyrir því hvað það er yfir­ þyrmandi þegar þeir átta sig á því hvað foreldrahlutverkið er stórt og mikið hlutverk.“ Mömmur eru takmarkaðar Talandi um börn. Sjálfri fannst henni ekkert sérstaklega gaman að vera barn. Það var æviskeið sem hentaði henni ekki vel. „Það var erfitt að hafa ekki stjórn á aðstæðunum.“ Þau voru tvö systkinin og bróðir hennar sjö árum eldri. „Hann var rosalega góður við mig og tók mig með sér í bíó þegar ég var unglingur. Auðvitað rifumst við stundum en við vorum rosalega góðir félagar og mik­ ið saman. Reyndar held ég að ég hafi al­ mennt verið þægilegt barn en eins­ taka sinnum gat ég bitið eitthvað í mig, verið þver og leiðinleg. Það var sem betur fer nógu sjaldan til að það einkenndi mig ekki. Annars finnst mér ágætt að hafa orð móður minnar í huga: Ég er svo fegin því að eftir því sem börnin mín takast sjálf á við uppeldishlutverk­ ið læra þau að fyrirgefa mér mis­ tökin í sínu uppeldi. Mér finnst það góð fraseríng,“ segir hún hlæjandi. „Mömmur eru takmarkaðar. Þær eru ekki fullkomnar. Ég held að ég verði leiðari yfir því sjálf heldur en barnið þegar ég missi þolinmæðina eða haga mér ekki eins og þroskað foreldri. Þess vegna reyni ég að vera meðvituð um að það er enginn fullkominn uppalandi. Ég geri bara það sem ég get.“ Missirinn Sjálf hefur hún alltaf verið mjög tengd móður sinni. „Þú átt misgott skap með foreldrum þínum. Ég átti ein­ faldara samband við pabba minn en mjög gott.“ Faðir hennar, Ingi R. Jó­ hannsson, var endurskoðandi. Móðir hennar, Sigþrúður Steffensen, var heimavinnandi þar til Sigríður Ingi­ björg varð sjö ára, þá fór hún að vinna í Útvegsbankanum. „Ég ólst upp á þeim tíma þegar ekki var óalgengt að konur væru heimavinnandi, ekki að ég haldi að það sé eitthvað sérstak­ lega gott.“ Árið 2010 lést faðir hennar eftir langa glímu við blöðruhálskrabba­ mein. Hann veiktist fyrst árið 2004 en hægt var að halda sjúkdómnum niðri um tíma áður en hann tók sig upp aft­ ur. „Pabbi dó allt of ungur. Hann var ekki orðinn 74 ára gamall þegar hann dó. Hann var mun yngri en mamma, en hann varð ungur veraldarvan­ ur maður. Hann var skákmeistari KarlaKúltúr á alþingi„Mér finnst hann skemmtilegur, gáfaður, fallegur og góður. „Það er svo oft sem þú verður fyrir því sem kona að það er talað öðruvísi við þig en karla M y n d ir s ig tr y g g u r a r i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.