Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Qupperneq 28
Helgarblað 6.–9. júní 201428 Fólk Viðtal Þ að er fallegur og sólríkur dagur í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður og ljós- myndari DV sigla með Herj- ólfi inn höfnina í Eyjum. Klettarnir í kring gnæfa yfir í ótrúleg- um litum náttúrunnar. Smábátarn- ir hvíla í höfninni meðan múkkarn- ir fljúga í kring og leita að einhverju ætilegu. Herjólfur kemur að landi og stefna okkar er sett á Ráðhúsið, að hitta nýendurkjörinn bæjarstjóra hér á þessari eyju, Elliða Vignisson. Mann sem hefur verið ansi áberandi í um- ræðunni undanfarin ár; meðal annars með ummælum sínum um það hvort Ísland geti rekið sinfóníuhljómsveit eða Þjóðleikhús. Um síðustu helgi vann Sjálfstæðisflokkurinn í Vest- mannaeyjum, undir forystu Elliða, stórsigur í bæjarstjórnarkosningum og hlaut „rússneska kosningu“ eða rúmlega 73% atkvæða. Ráðhúsið trónir yfir miðbænum, hvítt og virðulegt hús með rauðu þaki. Upprunalegt hlutverk þess var spítali en frá því á áttunda áratugnum hef- ur það verið ráðhús bæjarins. Í hús- inu kom Elliði í heiminn og þar starfar hann í dag; þó að, líkt og við komumst að seinna í spjalli okkar, aldrei hafi hvarflað að honum sem barni að hann myndi starfa hér sem bæjarstjóri. Mótorhjólinu skipt út fyrir bíl Elliði tekur á móti okkur í Ráðhúsinu og vísar okkur í örstutta stund inn á glæsilega skrifstofu sína. Hann stopp- ar þó stutt við og spyr: „Viljið þið ekki frekar rölta með mér í gegnum Eld- heima?“ Hann segist vel geta gefið okkur tíma til spjallsins enda „verði hann vonandi ekki rekinn næstu fjög- ur árin,“ eins og hann orðar það og skellir upp úr um leið og hann býð- ur okkur sæti í glæsilegum bíl sínum – gömlum tvennra dyra blæjubíl sem vart getur talist hefðbundin bifreið bæjarstjóra. Bílnum skipti hann út fyrir mótorhjól sem hann átti en á þó enn krossara sem hann notar reglu- lega. „Ég skipti þessum út fyrir mótor- hjólið mitt sem ég átti inni í skúr. Þetta er nú ekki mjög hagkvæmur bíll fyrir karla á mínum aldri og því ætlaði ég að fara að selja bílinn en strákurinn minn sem er að verða 17 ára bað mig um að halda honum aðeins lengur,“ segir hann og keyrir um bæinn. Hér er hann borinn og barnfæddur og þekkir alla kima bæjarins, enda eitt af hans helstu áhugamálum. Hann sýnir stoltur Herjólfsdalinn þar sem Þjóðhátíðin sem allir þekkja er haldin. „Ég hef upplifað 44 af 45 Þjóðhátíðum lífs míns. Ég missti af einni en geri það aldrei aftur, það er alveg á hreinu. Við Bertha ákváðum að við myndum ekki taka ákvörðun um að vera á Þjóðhá- tíð heldur tækjum við ákvörðun um að vera ekki á henni ef svo bæri undir,“ segir hann hlæjandi. Elliði er kvæntur Berthu Johansen íslenskufræðingi og eiga þau saman tvö börn, Nökkva Dan, 16 ára, og Bjartey Bríeti, 12 ára. Var fullkominn iðjuleysingi Þau Bertha og Elliði hafa verið saman lengi, eða í um 25 ár. „Við Bertha kynntumst þegar ég flutti í bæinn eftir stúdentspróf en þá var hún enn í Versló. Bertha er stoð mín og stytta. Hún er mín jarðtenging, besti vin- ur og helsti gagnrýnandi. Án hennar hefði líf mitt þróast svo mikið öðru- vísi að ég vil helst sem minnst um það hugsa. Svo mikið er víst að ég á betri lífsförunaut í henni en hún í mér,“ seg- ir Elliði með ástarblik unglings í auga. Um tvítugt flutti hann frá Vestmanna- eyjum og hugði á mikla landvinninga í borginni. „Það fór nú ekki betur en svo að ég skráði mig í skóla en hafði öðrum hnöppum að hneppa,“ segir hann og viðurkennir að nýfengið frelsi úr foreldrahúsum hafi verið of freist- andi fyrir ungan mann í borginni. For- eldra hans grunaði ekki annað en að hann legði stund á námið. Hann bað þau seinna afsökunar á letinni en seg- ist þó ekki sjá eftir tímanum sem fór ekki í djamm og gleði í borginni. „Það er svo magnað að eftir á séð þá er þetta ár einhver besti og afslapp- aðasti tími í mínu lífi. Maður fer úr for- eldrahúsum og býr einn í borginni. Ég var búinn að vinna mikið, vann allan tímann með framhaldsskólanum og vann svo nánast allan sólarhringinn sumarið áður en ég fór til Reykjavíkur. Ég átti þarf af leiðandi talsvert af pen- ingum þegar ég fór í borgina. Þeir voru búnir um áramót og þá fór ég að vinna. En þangað til var ég bara full- kominn og algjör iðjuleysingi í nokkra mánuði. Ég yrði brjálaður ef börn- in mín myndu haga sér svona en svo lítur maður til baka og sér að líklega er þetta einn besti og þægilegasti tími sem ég hef upplifað. Þetta var svo of- boðslegt frelsi og svo kynntist ég á þessum tíma ævinnar mörgu af því fólki sem til dagsins í dag er mínir bestu vinir að ógleymdri konu minni. Iðjuleysinu varð því vel varið.“ Vopn í búrið Veturinn eftir lá þó leiðin í Háskóla Íslands. Hann var þó ekki alveg viss hvað hann vildi gera. „Ég fór á kynn- ingarfund fyrir mannfræði, skráði mig í félagsfræði en endaði í sálfræði,“ seg- ir hann og brosir út í annað. „Nám mitt hefur opnað margar dyr og svona fyrir mér þá skóp námið mér mörg þeirra tækifæra sem mér hafa gefist í lífinu. En nám er ekkert það eina, maður hefði kannski getað gert þetta öðru- vísi. Nám er bara ein leið af mörgum til þroska. Sú leið var heppileg fyrir mig. Ég hugsaði námið aldrei þannig að ég væri að búa mig undir að setjast í einhvern einn stól sem ég ætlaði að sitja í alla ævi. Mig vantaði bara vopn í búrið áður en ég færi út í það stríð sem atvinnulífið er,“ segir hann og stöðvar í sama mund bifreið sína fyrir utan Eld- heima – nýtt sýningarsvæði um Vest- mannaeyjagosið 1973. Þar hefur verið byggður upp stærðar skáli í kringum hús sem varð undir í gosinu og hef- ur verið grafið upp. Eldheimar eru í raun gagnvirkt safn þar sem hægt er að fræðast um eldgosið sem setti svip sinn á bæinn og breytti. „Þetta er orðið býsna flott og við erum mjög stolt af þessu,“ segir Elliði og fræðir okkur um tilurð byggingarinnar. Talin galin hugmynd „Við vorum að lenda í ákveðnum vandræðum með þetta. Það var byrj- að að grafa upp hérna en við höfðum enga ákveðna framtíðarsýn. Þá kem- ur til okkar arkitekt sem var að útskrif- ast frá Kaupmannahöfn og með þessa hugmynd og þetta er módelið hennar í skalanum einn á móti einum. Fólki fannst galið að við skyldum setja milljarð í hugmynd eftir manneskju sem hafði ekki svo mikið sem hannað símaklefa áður,“ segir hann og geng- ur í átt að safninu. Í okkar huga er það hins vegar einmitt í svona tilvikum sem gefa á ungu og óreyndu fólki með ferskar og ögrandi hugmyndir tæki- færi. Við sjáum ekki eftir því í dag.“ Fyrir utan safnið eru tveir verkamenn að störfum. „Til hamingju með sigur- inn,“ kallar annar þeirra til Elliða eftir að hann heilsar þeim og það eru ekki einu hamingjuóskirnar sem hann fær í dag. Við stefnum inn í safnið þar sem starfskona á safninu faðmar hann og óskar honum til hamingju með sigur- inn. Reyndar rigndi hamingjuóskun- um yfir bæjarstjórann hvert sem við fórum með honum þennan daginn enda kannski ekki skrýtið, 73% bæjar- búa í rúmlega 4.300 manna bæjarfé- lagi kusu hann. Erfitt en nauðsynlegt Þekkir hann alla í bænum? „Já, svona flesta en nöfnin man ég ekki alltaf, ég hef örugglega borðað blýmálningu sem barn því ég get ekki munað nöfn,“ segir hann og skellir upp úr. Við förum inn í sýningarsalinn þar sem blasir við okkur hús sem grafið var upp úr ösk- unni. Með fullkomnum tækjabún- aði er hægt að skoða húsið að innan. Áþreifanlegar minningar um þenn- an náttúruharmleik sem stendur okk- ur svo nærri. „Þegar við fórum af stað með þetta þá vildum við gera þetta vel. Við vissum að þetta yrði erfitt ver- kefni enda snertir þetta við viðkvæma „Átakamaður í eðli mínu“ Hann er Eyjamaður fram í fingurgóma, upplifði gosið og sneri til baka með fjölskyldu sinni að því loknu. Elliði Vignisson hefur ótrúlegan áhuga á fólki, bjó meðal vændiskvenna og heimilislausra í Danmörku, er óhræddur við átök og segir stjórn- málamenn vera eins og tyggjó; það muni enginn eftir þeim þegar bragðið dofnar. Hann er óhræddur við að heyja harða baráttu enda segist hann síst af öllu vera átakafælinn. Í einlægu viðtali segir Elliði frá því að hann hafi alltaf lifað forréttindalífi þrátt fyrir að fjölskylda hans hafi ekki átt mikið af peningum, honum hafi verið vafið inn í bómull og hann sé allt í senn: fyrirferðarmikill, óstýrilátur og umdeildur. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Á spjalli Meðan á heimsókn DV stóð heilsaði Elliði nánast öllumEyjamönnum sem hann hitti. Hann segist þekkja flesta í bænum en eigi erfitt með að muna nöfn. Mynd SigTryggur Ari „Góður óvinur er svo verðmætur „Ég upplifði samt aldrei að það væru ekki til peningar á heim- ilinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.