Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Síða 39
Neytendur 39Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Ertu með ofnæmi fyrir farsímanum? Sprenging í útbrotum tengdum farsímanotkun E f þú færð reglulega óútskýrð útbrot í andliti þá þarf það ekki endilega að vera eitthvað sem þú hefur borðað eða eitthvað sem þú klæðist. Ofnæm- istilfellum sem rakin eru til auk- innar farsímanotkunar hefur fjölg- að verulega á undanförnum árum samkvæmt niðurstöðu nýrrar rann- sóknar. Svo virðist sem nikkel og króm sem notað er í símana sé að framkalla ofnæmisviðbrögð í mörg- um tilfellum. Málmarnir framkalla í aukn- um mæli sársaukafull bráðaútbrot, blöðrur eða þurrkabletti á kinn, höku og eyrum fólks. Útbrot sem þessi hafa í gegnum tíðina verið tengd ódýrum skartgripum, beltis- sylgjum og rennilásum. Rannsóknin var gerð af banda- rískum og dönskum vísindamönn- um og birtust niðurstöðurnar í fagtímaritinu Pediatric Allergy, Immunology and Pulmonology. Fram kemur meðal annars í skýrsl unni að samhliða aukinni farsímanotkun hafi orðið 1.250 pró- senta aukning á tilkynntum húð- vandamálum á árunum 2000–2010. Vísindamennirnir fundu 37 tilfelli af símaofnæmi en þar af hafði helm- ingur þeirra komið upp hjá börnum undir 18 ára aldri. Nefnt er dæmi um táningsstúlku sem fékk alvarleg út- brot á bringuna eftir að hún geymdi farsímann sinn inni á brjóstahaldara sínum. „Þrátt fyrir tilraunir til að koma böndum á ofnæmisvalda í símum þá innihalda og losa ákveðnir símar á markaði enn nægilegt magn af nikk- eli til að framkalla bráðaofnæmisvið- brögð á húð,“ segir Clare Richardson, einn höfunda rannsóknarinnar. Meðal þeirra síma sem fengið hafa falleinkunn í þessum efnum í eldri rannsóknum eru símar frá BlackBerry, Samsung, Sony Erics- son, Motorola og LG en símar Apple og Nokia komu betur út. n mikael@dv.is Útbrot og óþægindi Einn af fylgifiskum aukinnar farsíma­ notkunar er aukinn fjöldi tilfella útbrota og bráðaofnæmisvið­ bragða við málmum í símunum. iPhone ögn betri en galaxy n iPhone 5S rétt marði Samsung Galaxy S5 í einvígi snjallsímarisanna n Sérfræðingarnir kveða upp dóm n Þetta er það sem máli skiptir við val á nýjum síma 1. Rafhlaða aaaa 2. Skjár (Upplausn, litir o.fl.) a a aa 3. Örgjörvi (Hvor er öflugari) a aa 4. Myndavél (Upplausn, flass o.fl.) a aaa 5. Hvor tekur fallegri/betri myndir aaa 6. Gæði símtala a aaa 7. Hraði á netvafra aa aa 8. Þægilegri í daglega notkun a aa 9. Hönnun/Útlit aaaa 10. Fyrir nýgræðinginn mæli ég með aa aa ATKVÆÐI jafnt Niðurstaða Niðurstaða: iPhone 5S hefur betur í þremur flokkum, Samsung Galaxy S5 þremur og í fjórum flokkum er ómögu­ legt að gera upp á milli símanna af margvíslegum ástæðum. Einvígi snjallsímarisanna Svona meta sérfræðingarnir símana: 16 10 14 Heildareinkunn: iPhone 5S: 8,12 Samsung Galaxy S5: 7,97 jafnt jafnt jafnt jafnt Þetta sögðu þeir um símana Eiginleikar iPhone 5S Samsung Galaxy S5 Rafhlaða Li­Po 1560 mAh Li­ion 2800 mAh Örgjörvi Apple A7 Qualcomm MSM8974AC Snapdragon 801 Hraði örgjörva Dual­core 1.3 GHz Cyclone Quad­core 2.5 GHz Krait 400 Skjáupplausn 640x1136 1080x1920 Stýrikerfi iOS 7 Android OS v4.4.2 KitKat Myndbandsupptaka 1080p á 30fps 2160p á 30fps, 1080p á 60fps Upplausn myndavéla 8Mpix + 1,2Mpix að framan 16Mpix + 2,0Mpix Skjágerð LED baklýstur IPS LCD Super AMOLED Skjástærð 4.0 tommur 5.1 tomma Stærð síma í mm (HxBxD) 123,8 x 58,6 x 7,6 142 x 72,5 x 8,1 Þyngd 112 grömm 145 grömm Upplýsingar að mestu fengnar af Elko.is Helstu upplýsingar um símana flokka hvor og í fjórum er jafntefli. iPhone hlýtur þó 16 atkvæði en Samsung 14. Samsung er með betri rafhlöðu sem endist lengur og var það ein- róma álit manna. Hann er með betri skjá hvað varðar upplausn og stærð auk þess sem myndavél- in er tæknilega fullkomnari. IPho- ne-síminn tekur hins vegar betri og fallegri myndir að mati sér- fræðinganna. Þá hefur hann yfir- burði í hönnun og útliti og þá mæla fleiri með honum fyrir ný- græðinga. Hlaut iPhone tvö at- kvæði þar en Galaxy ekkert, tveir völdu jafntefli en iPhone nýtur vaf- ans og fær þann flokkinn. Þegar kom að því að gefa símun- um heildareinkunnir þá rétt marði iPhone 5S einvígið. Hlaut 8,12 í meðaleinkunn á meðan Samsung hlaut 7,97 í meðaleinkunn. n iPhone 5S Kostir: „Frábær hönnun, frábær myndavél og góður í hendi.“ „Einfaldleiki einkennir iPhone iOS. Um­ hverfið er stílhreint, fallegt og staðlað og auðvelt er að fikra sig áfram í öllum valmyndum og forritum.“ „iPhone 5S er vel hannað og fallegt símtæki. Apple hefur ávallt staðið sig vel þegar kemur að uppfærslum á stýrikerfi, úrvali af aukahlutum og framboði af forritum í App Store.“ „Fer vel í hendi og er auðveldur í notkun. App­verslunin er betri en fyrir nokkurn annan síma. Nánast öll ný öpp og leikir koma fyrst á iOS og mörg aðeins á iOS. Myndavélin og skjárinn frábær, aflið nógu mikið og uppfærslur í 4 ár. Frábær heildarpakki og vel skiljanlegt að iPhone 5S sé vinsælasti snjallsími í heimi. Falleg hönnun.“ Gallar: „Lítill skjár, ekki hægt að breyta miklu, allt þarf að gerast eftir höfði Apple.“ „iPhone 5S er eins og aðrir iPhone­símar, gjarn á að safna rispum og verður því sjúskaður fljótt ef hann er ekki í hlíf. Rafhlöðuending hefur skánað frá eldri útgáfum, hún er þó ekki á pari við aðra síma á svipuðu verði og gerði lítið meira en að duga mér daginn.“ „Of lítill skjár fyrir marga. Lélegt batterí. Lokað stýrikerfi. Níu mánuðir síðan hann kom á markað og iPhone 6 kemur í sumar eða snemma í haust.“ Samsung Galaxy S5 Kostir: „Frábær og stór skjár ásamt endalausum möguleikum sem ekki bjóðast í iPhone.“ „Frelsi einkennir Android­stýrikerfið, þar sem auðvelt er að sníða tækið að þínum þörfum sem skilar sér í skilvirkari og persónulegri notkun.“ „Galaxy S5 er gríðarlega vel búinn vél­ búnaðarlega og Samsung gerði úrbætur frá Galaxy S4 á helstu stöðum eins og myndavél, rafhlöðuendingu og skjá ásamt því að hann er ryk­ og vatnsheldur.“ „Frábær sími sem hefur flest allt það sem góður sími á að hafa frábær, stór og bjartur skjár. Góð myndavél.“ Gallar: „Plast, ekki stórt stökk frá S4.“ „Ég skil ekki af hverju í ósköpunum það þarf að pakka þessum flotta vélbún­ aðarpakka í svona ódýra plastumgjörð sem breytist/þróast lítið milli símtækja. Stýrikerfið er hlaðið auka krúsidúllum frá Samsung og er alls ekki jafn einfalt eða fágað og samkeppnisaðilar bjóða upp á.“ „Leiðinleg hönnun og ljótur sími. Of stór fyrir marga. Fullt af viðbótar dóti virkar ekki eða illa. T.d. fingrafara­ lesarinn og púlsmælir­ inn.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.