Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2014, Blaðsíða 67
Helgarblað 30. maí –2. júní 2014 Sjómannadagur 3 Nýtt meistaranám á Vestfjörðum Nám tengt sjávarútvegi í stöðugri þróun H áskólasetur Vestfjarða hóf síð- asta haust að bjóða upp á hag- nýtt meistaranám í sjávar- tengdri nýsköpun. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í Stafn- búa, blaði auðlindadeildar Háskól- ans á Akureyri. Háskólasetrið var sett á laggirnar árið 2006 og hefur verið lyftistöng í menntamálum á Vest- fjörðum. Námið er einstaklingsmiðað og er markmiðið að nemendur séu vel í stakk búnir til að koma sínum eig- in hugmyndum á framfæri og fram- kvæma þær. Sjávarútvegsnám á Íslandi hefur verið í stöðugri þróun undanfarin ár og áratugi en er þó komið skammt á veg miðað við hversu samofin sögu þjóðarinnar greinin er. Sérstaklega á efri námsstigum. Auk Háskóla- seturs Vestfjarða býður Fisktækni- skólinn í Grindavík upp á sjávarút- vegstengt nám á framhaldsskólastigi. Háskólinn á Akureyri býður upp á grunnnám í sjávarútvegsfræðum og grunn- og meistaranám í auð- lindafræði. Þá býður Háskólasetur Vestfjarða í samstarfi við Háskólann á Akureyri upp á nám í haf- og strand- svæðastjórnun. Til viðbótar býður Háskólinn á Hólum upp á diplóma- nám í fiskeldisfræðum. Í samtali við Stafnbúa sagði Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaset- urs Vestfjarða, að markmið námsins sé meðal annars að skapa hvata fyrir ungt og efnilegt fólk til þess að snúa aftur heim. Einnig að sýna fram á að sjávartengd nýsköpun sé fjölbreytt og að gera þeim sem klára námið kleift að afla sér og öðrum lífsviðurværis á eigin forsendum. Tveir nemend- ur hafa þegar hafið nám og eru þeir að vinna verkefni á sviði kræklinga- ræktar annars vegar og hins vegar á sviði hönnunar úr fiskroði. n asgeir@dv.is Háskólasetur Vestfjarða Hefur verið mikil lyftistöng fyrir menntamál á Vestfjörðum. MyNd NeMeNdafélagið Ægir n Ljúffengur sjávargróður n Frægur veitingastaður kaupir söl Auli og maurungur Þorskurinn er ein verðmætasta og þekktasta fisktegundin sem veiðist hér við land. Þorsk- urinn sem hefur fræðiheitið Gadus morhua hefur ótal mis- munandi nöfn á íslensku. Á vef Hafrannsóknastofnunar er að finna sjávardýraorðabók og þar kemur fram að þorskurinn er einnig þekktur undir nöfnun- um auli, blóðseiði, bútungur, býri, fiskur, fyrirtak, golþorskur, kastfiskur, kóð, maurungur, murti, næli, sá guli, seiði, smá- þyrsklingur, sprotafiskur, stút- ungur, styttingur, særingur og þyrsklingur. Skóli sjávar- útvegs í Fjarðabyggð Sjávarútvegsskóli Fjarðabyggð- ar verður starfræktur í annað sinn í sumar, en það er Síldar- vinnslan á Norðfirði sem stend- ur fyrir honum. Kennslan í skólanum er hugsuð sem við- bót við námsefni sem kennt er í grunnskólum Fjarðabyggðar. Samkvæmt frétt á vef LÍÚ þykir kennslan ófullnægjandi með til- liti til fræðslu um sjávarútveg. Markmiðið sé að kynna iðnað- inn fyrir nemendum og skýra möguleika og tækifæri sem eru til staðar. Nemendur fá laun á meðan þeir eru í skólanum, í samstarfi við vinnuskólann á svæðinu. Hvert námskeið tek- ur tíu daga og fá nemendur að heimsækja fiskvinnslu, bræðslu og skoða skip. Sjávarútvegs- fræði í sókn Aðsókn í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hef- ur aukist á ný undanfarin ár eftir að hafa dalað nokkuð í kringum góðærið. Árið 2009 voru útskrifaðir fjórir sjávarút- vegsfræðingar en aðeins einn árið 2011. Nú í vor útskrifast níu sjávarútvegsfræðingar og má búast við því að þeir verði enn fleiri að ári. Nýnemar hafa verið í kringum 30 talsins síð- ustu tvö ár. Þ að getur reynst land- kröbbum þrautin þyngri að fóta sig á dekki þar sem ótal hugtökum er fleygt framan í þá og hleg- ið jafnóðum þegar upp kemst að þeir hafa ekki minnstu hugmynd um hvað þetta þýðir allt saman. DV tók saman nokkur af þessum orðum og orðasamböndum og myndaði nokkurs konar Orðabók sjómanna sem er að sjálfsögðu engan veginn tæmandi en ætti að geta komið einhverjum að gagni. Þetta er allt frá einföldustu og al- gengustu hugtökunum til þeirra flóknari og sjaldgæfari. Orðabók sjómanna n Vertu með tungutak þeirra á hreinu Orðabók sjómanna n Stjórnborði: Hægri hlið skips þegar horft er fram n Bakborði: Vinstri hlið skips þegar horft er fram n dekk: Þilfar n Þilfar: Vatnsþétt gólf sem lokar báts- eða skipsskrokki n Stafn: Framendi skips n ræs: Þetta er vakning úti í sjó. Ef þú heyrir þetta öskrað er þér hollast að hunskast á lappir. n Karlinn: Þetta á við skipstjórann. Karlinn í brúnni. Ef þú heyrir einhvern segja: „Hvað sagði karlinn?“ úti á sjó þá er það ekki einhver Gvendur úti í bæ heldur skipstjórinn sjálfur. n Stím: Ferð skips á áfangastað oftast til veiða eða hafnar. n lensa: Sigla undan vindi. n Beitivindur: Þegar skipinu er siglt skáhallt á móti vindi. n Hífopp: Taka troll um borð. n Troll: Fiskinet, botnvarpa, flotvarpa, netpoki. n Botnvarpa: Netpoki sem er dreginn eftir sjávarbotni við fiskveiðar. n flotvarpa: Varpa sem flýtur, dregst ekki með botninum. n Trossa: Mörg samtengd fiskinet. n Netatrossa: Samhnýttar lóðir. n að lenda í samförum: Þegar tveir togarar flækja saman trollum sínum. n Mávur: Vargur. n fýll: Múkki. n Kostur: Í landi fer fólk í verslun og kaupir í matinn. Fyrir sjóferð er hins vegar tekinn kostur. n Messi: Ekki Lionel, heldur matsalur skipverja. n að kasta: Setja veiðarfæri í sjóinn, troll eða nót. n Kasta sér: Fara að sofa. Dregið af „að kasta sér í koju“. n fara í koju: Fara að sofa. n Skaufi: Þegar það er lítill afli í trollinu. „Var eitthvað í?“, „Nei, bara skaufi.“ n að græja sig á lögninni: Stund- um þegar lína er dregin er hún óklár. Þá er greitt úr henni þegar hún er lögð aftur. n að taka það óklárt: Er mikið notað á togurum. Það er þegar trollið er tekið um borð og eitthvert vesen er á því. Menn grínast með þetta þegar sjómenn drekka líka. Þegar búið er að innbyrða ákveðið magn áfengis verða menn hetjur og taka það óklárt. n eins og múkki í mannaskít: Þegar einhver á dekkinu klúðrar málum. n Brauðfótur: Notað um nýliða á sjó sem á erfitt með að halda jafnvægi. n Nálablók: Sá sem er lægst settur á dekki, sér um að þræða nálar fyrir hina. n Heilalaust raflandi kjöt- flykki: Sá sem nær ekki utan um starfið – nýliði. n Hífa, slaka, hringja á bíl: Þegar menn eru ráðalausir er þetta kallað. n afturfótafiðrildi: Einhver sem er ekki að standa sig – nýliði. n Hvað vilt þú upp á dekk?: Á jafnan við um þá sem rífa kjaft, steyta görn eða skipta sér af. Líkingin vísar til liðleskju sem ekkert gagn er að á dekki. n drullufokk: Þegar menn eru að vinna við eitthvað sem þeir kunna ekki. n Kaldafýla: Leiðindaveður. n Pappakassi: Sá sem kann lítið. leiðindaveður Togari í kaldafýlu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.