Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2014, Side 38
Helgarblað 11.–14. apríl 201438 Neytendur 5 ósannindi um eldsneytis- sparnað Það er óhætt að fullyrða að all­ ir væru til í að eyða minna fé í eldsneyti. Margar leiðir eru til þess, besta leiðin líklega að keyra minna. Buisness Insider tók saman fimm algengar leiðir til bensínsparnaðar sem haldið er á lofti en virka ekki. Að keyra lítinn bíl Þó að litlir bílar bílar séu að mörgu leyti þægilegir er ekki endi­ lega víst að þeir spari eins mikið og látið hefur verið í veðri vaka. Athugun á nýjum bílum á markaðnum leiðir í ljós að þó sífellt sé þróuð ný tækni sem stuðla eigi að eldsneytis­ sparnaði er um helmingur spar­ neytnustu bílanna miðlungsstór og stærri. Að losa sig við gamla bílinn Því hefur verið haldið fram að bílar eyði meira eldsneyti eftir því sem þeir eldast. Það er ekki rétt. Hafir þú ekki lagst í rannsóknir á sparneytni nýrra bíla er ekkert víst að þú fáir bíl sem eyðir minna en 10–15 árum eldra módel að því gefnu að viðhaldið sé í lagi. Gæðabensín Margir halda að gæðabensínið komi þeim lengra en þegar kem­ ur að því að fylla á tankinn eru gæði ekki mikilvægari en magn. Ef handbók bílsins eða innflytj­ andi mælir ekki sérstaklega með því er alveg eins gott að nota ódýrara bensín. Kaupa merkjavöru Það er engin ástæða til að óttast það að kaupa eldsneyti sem ekki er selt und­ ir ákveðnu vörumerki. Keyra hraðar Ef þú vilt spara eldsneyti og pen­ inga er betra að halda sig í hægari umferð. Rannsókn frá árinu 2013 sýnir fram á að ef hraðinn er auk­ inn úr 80 km/klst. í 100 km/klst. þýðir það 12% fækkun kílómetra­ fjölda pr. eldsneytislítra og nýt­ ingin minnkar bara eftir því sem hraðinn eykst. Þetta er þó auðvit­ að misjafnt eftir bílategundum og undirtegundum en sjálfsagt mál að finna út á hvaða hraða bíllinn nýtir bensínið best. Notaðu frystinn rétt n Feitur matur endist skemur n Dökkar umbúðir betri en ljósar M argir neytendur eiga það til að fylla frystinn af matvöru af því að þeim finnst tilhugsunin um að eiga eitthvað í frystin­ um góð en eru svo ekki jafn góð­ ir í að muna hvað er til í frystinum og taka út í tæka tíð. Sumir frysti­ skápar og ­kistur virðast þeirrar náttúru að gleypa það sem einu sinni er sett í þær. Þetta er slæmt því frystir getur gegnt lykilhlutverki í skipulögðu og hagsýnu heimilishaldi því hann lengir líftíma matvöru umtalsvert. Ekki endalaust En þó frystirinn lengi líftímann geymist matur ekki endalaust í frystinum. Það fer eftir því um hvaða mat er að ræða hversu lengi hann geymist en sumt skemmist hreinlega við að vera geymt of lengi á meðan bragðgæði annars eða áferð slappast. Fita þránar Geymsla á kjöti og fiski í frysti veltur að miklu leyti á fituinnihaldi en feitt kjöt og fiskur geymast að jafnaði styttra en magurt. Þó get­ ur önnur meðhöndlun spilað inn í, þannig getur reyktur og grafinn fiskur geymst í allt að ári í frysti sé honum pakkað vel og roðinu snúið upp. Kjöt og fiskur eru einnig viðkvæm fyrir ljósi og ætti því að pakka í dökkar umbúðir. Þíða í kæli Best er að láta frosin matvæli þiðna í ísskáp en ekki við stofuhita og svo skal elda þau eins hratt og kostur er. Matarafganga þarf alltaf að hita vandlega til að tryggja að engar bakteríur lifi í þeim. Leiðbeiningarmiðstöð heim­ ilanna gefur upplýsingar um geymsluþol matvæla sem hér fara á eftir: n Kjöt Kjöt, feitt: 3–6 mán. Kjöt, magurt: 6–10 mán. Kjöthakk, feitt: 2–3 mán. Kjöt, magurt: 4–6 mán. n Fuglakjöt Fuglakjöt: 6–10 mán. n Fiskur Fiskur, magur: 3–6 mán. Fiskur, feitur: 1–2 mán. Skelfiskur: 2–3 mán. Graflax: allt að 12 mán. Reyktur lax: allt að 12 mán. n Villibráð Villibráð: 6–8 mán. n Grænmeti Grænmeti: 10–12 mán. n Ber Ber (og ávextir): 10–12 mán. n Ís Rjómaís: 3–6 mán. n Brauð Brauð: 4–6 mán. Kökur: 4–6 mán. n Afgangar Súpur: 2–3 mán. Kássur: 2–3 mán. Pítsa: 2–3 mán. n Feitmeti Feitar pylsur: 1–2 mán. Beikon: 1–2 mán. Auður Alfífa Ketilsdóttir fifa@dv.is Að nota frysti Nokkur atriði, sem fengin eru að láni af heimasíðunni gorenje.is, varðandi geymslu í frysti. 1 Hafðu í huga að ekki er hægt að frysta allt. 2 Matur þarf að vera ferskur áður en hann er frystur 3 Pakkaðu vel og vandlega 4 Matur ætti að vera í vandlega lokuðum, ólekum ílátum. Leki rýrir vítamíninnihald matarins og veldur þornun. 5 Umbúðir ættu að vera merktar innihaldi, magni og dagsetningu. 6 Það er mikilvægt að matur sé frystur hratt og því er mælt með því að skammturinn sem frystur er sé ekki of stór. 7 Gæta ætti þess að troðfylla ekki frystinn því það hefur áhrif á gæði matvörunnar. 8 Ekki geyma mat lengur en ráðlagt er. 9 Þiðin eða hálfþiðin matvæli ætti að matreiða og snæða eins fljótt og hægt er. 10 Afþíddu frystinn reglulega. Helst þegar ísingin á honum er 3–5 sentimetra þykk. Þrífðu og þurrkaðu innan úr frystinum. Því oftar sem hann er afþíddur því auðveldara er það. Ekki nota oddhvöss verkfæri eða mikinn hita við að bræða klakann. Verkfall Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli þegar starfsmenn þar lögðu niður vinnu síðastliðinn þriðjudag. Mynd AMG Eiga rétt á mat og hóteli Réttindi flugfarþega vegna verkfalls F lugfarþegar eiga rétt á endur­ gjaldslausum máltíðum, hressingu og einnig hótel­ gistingu ef þörf er á og ber flug rekanda að útvega þeim það ef töf verður á flugi en flugvallar­ starfsmenn lögðu niður vinnu þann 8. apríl síðastliðinn og hafa boðað verkfall að nýju milli klukkan 4.00 og 9.00 að morgni 23. og 25. apríl næstkomandi verði ekki samið fyrir þann tíma. Þetta er áréttað í frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna. Skyldur flugrekanda vegna tafa eru, ef töfin er meiri en 2 klukku­ stundir á flugi sem er 1.500 kíló­ metrar eða styttra (t.d. allt innan­ landsflug), töfin er 3 klukkustundir eða meira á flugi sem er 1.500–3.500 kílómetrar (t.d. flug frá Íslandi til Norðurlandanna og Evrópu) eða 4 klukkustundir eða meira á flugi sem er lengra en 3.500 kílómetrar (t.d. allt flug frá Íslandi til Banda­ ríkjanna). Einnig þarf flugrekandi að bjóða farþegum flutning til og frá flugvelli sé þess þörf, ásamt því að gefa far­ þegum möguleika á að hringja tvö símtöl eða senda skilaboð. En þó verkfall raski innanlands­ og milli­ landaflugi þurfa flugrekendur að virða réttindi flugfarþega auk þess sem þeim ber skylda til að upplýsa farþega um réttindi sín. Valdi verkfall því að flugi sé af­ lýst getur flugfarþegi átt rétt á að fá endurgreiðslu eða breytingu á flug­ miða. Flugfarþegar geta leitað til Samgöngustofu með kvartanir ef þeir telja flugrekendur brjóta gegn rétti sínum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.