Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Síða 42
Helgarblað 6.–9. júní 201442 Sport andstæðingur Hættulegur n Ísland mætir Bosníu í tveim mikilvægum leikjum n Aron Pálmars ekki með V ið förum í leikinn til að vinna. Það er á hreinu,“ segir Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik. Á laugar- daginn mætir Ísland Bosníu og Hersegóvínu í fyrri umspilsleik lið- anna um laust sæti á HM í Katar í janúar á næsta ári. Bosníumenn eru sýnd veiði en ekki gefin. Þó svo að liðið hafi ekki verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár hefur það kom- ist nálægt því í nokkur skipti. Í undankeppni HM sem fram fór í fyrra mætti liðið Þjóðverjum í um- spili um laust sæti. Þjóðverjar unnu fyrri leikinn nokkuð auðveldlega, 36– 24, en Bosníumenn rúlluðu yfir það þýska í síðari leiknum, 33–24. Þjóð- verjar, sem eru ein sterkasta hand- knattleiksþjóð Evrópu, þótt þeir hafi kannski ekki náð sér á strik á undan- förnum misserum, unnu því sam- anlagðan þriggja marka sigur, 60– 57. Bosníumenn komust í umspilið gegn Íslandi með því að vinna sinn undanriðil en í honum voru Eist- lendingar, Portúgalar og Lettar. Liðið lék sex leiki og vann fimm þeirra, en eini tapleikurinn, á útivelli, var gegn Portúgal, 26–25. Kaflaskipt frammistaða Ísland hefur nýlokið þremur æfingar leikjum gegn Portúgölum. Á Aroni má heyra að frammistað- an hafi kannski, á heildina litið, ekki verið jafn góð og hann hafði vonast eftir. Einn leikurinn, sá eini sem Ís- land tapaði, var notaður sem próf- steinn á óreyndari leikmenn lands- liðsins. Aron segir í samtali við DV að hann hefði viljað sjá meiri eld- móð hjá þeim sem spiluðu þann leik. „Það kemur að kynslóðaskiptum hjá okkur og þá þurfa menn að vera klár- ir.“ Hann segir bagalegt að hafa ekki fengið að sjá skytturnar Sigurberg Sveinsson og Róbert Aron Horstet. Báðir séu meiddir. Þeir sem hafi spil- að annan leikinn hafi sumir sýnt að þeir geri tilkall til þess að vera í landsliðinu, en með aðra hafi komið í ljós að þeir eigi nokkuð í land. Aron segir að aukið fjármagn þyrfti að koma til svo hægt væri að halda úti verkefnum fyrir leikmenn sem banka á landsliðsdyrnar – eins konar b-lið. Það kosti peninga og þeir séu af skornum skammti en aftur á móti sé mikilvægt að auka breiddina í landsliðinu. Alex snýr aftur En hvað hina tvo leikina áhrærir seg- ir Aron að hann hafi verið ánægður með vörnina þrjá hálfleiki af fjórum. Þegar liðið hafi spilað á sínum sterk- ustu mönnum hafi spilamennsk- an verið nokkuð góð. „Það vantaði upp á markvörsluna í þessum leikj- um og það þarf að lagast fyrir Bosn- íuleikina. Sóknarlega fannst mér við spila okkur í færi í langflestum sókn- um. Þar vantaði kannski stundum herslumuninn, til að klára sóknirnar. Markvörður Portúgala var að verja mjög vel.“ Alexander Petersson er kominn aftur í landsliðið eftir nokkuð langa fjarveru. Aron segir mjög mikilvægt að fá hann aftur í liðið, og fá leiki til að slípa við liðið menn eins og hann og Arnór Atlason. Að því leytinu til hafi undirbúningsleikirnir verið afar mikilvægir. Fóru illa með Þjóðverja heima Þótt Bosníumenn hafi ekki verið fastagestir á stórmótum að undan- förnu hafa þeir á að skipa góðu liði, að sögn landsliðsþjálfarans. Þeir eru hættulegur andstæðingur. Aron seg- ir að þeir geti verið mjög erfiðir heim að sækja, í Sarajevó. Leikurinn fari fram í sjö til átta þúsund manna höll og þar sé jafnan góð stemming. Hann bendir á að Þjóðverjar hafi lent þar í miklum hremmingum í fyrra, þegar þeir töpuðu með níu mörkum eftir 12 marka sigur á heimavelli. „Liðið þeirra er þokkalegt. Þeir eru líkam- lega sterkir og með sterka vörn.“ Hann segir að í liðinu séu menn sem hafi orðið Evrópumeistarar með sínum liðum í vetur og nefnir tveggja metra skyttuna Nikola Prce, sem dæmi um öflugan leikmann. Þá sé línumað- urinn Vladimir Vranjes afar sterk- ur. Þessir tveir eru í ungverska liðinu Pick Szeged, sem varð Evrópumeist- ari (EHF Cup) nú í vor. Þá séu nokkr- ir ungir og efnilegir leikmenn í hópn- um hjá Bosníu mönnum. Aron og Aron meiddir Aron segir aðspurður að Aron Pálm- arsson muni ekki koma við sögu í fyrri leiknum við Bosníu. Hann sé meiddur en komi mögulega inn í liðið í síðari leiknum. Kári Kristján Kristjánsson er einnig meiddur eins og markvörðurinn Aron Rafn Eð- varðsson. Hann segir að aðrir séu heilir. Aron stefnir ótrauður á sigur í leiknum úti. „Ef við lendum í vand- ræðum þá þurfum við að takmarka tjónið. Það er hægt að lenda í vand- ræðum þarna ef markvörðurinn þeirra dettur í stuð. Þeir eru fljót- ir í fyrstu bylgju. Þetta er einfald- lega hörkuverkefni. Bosníumenn eru sýnd veiði en ekki gefin.“ Síðari leikurinn við Bosníu- menn fer fram sunnudaginn 15. júní í Laugardalshöll. Það lið sem bet- ur hefur í viðureignunum tveimur kemst á HM á næsta ári. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Illvígur Nikola Prce er óárennileg skytta. Mættur Alexander Petersson er snúinn aftur í landsliðið, eftir nokkra fjarveru. Aron Pálmars- son er aftur á móti meiddur. Mynd ReuteRs spá í spilin Íslensku þjálfararnir taka viðureignina við Bosníumenn alvarlega. „Liðið þeirra er þokkalegt. Þeir eru líkamlega sterkir og með sterka vörn. Enginn betri en Ronaldo Sænski knattspyrnumaðurinn með stóra egóið, Zlatan Ibrahimovic, er ekki vanur að halda sig til hlés. Nú hefur hann lýst því yfir að aldrei komi fram betri knattspyrnumaður en Ron- aldo. Þar er Zlatan ekki að tala um Cristiano Ronaldo heldur hinn brasilíska Ronaldo. „Hann var átrúnaðargoðið mitt og full- kominn knattspyrnumaður.“ Ronaldo var vissulega afbragðs knattspyrnumaður því hann skoraði meira en 350 mörk í um 500 leikjum fyrir félagslið sín. Hann hætti knattspyrnuiðkun árið 2011. „Að mínu mati verður enginn betri en hann.“ Grátandi á rauðu ljósi Knattspyrnumaðurinn fyrrver- andi Ryan Giggs, sem nýlega var ráðinn aðstoðarmaður Louis van Gaal, nýs stjóra Manchest- er United, viðurkennir að hafa brotnað saman eftir að hafa leik- ið sinn síðasta leik sem atvinnu- maður í knattspyrnu. Breskir fjölmiðlar hafa eftir honum að á heimleið frá Southampton, þar sem United gerið 1–1 jafntefli í lokaleik sínum í deildinni, hafi hann grátið í bíl sínum á heim- leiðinni frá flugvellinum – eftir að hafa kvatt leikmennina. „Ég settist inn í bílinn minn og bara grét. Ég hélt ég væri ekki svona tilfinn- inganæmur en ég er það greini- lega.“ Giggs á að baki 23 leiktíðir sem leikmaður Manchester United. Á leiðinni heim af flug- vellinum lenti Giggs á rauðu ljósi og upp að honum renndi sam- herji hans og vinur til margra ára, Nicky Butt. „Ég gat ekki látið hann sjá mig gráta svo ég veifaði hon- um bara og sneri mér svo undan.“ Gátu ekki boðið eins vel Aron Pálmarsson mun yfirgefa þýska meistaraliðið Kiel á næsta ári ef samningar takast milli liðsins og ungverska meistaraliðsins Vezprém. Kiel segir sárt að missa Aron, en forsvarsmenn félagsins segjast ekki geta boðið honum jafn háar greiðslur og Vezprém gerði. „Við gerðum honum tilboð en gát- um ekki keppt við tilboð Vezprém,“ segja þeir. Á næstunni mun skýrast hvort Aron fer í haust til Ungverja- lands eða haustið 2015, en hann á ár eftir af samningi sínum við Kiel þar sem hann spilar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.