Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 29
Helgarblað 6.–9. júní 2014 Fólk Viðtal 29 „Átakamaður í eðli mínu“ taug í okkur Eyjamönnum. Þeim mun nauðsynlegri var þessi framkvæmd. Þetta er erfið sýning og átakanlegt að fara í gegnum þetta. Sérstaklega fyrir fólk sem upplifði gosið.“ Látin fara með Faðirvorið Sjálfur var Elliði bara fjögurra ára þegar gosið byrjaði. Hann man eftir því að hafa vaknað um nóttina og séð bjarmann frá gosinu. „Systir mömmu kom með sín börn til okk- ar um nóttina. Ég man við horfðum út um gluggann og sáum bjarmann en við áttuðum okkur ekkert á að það væri hætta á ferð. Síðan kom vinkona mömmu í hendingskasti með sín börn og alveg ofboðslega hrædd. Hún smalaði okkur öllum upp í hjónarúm og sagði okkur að fara með Faðirvor- ið, sem við gerðum, sannfærð um að þar með yrði málið leyst,“ segir hann. Nokkrum klukkutímum síðar voru þau komin niður að höfn og fóru á litlum vertíðarbát yfir til Þorlákshafn- ar. „Ferðin tók held ég átta tíma,“ seg- ir hann. „Auðvitað er erfitt að segja til um hvaða minningar frá þessum tíma eru raunverulegar og hvað ég man út frá ljósmyndum og frásögnum. Ég veit þó að minningin frá þessari nótt er raun- veruleg því seinna meir mundi ég eftir atburði frá þessum tíma þar sem fjöl- skyldumeðlimur lést af slysförum. Ég var tekinn úr aðstæðunum og mein- ing foreldra minna var að svona lítið barn myndi ekki átta sig á þessu og ekki verða fyrir áhrifum; þar sem það myndi ekki muna eftir þessu né átta sig á. Það tókst að því leyti að ég hef aldrei haft neina slæma hugmynd um þetta en þegar ég var orðinn full- orðinn spurði ég mömmu að því hvort að mig hefði dreymt þetta eða hvort þetta hefði gerst. Hún varð eðlilega mjög hissa því það hafði aldrei verið talað um þetta við mig. Þannig ég veit að minningin frá þessum aldri getur verið raunveruleg bæði hvað varðar gosið og fleira.“ Flóttafólk eftir gosið Eftir að þau höfðu siglt í land tók við erfitt tímabil hjá fjölskyldunni. Þau voru heimilislaus og bjuggu víða um landið á meðan. „Við vorum í raun öll flóttafólk sem þvældist á milli ættingja og vina, fólk dreifðist víða um landið,“ segir hann. Faðir hans fór hins vegar fljótlega aftur til Eyja og hóf strax að vinna við björgunarstörf og var þar meira og minna allt gosið. Áföll- in dundu yfir fjölskylduna; eldgosið, banaslys innan fjölskyldunnar, amma hans lést og bróður hans sem fæddist í maí – í miðju gosi, var vart hugað líf. Hann segir þessi áföll hafa verið fjöl- skyldunni erfið en þó ekki hafa mót- að hann sérstaklega eða haft áhrif. „Ég varð þeirra ekki var. Foreldrar mín- ir eru mögnuð fyrirbæri og tókst alla mína bernsku að láta mér líða eins og allt í heiminum væri gott og ekkert slæmt gæti gerst. Mér var pakkað inn í bómull og ég fann aldrei fyrir þessu. Vissi varla af þessu. Ég hef alltaf lifað mjög áhyggjulausu lífi, umkringdur af fólki sem vill mér vel. Auðvitað gegnir nærfjölskyldan þar stærsta hlutverk- inu. Bertha, Nökkvi og Bjartey auk foreldra minna, bróður og vina. Í því liggur mín mesta gæfa. Í slíku skjóli er auðvelt að taka stóra slagi,“ segir hann og heldur áfram að leiða okkur um Eldheima sem hann er augljóslega mjög stoltur af. „Þetta er svo frábært fyrir ferðamennina sem eru að koma og líka fyrir þær kynslóðir sem þekkja ekki gosið af eigin raun,“ segir hann og eftir að hafa skoðað sýninguna röltum við upp á aðra hæð þar sem er kaffi- hús. Mikið hugrekki Elliði býður okkur upp á kaffi og við fáum okkur sæti við stóran glugga þar sem er stórfenglegt útsýni yfir alla eyj- una. Eftir gos flutti fjölskyldan hans aftur til Eyja og Elliði er þakklátur fyr- ir það. „Ég naut góðs af því sem krakki að alast upp í þessu umhverfi þar sem frelsið var mikið og maður réð sér mik- ið sjálfur,“ segir hann. Þegar þau komu til baka var eyjan að mestu grafin und- ir ösku. Þau tóku þátt í uppbyggingu eyjarinnar og segir hann það eflaust hafa haft mótandi áhrif á hann líkt og aðra þá sem sneru til baka. „Ég hef alla tíð verið fullur lotningar gagnvart því fólki sem hér reisti þetta byggðar- lag úr ösku. Það þurfti mikið hugrekki hjá fólki til þess að snúa til baka í þess- ar aðstæður. Ég held það hafi mótað samfélagið og ég held það hafi gert það betra. Það er þessi sameiginlega lífsreynsla sem við gengum í gegnum. Á forsendum samstöðu og kærleika tókst fólki að vinna þetta þrekvirki. Til dagsins í dag óttumst við aldrei átök innanbæjar en alltaf þegar komið er út þá standa allir saman um hagsmuni Vestmannaeyja. Bara eins og þegar við fórum að keppa í handbolta á móti Haukum, þá mættu 32 prósent bæj- arbúa á leikinn. Þeir voru ekki bara að koma til þess að klappa fyrir hand- boltaliði, þeir voru í orrustu. Við Eyja- menn stöndum saman og vitum að velgengni eins er velgengni allra.“ „Hafði alltaf nóg“ Elliði minnist æskuáranna í eyjun- um með hlýju. Hann segist hafa átt áhyggjulausa æsku og upplifað mikið frelsi. Hann segist aldrei hafa liðið skort þó að fjölskylda hans hafi ekki haft mikið á milli handanna. „Mamma er og hefur alla mína ævi verið fiskverkakona og pabbi starfs- maður í íþróttamiðstöð. Það var ekki til mikið af peningum heima hjá mér, tiltölulega lítið. Ég man eftir vikum þar sem ekkert annað var í matinn en fisk- ur af því að mamma var fiskverkakona og gat fengið fisk og sjómenn í fjöl- skyldunni gátu komið með fisk. Mað- ur sér það þegar maður lítur til baka að það voru bara ekki til peningar fyrir öðru en þessu en ég upplifði samt aldrei að það væru ekki til peningar á heimilinu. Svona var þetta víðast hvar hér á landi á þeim tíma og því miður stundum mikið verra hjá þeim sem enn áttu minna. Maður hafði alltaf nóg og oftast til aflögu.“ Fyrirferðarmikill, óstýrilátur og umdeildur Hann segist búa að því að hafa feng- ið kærleiksríkt uppeldi þar sem hann þurfti samt að bera ábyrgð á sjálfum sér. Hvernig barn var hann? „Mamma útskýrði þetta ágætlega þegar ég var búinn að vera bæjarstjóri í nokkr- ar vikur, þá sagði hún: það hlaut að koma að því að þú fannst starf þar sem borgar sig að vera fyrirferðarmikill og óstýrilátur.“ Og ég var það. Ég var bæði óstýrilátur og fyrirferðarmikill. Ég var líka með mikið skap sem kom best fram í handboltanum,“ segir hann. Elliði spilaði fótbolta og handbolta fram á unglingsár en sneri sér svo al- farið að handboltanum. Hann var skapmikill á vellinum og segir skapið stundum hafa komið aftan að sér. „Frá því ég man eftir mér hef ég líka alltaf verið umdeildur. Fólk hefur skoðanir á mér, ég finn það og hef alla tíð fundið það. Sumir neikvæðar, aðr- ir jákvæðar. Mér er fullkomlega sama. Það sem skiptir mig máli er hvað mín- um nánustu finnst um mig og með- an það er í lagi þá sef ég rólegur. Það skiptir mig því nákvæmlega engu hvort fólki líki illa við mig eða ekki. Ég er líka svo heppinn að vera í þannig starfi að ef fólki er illa við mig þá er mér bara skipt út. Maður fær bara mælingu reglulega á því,“ segir hann brosandi. Lifir forréttindalífi Elliði flutti eins og áður sagði til Reykjavíkur þegar hann var um tvítugt og þá í þeim tilgangi að feta menntabrautina. Þegar hann kláraði BS-gráðuna sína í sálfræði hélt hann til Kaupmannahafnar ásamt Berthu þar sem hann lærði klíníska sálfræði. Hugur þeirra hafði leitað til Banda- ríkjanna en Danmörk varð ofan á í valinu. Fyrsti dvalarstaður þeirra í kóngsins Kaupmannahöfn var á hinni alræmdu Istedgade. „Við bjuggum á Istedgade 1,“ segir hann. Á þeim tíma var gatan bak við lestarstöðina meira en alræmd enda helsti dvalarstaður heimilislausra, vændiskvenna, mellu- dólga og eiturlyfjafíkla og þeirra sem teljast til undirheimanna. Elliði segir það hafa verið lærdómsríkt að búa á svona stað. „Ég lifi forréttindalífi og er mjög meðvitaður um það að ég hafi lifað þannig lífi alla ævi. Það er ekki sjálf- gefið að fá það forskot í tilveruna sem fólgið er í kærleiksríku umhverfi eins og ég fékk. Þarna kynntist maður öðru samfélagi,“ segir hann. „Við leigðum íbúð af hommapari sem varð svo okk- ar bestu vinir þarna úti og er til dags- ins í dag. Nágrannar okkur voru hór- ur, melludólgar og heimilislaust fólk sem hélt sig fyrir utan hjá okkur. Mað- ur kemur úr þessu samfélagi hér sem að er svona gamaldags, íslenskt veiði- mannasamfélag. Við flytjum síðan út og þeir sem ég þekki eru annars vegar hommar og svo kynnist ég fólkinu á götunni í kringum heimili mitt af þessum áhuga fyrir fólki. Ég þurfti að takast á við gríðarlega mikla fordóma. Maður hreint skammaðist sín til dæmis þegar maður áttaði sig á því að fyrir framan mann voru miklir og góð- ir vinir sem vildu mér allt hið besta og ég var búin að hafa fordóma fyrir fólki eins og þeim alla ævi,“ segir hann. „Þarna var ég líka að byrja í mastersnámi í sálfræði þannig að þarna fór saman fræðilegur áhugi og mitt umhverfi. Fyrsta ritgerðin sem ég skrifaði var um það hvernig börn koma út úr því að alast upp í lesbísku hjóna- bandi; niðurstaðan var sú að þau börn koma betur út en önnur börn, kenn- ingar sálfræðinnar höndla bara ekki vel að útskýra af hverju,“ segir hann. Eignaðist heimilislausan vin Elliði lagði sig fram við að kynnast fólkinu á götunni og átti í miklum samskiptum við heimilislausan mann sem var á svipuðum aldri og hann sjálfur. „Hann nánast bjó á tröpp- unum fyrir utan þar sem ég bjó inni, svo misskiptur var heimurinn. Ég var alltaf að gauka að honum peningi og fór með honum á kaffihús þar sem ég æfði mig í dönskunni með því að tala við hann. Hann bjó ýmist á lest- arstöðinni, í lestunum eða þarna fyrir utan hjá mér. Hann var á svipuðum aldri og ég en hafði alist upp á Jót- landi. Það var mikið ofbeldi á heimil- inu hjá honum. Hann var misnotaður af stjúpföður og hann átti aldrei séns í lífinu. Það var svo hollt að upplifa það að ef við hefðum bara skipt um; ef hann hefði fengið mitt umhverfi og alla þessa alúð sem ég fékk og ég hefði verið settur í hans aðstöðu þá hefði hann sennilega staðið þarna, verið að koma út úr hlýjunni og verið að gefa mér pening. Þannig að tækifærin í líf- inu eru ekki alltaf jöfn,“ segir hann. Óhræddur Elliði segist síst af öllu vera átakafælinn og er algjörlega óhræddur við að taka stóra slagi. Mynd Sigtryggur Ari Hjónin Elliði og Bertha kynntust í Reykjavík þegar þau voru bæði um tvítugt. Bertha rekur tískuvöruverslun í bænum og Elliði fer stundum með henni út í verslunarleiðangra. Þegar DV leit við í búðinni hjá Berthu þá svaraði Elliði síman- um og Bertha upplýsti okkur um að hann væri kallaður lagerstjórinn í búðinni. Mynd Sigtryggur Ari „Nágrannar okkur voru hórur, mellu- dólgar og heimilislaust fólk. Litið yfir bæinn Elliði hafði framan af engan áhuga á stjórnmálum. Áhuginn kviknaði í kringum þrítugt og þá í kjölfar áhuga hans á samfélagsmálum. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.