Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 11
Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fréttir 11
n Fundargerðabækur vélhjólasamtakana segja söguna frá stofnun til 2012 n Einar Ingi var kosinn út í „Bad standing“
Í
skýrslu greiningardeildar ríkis
lögreglustjóra frá árinu 2008
þar sem lagt var mat á hættu á
hryðjuverkum og skipulagðri
glæpastarfsemi kemur fram að
lögreglan hafði talsvert miklar
áhyggjur af því að Hells Ang
els næðu fótfestu á Íslandi. Þar
sagði að Hells Angels hefðu lengi
haft áhuga á því að ná fótfestu
á Íslandi og að Fáfnismeðlim
ir hefðu sótt það fast að fá að
ild. Þar var tilgreint að vélhjóla
samtök á borð við Hells Angels
tengdust skipulagðri glæpastarf
semi í nágrannaríkjum Íslands
og væru stöðugt að auka umsvif
sín og stækka markaðssvæði.
„Þau hafa löngum verið umsvifa
mikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis
og fíkniefnaviðskipta. Fyrir ligg
ur að mörg þessara samtaka
tengjast einnig vopnasmygli,
skipulagningu vændis og man
sali. Í nágrannalöndunum hefur
ítrekað komið til blóðugra upp
gjöra þessara hópa,“ segir í skýr
slunni. Á þessum tíma stöðvuðu
lögreglumenn komur erlendra
Hells Angelsmeðlima ítrekað á
Keflavíkurflugvelli. Árið 2008 var
ljóst að Fáfnismönnum var full
alvara og vildu þeir gerast full
gildir meðlimir. Fyrsta skrefið
var að gerast stuðningsklúbbur
deildar Hells Angels á Norður
löndum og gekk það eftir.
„Íslenski vélhjólaklúbbur
inn Fafner MCIceland (Fáfnir)
hefur nú gerst stuðningsklúbbur
Hells Angels. Þar með hefur
hópur manna, sem ítrekað hef
ur komist í kast við lögin hér
á landi, stofnað til formlegra
tengsla við skipulögð, alþjóðleg
glæpasamtök,“ segir í skýrslunni.
Á næstu árum lagði lögreglan
mikla áherslu á að berjast „gegn
birtingarmynd skipulagðrar
glæpastarfsemi,“ eins og segir
í skýrslu ársins 2013 um sömu
mál. Lögregla lagði upp úr því
að stöðva komu Hells Angels
meðlima en einnig að „raska
starfsemi þeirra.“ Greint er frá
því í skýrslunni að forystu
kreppu hafi orðið vart innan ís
lensku vítisenglasamtakanna og
að allt benti til þess að umsvif
klúbbsins væru minni en áður.
Skýrslan kom út eftir að Einar
Ingi Marteinsson, fyrrverandi
formaður Hells Angels, var kos
inn út úr samtökunum í „Bad
standing.“
Þrátt fyrir þennan góða ár
angur taldi lögreglan of snemmt
að hrósa happi. Eðlilegast væri
að horfa til þess að um millibils
ástand væri að ræða og að líklegt
væri að reynt yrði að blása aftur
lífi í klúbbinn. Óttuðust lög
reglan meðal annars átök milli
Outlawssamtakanna og Hells
Angels. „Samkvæmt tiltækum
upplýsingum tengjast félagar í
þessum samtökum enn fíkni
efnaviðskiptum, handrukkunum
og fjárkúgunum,“ segir í skýrslu
greiningardeildarinnar. n
Lögreglan vaktar
Telur líklegt að reynt verði að blása lífi í samtökin
MC Iceland MC
Iceland voru formlega
gerð að Hells Angels-
samtökum árið 2011.
Hilmar Leifsson var í Hells Angels til ársins 2012
Á
aðalfundi MC Iceland
árið 2010 er tekið fram í
fundargerðabók klúbbs
ins að „Hilmar“ vilji halda í
meðlim sem var við það að
hætta í samtökunum. Fundurinn
var þann 8. október árið 2010. Hilm
ar er fyrsta nafn á mætingarlista
fundarins en „ Hilmar“ sem um
ræðir er Hilmar Leifsson. Það stað
festir fyrrverandi Hells Angels
meðlimur. „Hilmar beitti sér gegn
mér í Hells Angels. Hann reyndi að
fá meðlimi klúbbsins upp á móti
mér en það gekk ekki hjá honum.
Hann var í samtökunum til 2012,“
segir Sigmundur Geir Helgason,
sem hætti í samtökunum þetta
sama ár.
Hann segir Hilmar hafa verið
í samtökunum til ársins 2012, en
Hilmar hefur áður haldið því fram
að hann hafi hætt þátttöku í öllu
því er tengdist MC Iceland og Fáfni
áður en vélhjólasamtökin urðu
formlega að Hells Angels, eða Vít
isenglum. Fundargerðabækur
sem DV hefur undir höndum gefa
þó annað til kynna, en þar kemur
nafn Hilmars fyrir og staðfestir Sig
mundur að um var að ræða Hilm
ar Leifsson. DV hefur fjallað mikið
um Hilmar á undanförnum vikum
í tengslum við innheimtuaðgerðir á
bílaláni.
Stefndi DV
Árið 2013 stefndi Hilmar Leifsson
ritstjórum DV fyrir meiðyrði fyrir
að bendla hann við Hells Angels.
Í dómsal kom þó fram að Hilmar
hafði ekið um á mótorhjóli merktu
Hells Angels. „Já, það þótti sniðugt
á þeim tíma sem við vorum í Fáfni,“
sagði Hilmar. Hilmar var í mótor
hjólasamtökunum Fáfni sem síð
ar fengu inngöngu í Vítisengla. „Ég
hætti þegar þeir fóru í þetta inn
gönguferli. Það var í kringum 2007,“
hefur mbl.is eftir Hilmari sem sagð
ist hafa prófað að ganga í Fáfni því
hann hafði gaman af akstri mót
orhjóla. „Ég hafði hins vegar ekki
áhuga á frekari samskiptum og alls
ekki að tengjast Hells Angels,“ sagði
Hilmar, en fundargerðabækurnar
afhjúpa tengsl hans við samtökin.
DV var sýknað af kröfum Hilm
ars og honum var gert að greiða
sex hundruð þúsund krónur í
málskostnað.
Hilmar vill halda í meðlim
Á aðalfundinum 2010 kemur fram
að það er meðlimur sem Hilmar
vill halda í. Um er að ræða sama
meðlim og rætt er um hér til hliðar
sem settur var á „High alert“ þegar
hann, Ríkharður Ríkharðsson,
kvaddi samtökin og gekk í önnur.
Í dagbókarfærslunni segir: „Einar
Boom á að ræða við hann og Hilm
ar líka. Hilmar vill halda í hann.“
Settur út af sakramentinu
Þann 5. janúar 2012 ber nafn Hilm
ars aftur á góma. Þá er einn með
limur Vítisengla orðinn „non
contact“ það er að segja hafði ver
ið settur út af sakramentinu. Mál
ið tengdist deilum við Hilmar og
kemur það skýrt fram í dagbókar
færslunni en þar segir: Simbi [Sig
mundur Geir, innsk. blm.] er non
contact út af málinu með Hilmari.
Billi talaði við Boom í S.O.D [Souls
of Darkness, innsk. blm.] um að
fara til Simba. Grímur fór til Simba.
Grímur fer ekki aftur þangað.“
Báðu Hilmar um aðstoð
Gegnumgangandi í dagbókunum
eru umræður bæði um húsnæði
Vítisengla við Móhellu í Hafnarfirði
og fyrirhugaða House of Pain húð
flúrstofu sem samtökin hugðust
setja á laggirnar í Faxafeni í Reykja
vík. Fjármálin varðandi Móhellu
eru ítrekað rædd, samningsumleit
anir við bankann og hvernig best
sé að ganga frá því. House of Pain
var á teikniborðinu hjá samtökun
um í langan tíma og er oft verið að
ræða um að stofnun stofunnar sé á
næsta leiti. House of Pain er raunar
alþjóðleg keðja á vegum Hells Ang
els og hefðu íslensku samtökin rek
ið stofuna undir sömu alþjóðlegu
merkjunum. Þar átti einnig að selja
varning sem tengdist samtökunum
og freista þess að stofna svokallað
an varnarsjóð eða „Defence fund“.
Sjóðurinn átti að vera til halds og
trausts kæmi til þess að meðlim
ir eða samtökin þyrftu að eiga í
kostnaðarsömum deilum, til dæm
is ef kalla þyrfti til lögfræðinga.
House of Pain virðist aldrei hafa
náð að verða að veruleika þrátt fyrir
viðleitni og vinnu sem lögð var í að
koma henni á laggirnar.
Í janúar 2012 sat Einar Ingi Mar
teinsson, formaður samtakanna,
í gæsluvarðhaldi. Það torveldaði
uppgang House of Pain enn frekar.
Þann 27. janúar 2012, á aðalfundi,
ræddu aðrir meðlimir að ræða þyrfti
við Hilmar Leifsson varðandi fjár
mögnun til að kaupa eða leigja hús
næði í Faxafeni. Í fundargerð þessa
fundar segir: „Ingvar og Óskar ræða
við Hilmar varðandi fjármögnun á
Faksafeninu [sic].“ Hilmar kom því
að innra starfi klúbbsins á þessum
tíma og virðast meðlimir hafa treyst
á hann varðandi aðstoð við fjár
mögnun á verkefnum.
Hilmar inn eða út?
Í mars 2012 kemur nafn Hilmars aft
ur fyrir í fundargerðabókinni. Þar
velta meðlimir því fyrir sér hvort
hann ætli að vera áfram meðlimur.
Þar segir einfaldlega: „Hilmar það
þarf að tala við hann inn eða út?“ og
tekin var ákvörðun um að tveir með
limir, Steini og Óskar, tækju verk
efnið að sér. Fundurinn var haldinn
þann 14. mars 2012 og er fyrir margt
sögulegur en um er að ræða fund
inn þar sem ákveðið var að víkja
Einari Inga úr stöðu formanns líkt
og greint var frá hér til hliðar.
Tilraunir til að ná tali af Hilm
ari Leifssyni báru ekki árangur á
fimmtudag. n
Var í Vítisenglum
Hilmar Leifsson var í
Vítisenglum til ársins
2012 samkvæmt
fundargerðabókum
Hells Angels á Íslandi.
MynD SIgtryggur ArI
„Hilmar
það þarf
að tala við hann
inn eða út?
Hells angelsDagbækurnar
– 1. hluti –
„Hilmar beitti
sér gegn mér í
Hells Angels“