Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Page 22
Helgarblað 30. maí –2. júní 201422 Fréttir Erlent A ðeins fjórðungur Króatíu­ manna kaus í Evrópu­ kosningunum sem fram fóru 22. til 25. maí þrátt fyrir að eiga nú rétt á því í fyrsta sinn. Talið er að um 217 millj­ ónir Evrópubúa hafi setið heima á kjördag. Níu af hverjum tíu kusu í Belgíu en einungis tíundi hver í Slóvakíu. DV skoðar hér hvaða ástæður valda þessari leti og virkni evrópskra kjósenda. Kjörsókn stóð í stað Umboðsleysi, lýðræðishalli og óréttlæti eru allt hugtök sem and­ stæðingar Evrópusamstarfs lögðu í munn sér þegar þeir börðust um hylli kjósenda nú í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins. Þetta er ekki að ástæðulausu, því kjör­ sókn í þessum kosningum er ekki nema rétt rúm 43 prósent og stendur því í stað sé miðað við kosningarnar árið 2009. Þessi málflutningur gegn Evrópusambandinu (ESB) og þá einkum gegn umboði Evrópuþingmanna og emb­ ættismanna hefur borið ávöxt. Geta þær stjórnmálahreyfingar sem helst styðja slíkar hugmyndir nú státað sig af því að búa yfir met­ fjölda þingsæta næstu fimm árin. En nú munu þessir flokkar þurfa að útskýra fyrir kjósendum hvern­ ig þeir réttlæti sjálfir þessa auknu starfsemi í Brussel, eins umboðs­ lausir og þeir segja Evrópuþing­ menn vera. Áhugaleysi Mið-Evrópu Stöðugt hefur dregið úr kjörsókn til Evrópuþings­ ins allt frá því að fyrstu kosningarnar voru haldnar árið 1979, þegar kjörsókn var 62 prósent. En á sama tíma hefur aðildarríkjum ESB líka fjölgað úr níu í tuttugu og átta. Þegar þróun kjör­ sóknar milli landa er skoðuð má strax greina mikinn mun. Best er kjör­ sóknin í Belgíu og Lúxem­ borg, þar sem hún er um 90 pró­ sent, og á Möltu, þar sem hún er 75 prósent. Verst er hún hins vegar í Slóvakíu, 13 prósent, Tékklandi, 19,5 prósent, og Slóveníu, 21 prósent. Sér­ Umboðslausir í skjóli kjósenda n Kjörsókn í Evrópukosningunum olli vonbrigðum n Mikið áhugaleysi í Mið-Evrópu hefur einkennt lönd Mið­ Evrópu, frá Póllandi til Slóveníu, allt frá inngöngu þessara ríkja í ESB, sem ekkert hefur náð yfir 30 pró­ senta kjörsókn. Aldrei hefur kjörsókn í aðildar­ ríki ESB mælst eins lág og í Slóvak­ íu, en þar kom verulega á óvart að Kjörsókn 2014 > 60% 30-40% 50-60% 20-30% < 20% 40-50% Róbert Hlynur Baldursson skrifar frá Brussel ungir kjósendur sýndu málinu engan áhuga. Stjórnmálaflokkum í Slóvakíu er heldur ekki umhug­ að um að ná eyrum nýrra kjósenda, heldur vilja þeir fyrst og fremst styðja núverandi og dyggustu fylgis­ menn sína. „Áhugahvati stjórn­ málaflokka er enginn. Þeir auka ekki völd sín og tapa aðeins fé á þessum kosningaherferðum,“ segir slóvakíski blaðamaðurinn Zuzana Gabrizova um úrslitin. Hagnast á kjörsókn Þjóðernissinnar og Evrópuand­ stæðingar virðast helst hagnast á dræmri kjörsókn og fá mun fleiri at­ kvæði hlutfallslega í Evrópukosn­ ingunum en þeir fengju annars í landskjöri. Ýmis ríki hafa skipulagt kosningar innanlands samtímis Evrópukosningum til að auka kjör­ sókn. Þannig var því til að mynda farið í Litháen, þar sem kosið var um forseta, og Belgíu, þar sem kos­ ið var landsþing. Kjörsókn mældist til að mynda 59 prósent í þingkosn­ ingunum í Slóvakíu árið 2012 og 51 prósent í forsetakosningum árið 2009. Engu að síður hafa stjórnvöld ríkja Mið­Evrópu viljað aðskilja Evrópukosningar frá innanlands­ staka athygli vekur að kjörsókn í Króatíu var aðeins 25 pró­ sent þrátt fyrir að landið hafi geng­ ið í ESB fyrir ári. Afar slæm kjörsókn í kosningum til Evrópuþingsins Á 5 árum hefur Evrópuþingið n Samþykkt 1.071 lagagerð n Haldið 2.821 fund n Spurt 58.840 spurninga Versta kjörsóknin Besta kjörsóknin n Evrópukosningar 2014 n Síðustu kosningar landsþings Slóvakía 13% 59% Belgía 90% 90% Lúxemborg 90% 91% Malta 75% 92% Tékkland 19,5% 59,5% Slóvenía 21% 65,5% „Aldrei hefur kjörsókn í aðildar- ríki ESB mælst eins lág og í Slóvakíu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.