Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 22
Helgarblað 30. maí –2. júní 201422 Fréttir Erlent A ðeins fjórðungur Króatíu­ manna kaus í Evrópu­ kosningunum sem fram fóru 22. til 25. maí þrátt fyrir að eiga nú rétt á því í fyrsta sinn. Talið er að um 217 millj­ ónir Evrópubúa hafi setið heima á kjördag. Níu af hverjum tíu kusu í Belgíu en einungis tíundi hver í Slóvakíu. DV skoðar hér hvaða ástæður valda þessari leti og virkni evrópskra kjósenda. Kjörsókn stóð í stað Umboðsleysi, lýðræðishalli og óréttlæti eru allt hugtök sem and­ stæðingar Evrópusamstarfs lögðu í munn sér þegar þeir börðust um hylli kjósenda nú í aðdraganda kosninga til Evrópuþingsins. Þetta er ekki að ástæðulausu, því kjör­ sókn í þessum kosningum er ekki nema rétt rúm 43 prósent og stendur því í stað sé miðað við kosningarnar árið 2009. Þessi málflutningur gegn Evrópusambandinu (ESB) og þá einkum gegn umboði Evrópuþingmanna og emb­ ættismanna hefur borið ávöxt. Geta þær stjórnmálahreyfingar sem helst styðja slíkar hugmyndir nú státað sig af því að búa yfir met­ fjölda þingsæta næstu fimm árin. En nú munu þessir flokkar þurfa að útskýra fyrir kjósendum hvern­ ig þeir réttlæti sjálfir þessa auknu starfsemi í Brussel, eins umboðs­ lausir og þeir segja Evrópuþing­ menn vera. Áhugaleysi Mið-Evrópu Stöðugt hefur dregið úr kjörsókn til Evrópuþings­ ins allt frá því að fyrstu kosningarnar voru haldnar árið 1979, þegar kjörsókn var 62 prósent. En á sama tíma hefur aðildarríkjum ESB líka fjölgað úr níu í tuttugu og átta. Þegar þróun kjör­ sóknar milli landa er skoðuð má strax greina mikinn mun. Best er kjör­ sóknin í Belgíu og Lúxem­ borg, þar sem hún er um 90 pró­ sent, og á Möltu, þar sem hún er 75 prósent. Verst er hún hins vegar í Slóvakíu, 13 prósent, Tékklandi, 19,5 prósent, og Slóveníu, 21 prósent. Sér­ Umboðslausir í skjóli kjósenda n Kjörsókn í Evrópukosningunum olli vonbrigðum n Mikið áhugaleysi í Mið-Evrópu hefur einkennt lönd Mið­ Evrópu, frá Póllandi til Slóveníu, allt frá inngöngu þessara ríkja í ESB, sem ekkert hefur náð yfir 30 pró­ senta kjörsókn. Aldrei hefur kjörsókn í aðildar­ ríki ESB mælst eins lág og í Slóvak­ íu, en þar kom verulega á óvart að Kjörsókn 2014 > 60% 30-40% 50-60% 20-30% < 20% 40-50% Róbert Hlynur Baldursson skrifar frá Brussel ungir kjósendur sýndu málinu engan áhuga. Stjórnmálaflokkum í Slóvakíu er heldur ekki umhug­ að um að ná eyrum nýrra kjósenda, heldur vilja þeir fyrst og fremst styðja núverandi og dyggustu fylgis­ menn sína. „Áhugahvati stjórn­ málaflokka er enginn. Þeir auka ekki völd sín og tapa aðeins fé á þessum kosningaherferðum,“ segir slóvakíski blaðamaðurinn Zuzana Gabrizova um úrslitin. Hagnast á kjörsókn Þjóðernissinnar og Evrópuand­ stæðingar virðast helst hagnast á dræmri kjörsókn og fá mun fleiri at­ kvæði hlutfallslega í Evrópukosn­ ingunum en þeir fengju annars í landskjöri. Ýmis ríki hafa skipulagt kosningar innanlands samtímis Evrópukosningum til að auka kjör­ sókn. Þannig var því til að mynda farið í Litháen, þar sem kosið var um forseta, og Belgíu, þar sem kos­ ið var landsþing. Kjörsókn mældist til að mynda 59 prósent í þingkosn­ ingunum í Slóvakíu árið 2012 og 51 prósent í forsetakosningum árið 2009. Engu að síður hafa stjórnvöld ríkja Mið­Evrópu viljað aðskilja Evrópukosningar frá innanlands­ staka athygli vekur að kjörsókn í Króatíu var aðeins 25 pró­ sent þrátt fyrir að landið hafi geng­ ið í ESB fyrir ári. Afar slæm kjörsókn í kosningum til Evrópuþingsins Á 5 árum hefur Evrópuþingið n Samþykkt 1.071 lagagerð n Haldið 2.821 fund n Spurt 58.840 spurninga Versta kjörsóknin Besta kjörsóknin n Evrópukosningar 2014 n Síðustu kosningar landsþings Slóvakía 13% 59% Belgía 90% 90% Lúxemborg 90% 91% Malta 75% 92% Tékkland 19,5% 59,5% Slóvenía 21% 65,5% „Aldrei hefur kjörsókn í aðildar- ríki ESB mælst eins lág og í Slóvakíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.