Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 27
Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fólk Viðtal 27
að hann hefði aldrei átt að fara frá
henni þetta kvöld. En hann hefði ekki
getað annað. Annars vitum við ekkert
hvað hefði gerst.“
Sjálf hefur hún líka glímt við sjálfs
ásakanir. „Ég get ekki að því gert en ég
hugsa alltaf um það hvernig ég hefði
getað brugðist öðruvísi við. Hvort
þetta hefði farið svona ef ég hefði ekki
verið komin með svona mikið ógeð á
því þegar hún var að hringja öskrandi
á mig. Ég gat ekki tekið á móti því. Ég
gat ekki heldur farið til hennar því
ég treysti mér ekki til þess. Hefði ég
átt að hringja á lögregluna? Þá hefði
hún verið sett inn á deild. Það var það
versta sem hún gat hugsað sér. Eftir á
að hyggja þá hefði ég alveg getað hr
ingt á lögregluna. Hún hefði orðið
brjáluð en okkur hefði kannski tek
ist að finna leiðir. Við vorum ekki litl
ir krakkar sem voru að missa mömmu
út af heimilinu.“
Hélt einhver hefði drepið hana
Katla Rós er hugsi þar sem hún situr í
gömlum stól klæddum vínrauðu flau
eli. Hún horfir á mig og segir einfald
lega: „Ég veit eiginlega ekki hvað ég er
að segja. Ég er bara að reyna að átta
mig á því hvað er hægt að gera fyr
ir fólk í þessari stöðu og börn sem al
ast upp í þessum aðstæðum. Það er
erfitt því það er ekki brjáluð neysla
á heimilinu þannig að það grípur
enginn inn í. Heldur er þetta tifandi
tímasprengja. Sem springur svo með
þessu.“
Og það var erfitt að sætta sig við
það. Fyrst á eftir velti Katla Rós því
alvarlega fyrir sér hvort mamma
hennar hefði nokkuð framið sjálfs
víg. „Ég fékk það á heilann að einhver
hefði drepið hana og fór aftur og aft
ur í gegnum aðstæðurnar í huganum.
Þá hefði ég kannski getað sett reiðina
á einhvern annan en mömmu, á eitt
hvert skrímsli sem drap hana. Í stað
inn er skrímslið kannski veikindin,
sem ég er ekki enn alveg að skilja. Af
því að ég veit ekki enn hver greiningin
var, hvenær hún byrjaði að veikjast og
hvað gerðist eiginlega.“
Seinna komst hún þó að því að
móðir hennar hafði gert sjálfsvígstil
raunir sem hún vissi ekki af. „Seinna
var mér reyndar sagt að það sé algengt
að þegar fólk hefur náð ákveðnu jafn
vægi þá hafi það styrkinn til þess að
fremja sjálfsvíg.“
Óskiljanlegt tabú
Allt frá því að þetta gerðist hefur Katla
Rós þegið alla þá hjálp sem henni hef
ur staðið til boða. Í því ferli hefur hún
oftar en ekki heyrt að hún hefði ekki
getað gert neitt, móðir hennar hefði
alltaf svipt sig lífi, ef ekki núna þá
seinna. Og þessi orð særa. „Ef mann
eskja deyr af því að hún fékk illkynja
æxli segir enginn við eftirlifendur að
hún hefði alltaf dáið. Við vorum ekki
undir það búin að mamma myndi
deyja.
Ég varð mjög reið þegar hún dó
og finnst eins og það sé gert lítið úr
sársaukanum þegar þetta er sagt. Að
fyrst hún hafði reynt þetta áður og dó
svona þá hafi ekki verið nein önnur
útgönguleið. Ég vil ekki trúa því. Fólk
kemst í gegnum ótrúlega hluti. Það er
hægt að komast í gegnum þetta líka.“
Henni brá mjög þegar umræðan
opnaðist og Katla Rós áttaði sig á því
hversu margir falla fyrir eigin hendi
hér á landi. „Ég skil ekki hvernig það
getur enn verið tabú að tala um þetta.
Ég veit ekki hvernig það er almennt
þegar fólk deyr en það spyr okkur
enginn út í mömmu. Fólk spyr aðal
lega hvernig við höfum það og hvern
ig okkur líði.“
Er ég eins og hún?
Einu sinni heyrði hún af samverustund
aðstandenda sem fór fram í kirkju en
mætti ekki. „Ég held að þar hafi fólk
heldur ekki haft færi á að tala um þann
látna. Það er mikilvægt að geta gert
það. Við höfum heldur ekki sest nið
ur og talað um hana. Í raun væri best
að opna á svona samræður strax eft
ir jarðarförina. Fram að henni er svo
mikið að gera en svo kemur þessi pása,
þetta tóm, áður en lífið tekur við.“
Í síðustu viku var ný bráðageð
deild opnuð á Landspítalanum. Söfn
unin fyrir hana fór fram um hálfu ári
eftir að móðir hennar dó. Það var líka
á dögunum sem Óttar Guðmunds
son geðlæknir gaf út bók um sjálfsvíg.
„Umræðan er að opnast. Það er eins
og það hafi allt farið í gang skömmu
eftir að mamma svipti sig lífi. Hún fór
á svo fáránlegum tíma. Hún var búin
að ganga í gegnum svo mikið og hefði
átt að fá að uppskera góðan tíma eftir
allt erfiðið.
Samt skil ég að þú vilt fara ef þú ert
svona veikur. Þetta er bara svo mikill
tilfinningarússíbani. Ég varð svo reið
yfir því að ef ég eignast börn þá munu
þau ekki kynnast henni. Hún hefði
orðið svo frábær amma.“
Reiðin togast á við löngunina til að
muna eftir því góða. Óttinn hefur líka
sótt að. „Ég varð svo skíthrædd um
að ég væri svona líka og hvenær það
myndi þá koma í ljós. Var þetta geð
hvarfasýki eða skitsófrenía? Einhvern
tímann sagði hún það. Fæ ég þá líka
skitsófreníu? Hversu mikið erfi ég? Ég
hef ekki eignast börn af því að ég hef
ekki þorað því. Ég þori ekki að taka
áhættuna á því ef ég myndi tjúllast.“
Hélt sýningu um mömmu
Eitt af því síðasta sem móðir Kötlu
Kikna undan
áralöngu álagi
Rósar gerði var að fara yfir möpp
una hennar fyrir umsókn hennar
um meistaranám í myndlist. Katla
Rós hafði þá lokið grunnnámi í
grafískri hönnun og þar sem móðir
hennar var myndlistarkona bað hún
um álit hennar. „Mamma var mjög
ánægð með möppuna mína og ég
skilaði henni inn. Daginn eftir kom
ég að henni látinni.“
Þegar til kastanna kom fannst
Kötlu Rós ekki annað hægt en að
fara í námið. Þar hefur hún unnið
með allar þessar miklu og flóknu
tilfinningar og minningarnar sem
sækja að. „Námið snerist allt um
mömmu. Ég komst ekki hjá því að
gera þetta þannig. Frá því að hún
dó hef ég haldið tvær sýningar um
hana.“
Og hér eru verkin. Allt í kring
um okkur. Bréf frá móður hennar,
listaverk þar sem Katla Rós tókst á
við hráar minningar og dagbók sem
fylgdu því, ljósmyndir frá æsku
árunum og sömuleiðis frá ferð um
slóðir minninganna, en Katla Rós
hefur farið tvisvar utan og heimsótt
staðina þeirra. Svo gerði hún skúlp
túr úr húsgögnum móður sinnar
sem stendur hér úti í horni. „Hús
gögnin hennar mömmu voru í kjall
aranum heima þar til ég fékk nóg af
því og hlóð þeim upp á vörubretti
og plastaði inn. Ég vildi ekki henda
þeim en það var ekki séns að ég gæti
horft á þau eða notað.“
Búin að gráta nóg
Smám saman er henni að takast að
ná fótfestu á ný. Það hefur ekki verið
auðvelt og enn er langt í land. Fyrir
fjórum mánuðum bugaðist hún al
veg og keyrði á geðdeild til að leita
sér aðstoðar. „Þá var ég á lyfjum og
í sálfræðimeðferð, sem ég kláraði
reyndar aldrei því sálfræðingurinn
fór í sumarfrí. En þar sem ég sat á
biðstofunni og beið eftir geðlækni
þurfti ég að mæta eigin fordómum.
Mér fannst erfitt að vera komin á
þennan stað. En ég geðlækni sem
var gott að tala við. Ég er búin að
gráta í tvö ár. Nú var ég að útskrifast
og langar að halda áfram með lífið.
Ég ber ábyrgð á litla bróður mín
um og þótt það sé stundum erfitt þá
myndi ég ekki vilja hafa það öðru
vísi. Ég held að það sé gott fyrir okk
ur að fara í gegnum þetta saman.
Hann þráir ekkert heitar en að vera
venjulegur strákur og það er hann
sem heldur mér gangandi. Nú er ég
búin að gráta nóg.“ n
T
alið er að rúmlega ein millj
ón manns fyrirfari sér árlega
í heiminum eða einn á fjöru
tíu sekúndna fresti. Sennilega
eru þeir þó mun fleiri. „Nú á tímum
svipta mun fleiri sig lífi en falla í öll
um styrjöldum og hryðjuverkum,“
segir í bók sem Óttar Guðmundsson
geðlæknir skrifaði um sögu sjálfsvíga,
Þarf ég að deyja ef ég vil ekki lifa?
Þar kemur einnig fram að á Ís
landi falla árlega 35–40 manns fyr
ir eigin hendi eða tvöfalt fleiri en
deyja í bílslysum. Milli 350 og 500
manns gera misalvarlega tilraun
til að kveðja þetta líf. Eins og Ótt
ar bendir á lifa margar fjölskyldur
í skugga sjálfsvígsins árum saman,
en talið er að á hverju ári mæti um
2.500 syrgjendur í jarðarfarir vegna
nýrra sjálfsvíga. Í þeim hópi eru alla
vega 150 einstaklingar sem eru að
missa náinn ástvin, foreldri, syst
kini, maka eða barn.
Fastir í neti staðalímynda
Mun fleiri karlar en konur fyrirfara
sér hér á landi, en þrír fjórðu hlutar
þeirra sem það gera eru karlmenn.
Árið 2009 sviptu 29 karlar sig lífi en
sjö konur.
Í bók Óttars kemur fram að
engin einhlít skýring sé á þessu
en dauðinn virðist ekki eins heill
andi í augum kvenna. Konur leiti
sér frekar hjálpar vegna þunglyndis
en karlmenn og hafi alla jafna betra
stuðningsnet í kringum sig. Þær eigi
innilegri vináttusambönd og eigi
auðveldara með að ræða vanda
mál sín og óhamingju. „Karlar eiga
erfitt með að viðurkenna eða horfast
í augu við veikleika sína og vanmátt
enda eru þeir oft fastir í neti staðal
ímynda sem krefjast þess að þeir séu
sterkir og ósigrandi,“ segir í bókinni.
„Konur sem farga sér eiga venju
lega langa sögu um þunglyndi og
margar innlagnir á geðdeild. Þær
kikna undan áralöngu álagi og gef
ast upp að vandlega yfirveguðu ráði.
Mun minna er um fljótræðissjálfs
víg meðal kvenna en hjá körlum.“
Hótanir ber að taka alvarlega
Óttar bendir á að sjálfsvígshótanir
beri að taka alvarlega. Það sé mýta
að þeir sem tali mest um sjálfsvíg
séu ólíklegri en aðrir að gera alvöru
úr hótunum sínum. „Þetta er mikil
einföldun og allar sjálfsvígshótanir
ber að taka alvarlega. Þeir sem ræða
um væntanlegt sjálfsvíg sitt vilja að
hlustað sé á þá og þeim sé sinnt á
einhvern hátt. Síkt tal er venjulega
hróp á hjálp eða umhyggju. Sjálfs
vígstal þarf ekki að þýða yfirvofandi
hættu en nauðsynlegt er að kryfja til
mergjar hvaða skilaboð viðkomandi
er að senda frá sér og hvað hann vill
fá frá umhverfi sínu. Ég held að allir
sem viðra dauða eða sjálfsvígshug
myndir vilji fá einhverja hjálp þótt
þeir viti ekki í hverju hún á að vera
fólgin. Miklu skiptir að bregðast við
þeirri bón.“
Hann hvetur aðstandendur sem
verða varir við einkenni sem benda
til þess að viðkomandi sé í sjálfs
vígsþönkum til að hafa samband við
lækni eða bráðamóttöku geðdeildar
og reyna að koma viðkomandi í við
tal svo fljótt sem auðið er.
Einskis virði
„Oft er rætt um takmarkalausa
sjálfselsku þegar sjálfsvegendur
ber á góma. Í raun er þessu þver
öfugt farið. Hinn látni drepur sig
oft af tillitssemi við fjölskyldu sína
og vini. Honum finnst að ekkert
bíði sín nema ósigrar og áföll og
hann vill ekki lifa lengur. Hann tel
ur að það sé öllum fyrir bestu að
hann hverfi af vettvangi og sé ekki
lengur fólkinu sínu til ama,“ skrifar
Óttar.
„Í svartnættisþokunni finnst
sjúklingnum að hann sé einskis
virði og eigi ekkert gott skilið.
Depurðin grefur undan sjálfs
virðingu og sjálfsmati og fólki líð
ur eins og verðlausum vesalingum
á leiksviði lífsins. Í þessu niðurrifi
finnst mörgum þeir gera heim
inum greiða með því að hverfa af
vettvangi.“
Að tilheyra ekki
„Margir sem hafa orðið fyrir einelti
í æsku lýsa því að þeim finnist þeir
ekki tilheyra neinum hópi og vera
einir á báti. Þeim finnst þeir alltaf
vera utangarðs og sérlega ein
mana í fjölmenni. Þeir skilja ekki
þá sem una sér best í skvaldri og
gleðskap manngrúans.
Þessi tilfinning er líka dæmi
gerð fyrir alvarlegt þunglyndi.
Sjúklingurinn finnur hvernig
þyngslin og dapurleikinn liggja yfir
honum eins og mara. Hann sefur
mikið og hættir að taka þátt í lífinu
enda finnst honum enginn grund
völlur fyrir því,“ segir í bók Óttars.
„Miklu þunglyndi fylgir venju
lega einangrun. Oft líður fólki
verst snemma morguns áður en
heimurinn vaknar til lífsins eftir
nóttina og þá er enginn til að tala
við. Menn hætta að svara í símann
og hafa ekkert frumkvæði að sam
skiptum við aðrar manneskjur.
Þetta skýrir að einhverju leyti
hversu stórt hlutverk alkóhól leik
ur í lífi þeirra sem hafa fyrirfarið
sér eða ætlað að gera það.“ n
Óttar Guðmundsson segir flestar konur sem fyrirfara sér glíma við veikindi
„Ætlar þú
að fórna
mörgum árum
af lífi barna
þinna því þú
vilt ekki lyf?
Tólf ára í Svíþjóð Þarna er Katla Rós á heimili sínu um svipað leyti og áföllin dundu á.
Fjölbýlishúsið Í þessu fjölbýlishúsi bjuggu mæðgurnar um tíma. Katla minnist þess þegar móðir
hennar stóð úti í glugga í efstu hæðinni og hótaði því að kasta sér út. Katla var kannski tólf ára.
Flest sjálfsvíg
framin á sumrin
n Sjálfsvíg eru algengus á sumrin og
vorin. „Þegar lífið er að vakna og sumarið
heldur innreið sína er eins og lífsþráin
slokkni endanlega í brjósti sumra.“
n Algengast er að fólk fyrirfari sér um
miðja nótt, milli 2 og 4. „Þunglyndi fylgir
venjulega svefnleysi. Fólk liggur og byltir
sér, yfirkomið af kvíða og áhyggjum, og
þá knýja óþægilegar hugsanir dyra.“
n Algengast er að fólk fyrirfari sér á
miðvikudögum. „Sennilega vegna þess
að þá er streitan mest, hvíld helgarinnar
að baki og óralangt í þá næstu.“
n Langalgengasta ástæða sjálfsvíga er
yfirþyrmandi þunglyndi sem einkennist
af örvinglan og vonleysi. Það á við í um
60–80% tilvika.
n Geðhvarfasjúklingum er hættara en
öðrum við að fyrirfara sér.
n Alvarleg kvíðaröskun með ofsakvíða
og þunglyndi eykur líkur á sjálfsvígi.
n Áfengissýki og eiturlyfjaneysla er
algeng á meðal þeirra sem fyrirfara sér
eða gera tilraun til þess. Samkvæmt
opinberum tölum eru um 65% þeirra sem
fyrirfara sér undir áhrifum áfengis.