Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 20
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Reynir Traustason • Aðstoðarritstjóri: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Ingi
Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Viktoría Hermannsdóttir • Umsjónarmaður helgarblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir • Framkvæmdastjóri
og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson • Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéttASkot
512 70 70FR jál S t, ó Háð DAg b l Að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AðAlnÚmeR
RitStjóRn
áSkRiFtARSími
AUglýSingAR
Sandkorn
20 Umræða Helgarblað 6.–9. júní 2014
Kom mér verulega á óvart
enda vann ég þar um árabil
Stefna kirkjunnar er allt önnur
í dag en hún var einu sinni
Það dásamleg-
asta í heimi
Asninn og gullið
Tobba Marinós segist vera á bannlista hjá Birtíngi. – DV.is Sigurbjörg Gunnarsdóttir um breytt nafn Krossins. – DV.isRagnhildur Magnúsdóttir kann vel við sig í móðurhlutverkinu. – DV
U
m árabil hefur spilling á Ís-
landi átt sér birtingarmynd
í laxveiðum og botnlausu
bruðli oflátunga. Boðsferð-
ir í laxveiði hafa gjarnan
verið notaðar til að koma á kopp-
inn viðskiptum sem í besta falli geta
talist vafasöm. Laxveiðar eru gjarn-
an fokdýrar og ekki á færi venjulegs
launafólks að standa undir slíkum
kostnaði. Þetta er því sport fyrir til-
tölulega fá útvalda. Í gegnum tíð-
ina hafa veiðiferðir verið notaðar til
að brúa bilið á milli stjórnmála og
viðskipta. Veiklundaðir stjórnmála-
menn á lágum launum hafa verið
ginnkeyptir fyrir flugum viðskipta-
manna með fullar hendur fjár. Þá
hefur verið drukkið, djammað og
veitt. Mörgum er í fersku minni REI-
málið þar sem stjórnmálamenn
vildu ólmir koma orkuauðlindum
Íslendinga í hendur þeirra sem síð-
ar reyndust vera mestu og verstu
auðrónar Íslands. Rannsóknarnefnd
Alþingis greindi þennan vanda á sín-
um tíma og skrifaði úttekt þar sem
við sögu koma stjórnmálamenn á
borð við Guðlaug Þór Þórðarson og
viðskiptamenn sem í dag eru sumir
hverjir fyrirlitnir af þjóð sinni. Spill-
ingu stráð saga laxveiðitúra þar sem
vélað hefur verið með almanna-
hagsmuni hefur komið óorði á lax-
veiðina. Fólk verður þó að varast al-
hæfingar í þessum efnum. Íslenski
laxinn og það umhverfi sem hann lif-
ir í um sumartímann er auðlind rétt
eins og sauðkindin og þorskurinn. Sá
sem stundar slíkar veiðar nýtur alls
hins besta sem náttúran hefur upp
á að bjóða. Fjölmargir veiða á þeim
forsendum einum að njóta náttúru-
fegurðar og svala veiðieðli sínu. Og
flestir stunda þetta áhugamál sitt
af ábyrgð. Umgengni við laxveiðiár
er venjulega til fyrirmyndar og ekki
er lengur um að ræða þá rányrkju
sem átti sér stað þegar menn veiddu
botnlaust og í hugsunarleysi án þess
að huga að afkomu stofnsins. Það
er himinn og haf á milli hins venju-
lega laxveiðimanns og oflátunganna
sem mæta til veiðanna á þyrlu og
með einkakokk. Við opnun Norður-
ár í vikunni töldu rétthafar árinnar
við hæfi að reisa við ímynd laxveið-
anna með því að fá fjármálaráðherra
og forsætisráðherra til að þiggja
veiði og greiða í tvo daga. Svo virð-
ist sem þeir hafi ekki áttað sig á því
að með boðinu voru þeir að undir-
strika spillinguna. Ráðherrarnir tveir
áttu að njóta veitinga og veiði um-
fram venjulega borgara. En reyndin
varð sú að þeir opnuðu eingöngu
ána en þáðu ekki veitingarnar sem í
boði voru. Þar með var öllum forðað
frá þeirri hneisu sem slíkar boðsferð-
ir eru í augum hins siðvædda hluta
þjóðarinnar. Það er ekkert athuga-
vert við það þótt ráðherrarnir tveir
opni ána. Árlega er borgarstjóran-
um í Reykjavík boðið að opna Elliða-
árnar og hefur þótt sjálfsagt. Ráð-
herrarnir tveir leystu farsællega úr
málinu. Þeir stóðust prófið. Óljóst
er hvert tilgangur rétthafa Norður-
ár var með því að draga fram á sjón-
arsviðið asna klyfjaðan gulli og reyna
að fá stjórnmálamennina tvo til að
þiggja greiðann. Áratugalöng saga
hefur kennt þjóðinni að vera á varð-
bergi gagnvart spillingunni sem
nærst hefur við straumharðar lax-
veiðiár. Að sjálfsögðu eigum við að
halda áfram að veiða lax og bjóða
góðum gestum í slíka veiði. En það
verður að vera á réttum forsend-
um og allt uppi á borðum. Allt sem
snýr að laxveiðum verður að þola
dagsins ljós. Bókhaldið verður að
vera sýnilegt þegar stjórnmálamenn
eða aðrir á framfæri almennings
eiga í hlut. Ímyndarherferðin sem
hófst með ráðherrunum tveimur í
Norðurá verður að fela í sér gagnsæi.
Feluleiknum verður að linna. Þá fyrst
mun laxinn fá uppreist æru. n
Reynir Traustason
rt@dv.is
Leiðari
Ímyndarherferð
bankastjórans
Furðulegt mál kom upp í vik-
unni þegar Einar Sigfússon, sölu-
stjóri Norðurár, lagði upp í fjöl-
miðlaherferð til að bæta ímynd
laxveiða. Þetta átti að gerast
með því að Bjarni Benediktsson
fjármálaráðherra og Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra kæmu í ókeypis laxveiði og
opnuðu ána. Boðsferðin fór illa í
marga og fékk laxveiðin á sig enn
verra orð. Einar sölustjóri er fyrr-
verandi bankastjóri og greinilega
með næman skilning á kostum
þess að bjóða í laxveiði.
Eldmóður og eftirlaun
Sturla Böðvarsson, fyrrverandi
forseti Alþingis, sópaði inn at-
kvæðum í Stykkishólmi sem
bæjar stjóraefni og reyndist flokki
sínum sannkall-
aður bjargvættur.
Sturla, sem verður
sjötugur á næsta
ári, var bæjar-
stjóri í Hólminum
um árabil áður en
glæsilegur ferill
í landsmálunum hófst. Endur-
koma hans vekur nokkra undrun
og þykir til marks um pólitískan
eldmóð. Víst er að ekki þarf hann
að vinna fremur en honum sýn-
ist þar sem eftirlaun ráðherra eru
drjúg og skerðast væntanlega við
bæjarstjóralaunin.
Sólskin og milljarðar
Einhverjir snjöllustu fjárfestar Ís-
lands eru Árni Hauksson og Hall-
björn Karlsson sem á sínum tíma
keyptu stóran hlut í Högum og
sátu í stjórn sam-
steypunnar. Nú
hafa þeir selt stór-
an hlut á fjór-
földu gengi og fara
út með yfir þrjá
milljarða króna.
Jafnframt lýkur
stjórnar setu þeirra. Árni og kona
hans, Inga Lind Karlsdóttir hafa
búið um tíma á Spáni rétt eins
og Hallbjörn og Þorbjörg Helga
Vigfús dóttir. Búast má við að fjöl-
skyldurnar eyði nú meiri tíma er-
lendis í áhyggjuleysi sólarlandsins.
Stórsigur Ármanns
Einn stærsti sigurvegari liðinna
kosninga er Ármann Kr. Ólafsson,
leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi. Ármann hefur mörg undan-
farin ár barist við Gunnar Birgisson,
sem um árabil
réð því sem hann
vildi í bænum
með framsóknar-
menn sér við hlið.
Fyrir rúmum fjór-
um árum lagði
Ármann Gunnar
í prófkjöri. Síðan hafa logað
eldar og Gunnar hefur setið sem
óbreyttur bæjarfulltrúi og barist
um á hæl og hnakka. Nú er þessu
stríði væntanlega lokið þegar fyrir
liggur að Sjálfstæðisflokkurinn í
Kópavogi halaði inn næstum 40
prósent atkvæða.
Andvaraleysi
E
f menn læra ekki af reynsl-
unni eða gleyma henni eða
þykjast gleyma, endurtaka
þeir þeim mun heldur mis-
tök fyrri tíðar. Sagan geymir
ýmis átakanleg dæmi um afdrifa-
ríka gleymsku.
Sagan endurtekur sig
Bankahremmingar síðustu ára
vitna um vandann. Byrjum í Banda-
ríkjunum. Upphaf hremminganna
þar má rekja til þess, að Banda-
ríkjaþing felldi úr gildi regluverkið,
sem Franklin Roosevelt forseti og
bandamenn hans á þingi höfðu leitt
í lög í kreppunni miklu snemma
á fjórða áratug síðustu aldar. Lög
og reglur bönnuðu bönkum eftir-
leiðis að braska með innstæður og
taka með því móti áhættu á kostn-
að annarra. Þetta fyrirkomulag
reyndist vel. En bankamönnum
héldu engin bönd eftir 1980. Þeir
fylltu gullkistur stjórnmálamanna
og flokka og fengu þá smám saman
til að þykjast ekki muna eftir því,
sem allir áttu að vita um varnir rík-
isstjórnar Roosevelts gegn nýrri
kreppu. Því fór sem fór.
Kannski voru mistök Roosevelts
þau að reyna ekki að leiða kreppu-
varnirnar í stjórnarskrá, því að þá
hefði stjórnmálamönnunum ekki
veitzt svo auðvelt að nema þær úr
gildi. Málið er samt ekki einfalt,
þar eð Kanadamenn hafa aldrei
talið sig þurfa að banna brask með
innistæður og hafa aldrei kallað
yfir sig bankakreppu, jafnvel ekki
í kreppunni miklu, heimskrepp-
unni 1929–39. Það kann að stafa af
því, að kanadískir stjórnmálamenn
hafa ævinlega haldið sig í hæfilegri
fjarlægð frá bankamönnum og ekki
heldur þegið umtalsvert fé af bönk-
unum: þar hefur ekki verið innan-
gengt á milli. Í Kanada er ýmislegt
eins og það á að vera. Meðalfjöl-
skylda í Kanada hefur nú í fyrsta
sinn frá því mælingar hófust meira
milli handanna en meðalfjölskylda
í Bandaríkjunum.
Bandaríkin eru annað mál. Þar
endurtók sagan sig, en þó ekki
nema til hálfs, þar eð ríkisstjórnir
Bandaríkjanna og Evrópu brugðust
að ýmsu leyti rétt við falli Lehman
Brothers 2008 og öðrum hremm-
ingum og komu þannig í veg fyrir,
að af hlytist ný heimskreppa. Rétt
viðbrögð voru þau, sem menn
höfðu lært af kreppunni miklu og
hagfræðinemar læra í þjóðhag-
fræði, t.d. hjá mér í Háskóla Ís-
lands: að stíga þegar svo ber við á
bensínið með því að auka peninga-
magn í umferð, lækka vexti, auka
útgjöld ríkisins, lækka skatta o.s.frv.
Skammtarnir voru að vísu ekki
nógu stórir frá mínum bæjardyrum
séð og margra annarra, þar eð öðr-
um fannst, að ekki væri á skuldir og
ríkishallarekstur bætandi og mátti
til sanns vegar færa. Niðurstaðan
var málamiðlun. Árangurinn varð
minni en hann hefði getað orðið
að minni hyggju, og enn er staða
heimsbúskaparins tvísýn sex árum
eftir fall Lehman Brothers.
Þýzkaland beygir Grikkland
Næsta dæmi er náskylt. Þegar
Grikkir komust í kröggur 2009, kall-
aði ríkisstjórn landsins á þríeyki sér
til hjálpar: Alþjóðagjaldeyrissjóð-
inn (AGS), Evrópusambandið (ESB)
og Evrópska seðlabankann (ECB).
Vandi Grikklands var skuldavandi
ríkisins, ekki bankavandi. Grikk-
ir kunnu fótum sínum ekki forráð
eftir inngöngu landsins í ESB 1981,
þeir tóku lán í erlendum bönkum
í stórum stíl og lentu síðan í van-
skilum. Þríeykið kom Grikklandi til
bjargar með því skilyrði, að Grikk-
ir hertu mjög sultarólina. Atvinnu-
leysi í Grikklandi rauk úr 8% af
mannaflanum upp í 18%, og við það
veiktist vitaskuld geta Grikklands til
að standa skil á skuldum ríkisins.
Með því að heimta svo harkalegan
niðurskurð í Grikklandi gerði þýzka
ríkisstjórnin sig seka um gleymsku,
þar eð engin Evrópuþjóð ætti að
vita og muna það betur en Þjóðverj-
ar, hversu alvarlegar afleiðingar það
getur haft að leggja of þungar byrð-
ar á þjóð í þrengingum. Svo fór í
Versalasamningunum 1919, þegar
bandamenn, sigurvegarar í fyrra
stríði, lögðu svo þungar skaðabæt-
ur á Þjóðverja, að þýzkir kjósendur
lögðu hlustir við málflutningi nas-
ista og hleyptu þeim til valda 1933.
Kreppan lagðist á sömu sveif. Ým-
islegt bendir til, að þýzka stjórn-
in hafi ráðið för í þríeykinu, bæði
harður málflutningur Angelu Mer-
kel kanslara gagnvart Grikkjum
og sú staðreynd, að AGS fór ásamt
Norðurlöndum mildari höndum
um Ísland ári fyrr með allgóðum
árangri. Sjóðurinn hafði brennt sig
í Suðaustur-Asíu 1997–98 og ekki
gleymt sögunni.
Bólgnir á brauðfótum
Þeir, sem tala enn um „svokall-
að hrun“ hér heima, hafa engu að
gleyma. Þeir sjá ekkert athugavert.
Alþingi ályktaði að vísu einum rómi
2010, að „taka verði gagnrýni á ís-
lenska stjórnmálamenningu alvar-
lega.“ Ekkert bendir til, að hugur hafi
fylgt máli. Bankarnir standa bólgn-
ir á brauðfótum með fullar hend-
ur fangins fjár og eru nú byrjaðir
aftur að borga bónusa og auglýsa
grimmt í sjónvarpi – og halda áfram
að bera fólk út af heimilum sínum.
Landsbankinn, ríkisbankinn, býst
til að reisa sér glæsihöll á hafnar-
bakkanum í Reykjavík eins og ekk-
ert hafi í skorizt. Hér þyrfti að vera
kanadískur banki, ótengdur stjórn-
málalífinu, ef líf skyldi kalla. n
Þorvaldur Gylfason
skrifar
Kjallari „Þeir, sem tala
enn um „svokall-
að hrun“ hér heima, hafa
engu að gleyma. Þeir sjá
ekkert athugavert.
„Þá hefur verið
drukkið, djammað
og veitt.