Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Síða 16
Helgarblað 6.–9. júní 201416 Fréttir n Keypti hús af sjálfseignarstofnunni n Sigmundur og Anna með umráðarétt P áll Samúelsson, fyrrver- andi eigandi Toyota-um- boðsins, var í stjórn Vestur- farasetursins ses. á Hofsósi á síðasta áratug. Líkt og DV greindi frá á föstudaginn í síðustu viku þá keypti Páll húsið Nöf, sem þá var nýbyggt við fjörukambinn á Hofsósi, af Vestur farasetrinu fyrir tíu milljónir króna í lok árs 2005. Dótt- ir Páls, Anna Sigurlaug, og Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra hafa afnotarétt af umræddu húsi en Anna Sigurlaug er skráð sem umráðandi þess í opinberum gögn- um. Páll efnaðist vel á sölu Toyota- umboðsins árið 2005 þegar hann seldi það til Magnúsar Kristinssonar. Sú sala leiddi til arfskipta og má rekja auðlegð Önnu Sigurlaugar og Sig- mundar Davíðs – hann er eini þing- maðurinn sem er skráður fyrir eign- um upp á meira en milljarð króna – til þeirra. Hugsanlegt er að um- ráðarétturinn yfir húsinu á Hofsósi sé hluti af þeim arfskiptum. Húsið er ekki mikið notað, að sögn Skag- firðinga sem DV hefur rætt við um málið. Átti að hýsa skrifstofur Húsið var hins vegar upphaflega hugsað sem skrifstofupláss fyrir Vestur farasetrið en ekki sem sumar- hús. Í lok árs 2005 var það hins vegar selt til Páls en hann hafði ver- ið stjórnar maður í Vesturfarasetr- inu um nokkurt skeið. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2003 hældi Val- geir Þorvaldsson, húsasmiður sem var aðalmaðurinn á bak við upp- bygginguna á Hofsósi, Páli og öðrum stjórnarmönnum til dæmis fyrir starf þeirra í þorpinu. Orðrétt sagði í viðtalinu: „„Ég er ekki sérfræðingur í nokkrum sköp- uðum hlut. En ég kann að velja gott fólk, sem mér er kappsmál að hafa nærri mér.“ Hér nefnir Valgeir til Wincie Jóhannsdóttur, menningar- og fræðslustjóra setursins, og stjórn þess, sem hann segir vera eina þá öflugustu, sem nokkurt íslenzkt fyr- irtæki geti státað af; Björgólfur Guð- mundsson, Helgi Magnússon, Jón Sveinsson, Páll Samúelsson og Sig- urður Gísli Pálmason.“ Þekktir auð- og viðskiptamenn sátu því í stjórn Vesturfarasetursins á þessum árum og var það vilji Valgeirs að fá slíka menn að sjálfseignarstofnuninni þar sem hún var og er rekin að hluta til með styrkjum og gjöfum frá einkaað- ilum og eins opinberum aðilum. Vakti gremju Vesturfarasetrið var ekki vel statt á þessum tíma, eins og gengur reynd- ar oft með slíkar stofnanir, og skilaði félagið til dæmis tapi upp á nærri sjö milljónir króna árið 2006 og var þá með neikvæða eiginfjárstöðu upp á nærri fimm milljónir króna. Sala á eignum gat því bætt rekstrarstöðu fé- lagsins þegar á móti blés. Salan á húsinu til Páls vakti hins vegar upp nokkra gremju í sveitinni, gremju sem fólst í því að peninga- mennirnir sem kæmu að rekstri og uppbyggingu Vesturfarasetursins væru sjálfir að kaupa eignir þess sem nota átti í daglegan rekstur þess. n Páll var í stjórn Vesturfarasetursins Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is Nöf Húsið Nöf sést hér upp á hæðinni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. MyNd LoVísa JóNsdóttIr Með umráðarétt Eiginkona Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, er með umráðarétt yfir húsinu á Hofsósi sem faðir hennar keypti þegar hann var stjórnarmaður í Vesturfarasetrinu. MyNd suNNa PaM FursteNau Á frábæru verði geturðu stundað jóga í allt sumar og farið með góða samvisku í fríið. Förum út í sólina þegar veður leyfir. Styrkjum okkur á sál og líkama allan ársins hring. Endilega kíkið á sumarstundaskrána - T´ai Chi er nýjung hjá okkur í sumar - um að gera að koma og prófa sem fjölbreyttasta tíma. Skráning og nánari upplýsingar á jogasetrid.is SUMARTILBOÐ 2. júní - 29. ágúst Verð: 18.000 kr. (Þrír mánuðir á verði tveggja) BORGARTÚN 20 jogasetrid.is / facebook.com/jogasetrid Vilja þær framseldar Sótt hef ur verið form lega um framsal á ís lensku stúlk un um tveim ur sem afplána nú fjög urra og hálfs árs dóm í Tékklandi fyr ir fíkni efna smygl. Unnið hefur verið að því að fá þær Aðalsteinu Líf Kjartansdóttur og Gunnhildi Gunnarsdóttur framseldar til Ís- lands í nokkra mánuði og loksins er það komið í formlegt ferli. Að sögn Þóris Gunn ars son ar, aðalræðismanns Íslands í Tékk- landi, er bú ist við því að ferlið geti tekið nokkra mánuði, en þær hafa nú verið fluttar um fang- elsi og afplána og vinna saman í súkkulaðiverksmiðju. Þjófar drógu upp hníf Seint á miðvikudagskvöld barst lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu tilkynning um inn- brot í hótelherbergi í vesturbæ Reykjavíkur. Herbergið tilheyrði erlend- um ferðamanni en hann kom að tveimur ungum mönnum þar inni. Hann náði að handsama annan manninn en þá dró hinn upp hníf og ógnaði erlenda manninum. Þjófarnir náðu að komast undan með fjármuni, þar á meðal erlendan gjald- eyri og fleira. Þjófunum var aft- ur á móti náð á miðnætti sama kvöld. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Erlendi ferðamaðurinn endurheimti því eigur sínar en hann hefur yfirgefið landið. M eirihlutaviðræðum í Reykja- vík milli oddvita Samfylk- ingarinnar, Bjartrar framtíð- ar, Vinstri grænna og Pírata miðar vel. „Þetta er spennandi og okkur sýnist að þetta geti gengið vel upp,“ segir S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í samtali við DV. Björn segir að oddvitar flokkanna geti sammælst um mörg mikilvæg mál en vill ekki gefa neitt upp strax. „Það er bara allt skoðað með opnum hug,“ svarar hann aðspurður hvort komið verði til móts við hugmyndir Vinstri grænna um afnám leikskólagjalda. „Við erum öll harðákveðin í að gera okkar besta fyrir borgarbúa,“ segir Sóley Tómasdóttir. „Þetta eru bestu flokkarnir sem geta myndað meirihluta í Reykjavík og við erum mjög meðvituð um það. Þess vegna ætlum við að gera allt sem við getum til að ná lendingu og ég hef fulla trú á að við náum því.“ Halldór Auðar Svansson tek- ur í sama streng. „Þetta gengur vel og við tökum okkur þann tíma sem þarf. Við erum ekki sammála um allt en ég er viss um að hægt er að finna góðan flöt á þessu,“ segir hann. „Okk- ar áherslur eru auðvitað á lýðræð- is- og stjórnsýsluumbætur og þetta hefur hlotið ágætan hljómgrunn. Viðræðurnar snúast einna helst um hvað er mikilvægast að setja í for- gang.“ Og falla áherslur Pírata vel að félagshyggjunni sem Samfylkingin og Vinstri græn boða? „Já, enda eru þessi mál í raun þverpólitísk.“ n johannp@dv.is „Allt skoðað með opnum hug“ Meirihlutaviðræðum í Reykjavík miðar vel Gaman saman Oddvitarnir funduðu undir berum himni í byrjun vikunnar. „En ég kann að velja gott fólk, sem mér er kapps- mál að hafa nærri mér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.