Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 30. maí –2. júní 201446 Lífsstíll Þessi uppskrift að grilluðum an- anas er skemmtileg tilbreyting sem tilvalið er að hafa sem eftir- rétt í grillveislunni. Eldunin tekur aðeins nokkrar mínútur og það er einfalt að útbúa hann með stutt- um fyrirvara. Undirbúningurinn er einfald- ur. Setjið 1/2 teskeið af kanil og 1/2 bolla af púðursykri í lítinn plastpoka ásamt hálfum ananas skorinn í strimla og hrist vel þar til ananasinn er alveg húðaður. Skellið pokanum í kæliskáp í um það bil 30 mínútur Því næst er ananasnum ein- faldlega skellt á grillið og hann hafður þar á meðalhita þar til hann er orðinn gullinbrúnn. Gott er að borða hann til dæmis með vanilluís. Hafðu í huga að þó svo að þér líki kannski ekki ananas, ferskur eða í dós, þá breytir eldunin bragðinu, þannig að það er um að gera að prófa. Sumarlegur eftirréttur Gerðu þitt eigið möndlusmjör Að búa til sitt eigið möndlusmjör er oft hollara en að kaupa það úr búð og auk þess skemmtilegt og einfalt að gerð. Möndlusmjör er svipað og hnetusmjör en það er gaman að breyta til og prófa eitt- hvað nýtt. Uppskriftin er sáraeinföld. Takið tvo bolla af ósöltuðum möndlum og setjið í matvinnslu- vél eða blandara ásamt um það bil hálfri teskeið af salti. Blandið öllu saman þar til rétt áferð er komin á blönduna. Einnig má bæta við örlitlu af olíu. Einnig er hægt að bragðbæta smjörið með ýmsu, til dæmis hunangi eða öðru sætuefni eða jafnvel kryddi á borð við kanil. Þ að er auðvelt að fylla jarðar- ber með ýmsu góðgæti og búa þannig til einfalda smárétti sem henta við mörg tækifæri. Hér koma nokkrar hugmyndir en það er hægt að prófa sig áfram og um að gera að láta sköpunargleðina ráða ríkjum. Best er að skera ofan af jarðar- berjunum og nota til dæmis litla skeið til að hola þau að innan. Svo er bara að finna góða fyllingu sem passar. Jarðarber með ostakökufyllingu Þeir eru fáir sem láta ekki freistast af girnilegri ostaköku. Það er sáraeinfalt að útbúa jarðarber með ostakökufyll- ingu. Einfaldast er að hræra saman rjómaosti og flórsykri og bæta við örlitlu af vanilludropum. Ofan á er svo hægt að setja til dæmis bláber eða mulið hafrakex. Jarðarber og súkkulaði passa einnig mjög vel saman. Það hrikalega gott að fylla jarðarber með súkkulað- ismjöri, til dæmis Nutella. Einnig er hægt að búa til gómsætt krem úr rjómaosti og súkkulaði. Það getur líka verið gott að prófa sig áfram með hin ýmsu bragðefni, til dæmis Baileys, kókos, hvítt súkkulaði og svo mætti lengi telja. Enn ein hugmynd er að fylla jarðarber með dökku súkkulaði og strá örlitlu sjávarsalti ofan á. Saltið dregur fram enn sterkara bragð af súkkulaðinu en varast ber að láta ekki of mikið, nokkur korn duga. Það er líka einföld og holl lausn að fylla jarðarberin með öðrum smátt söxuðum ávöxtum. Til dæmis með mangó, eplum, vatnsmelónu eða kíví. Hér kemur svo ein fyrir allra hörð- ustu sælkerana. Byrjið á að fylla jarðarberin með Nutella og hnetu- smjöri. Því næst er berjunum dýft í þeytta sykurpúða (hægt að kaupa til- búið í krukku) og ristið létt yfir loga. Þetta er tilvalið að prófa sem eftirmat í grillveislunni í sumar. n Prófaðu gómsæt fyllt jarðarber Einfaldar og sniðugar uppskriftir sem allir geta prufað og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn Einfaldur banana sorbet-ís Ef það gleymist að borða ban- anana er vinsælt nýta þá til að búa til bananabrauð en það er hægt líka hægt að gera margt annað einfalt, til dæmis banana sorbet-ís. Uppskriftin er einföld, sjóðið saman 1 bolla af sykri og 1 bolla af vatni. Þegar sykurinn er alveg leystur upp má bæta þremur stöppuðum bönununum saman við. Blandan er því næst fryst í 3–4 tíma. Síðan er blandan tek- in út og þeytt vel saman með handþeytara eða í hrærivél og fryst aftur. H ampur hefur lengi haft slæman stimpil á sér, sér- staklega í Bandaríkjunum, þar sem margir setja sama- semmerki á milli hamps og kannabisplöntunnar sem notuð er sem vímugjafi. Hampur sem notað- ur er bæði í iðnaði og til matargerð- ar inniheldur þó ekki virka efnið THC og því með öllu skaðlaus til neyslu. Lögum breytt Þessum stimpli vilja framleiðendur hamps að sjálfsögðu breyta og hafa síðustu ár unnið hörðum höndum að því að afmá þennan slæma stimp- il sem hampur hefur á sér. Löggjafar- valdið í Bandaríkjunum breytti fyrr á þessu ári lögum þannig að þau gerðu skýran greinarmun á hampi og ólög- legu kannabis, sem opnaði gríðar- lega stóran markað með vöruna. Þó eru þar enn við lýði lög sem banna ræktun hamps til framleiðslu. Neytendur taka við sér Mike Fata, forstjóri kanadíska hamp- framleiðandans Manitoba Harvest, hefur staðið í ströngu síðustu ár við einmitt þetta og er nú farinn að sjá af- rakstur erfiðisins og er nú svo kom- ið að vörur frá Manitoba Harvest eru farnar að sjást í meira mæli í hillum stórra bandarískra verslana á borð við Costco, Safeway og Whole Food Market. Fata sagði í viðtali við Busines- sweek á dögunum að árangurinn sé gríðarlega mikill og að neytendur séu farnir að taka við sér. Hann sagði að gott dæmi væri að stóra verslanakeðj- an Safeway hefði haft samband og viljað skoða framleiðslu á brauði sem inniheldur hampfræ. „Slíkt hefði ver- ið óhugsandi fyrir fimm árum,“ bætti hann við. Mjög próteinrík „Viðskiptavinir okkar eru ekki það vitlausir að halda að hampfræ inni- haldi vímugjafa fyrst þau eru seld í Costco,“ sagði Jim Taylor. Hann er formaður félags sem hefur fjárfest í Manitoba Harvest og bindur mikl- ar vonir við að hampur verði vinsæl vara. Enda eru fræin mjög próteinrík og innihalda meira prótein en bæði chia-fræ og hörfræ, sem hafa ver- ið mjög vinsæl vegna þess hve hátt próteininnihald þeirra er. Bráðholl ofurfæða Því er um að gera að prófa hamp- fræ í matargerðina þar sem þau eru sannkölluð ofurfæða, stútfull af próteini, omega-fitusýrum, járni, magnesíum og fleiri efnum sem eru bráðholl. Þar sem hlutfall omega- fitusýra er svona hátt geta hampfræ haft bólgueyðandi áhrif og eru því góð við ýmsum kvillum á borð við gigt, exem og astma, svo eitthvað sé nefnt. Hátt hlutfall próteins í fræjun- um gera þau líka tilvalin í prótein- drykki og eru oft ódýrari kostur en tilbúið próteinduft sem fæst í versl- unum. n Hampfræ eru holl ofurfæða n Þessi náfrændi kannabisplöntunnar loksins viðurkenndur Pestó með hampfræjum og parmesanosti Innihald: n 1 bolli basilíkum n 1/2 bolli parmesanostur n 1/4 bolli ólífuolía n 1/2 bolli hampfræ Aðferð: Blandið basilíkum, parmesanostinum og olíunni vel saman í matvinnsluvél þar til það er vel maukað. Því næst er fræjunum bætt saman við og þeim hrært saman við í stutta stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.