Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 46
Helgarblað 6.–9. júní 201446 Menning
Vegabréf
Sigmundar
Það er á stundum svo í lífinu
að maður er allsendis efins
um það sem fyrir augu ber. Og
einmitt þannig var mér innan-
kolls á þessum þrútna sumar-
degi þegar við héldum nokkrir
vinnufélagarnir inn fyrir skör
þess óræða og óútskýrða.
Við vorum komnir ofan í
dýpstu sveitir Frakklands, að því
er okkur fannst eitthvert lengst
aftur í aldir; á tveggja vikna ráfi
á milli virðulegra kastala sem
höfðu verið gerðir upp af nýrík-
um eigendum – og leigðir út til
túrista, þar á meðal okkar. Og
ekkert fannst okkur flottara og
fínna en að ragla sperrtir um
alla hallargarðana á þessum
aldingullnu völlum eins og vær-
um við þar í liði með Loðvíki
litla fjórtánda.
En það kom fyrir að okkur
leiddist lítillega á kvöldin, við
kertaljós og linnulausa kyrrðina
í allri sinni gnægð. Það var ekki
alls kostar laust við að okkur
skorti skammt af nútíma.
Við höfðum heyrt af starf-
semi einhvers kasínós þarna
í miðri sveitinni – og eftir því
sem dagarnir líktust meira hver
öðrum varð tilhugsunin um
fullburða fjárhættuspil innan
um vín og fagrar meyjar sífellt
ásæknari.
Og svo fór auðvitað eitt síð-
degið að við gátum ekki látið í
okkur meira af ró og næði – og
héldum á vit þessa forvitnilega
húss í hjarta Frakklands. Það
tók okkur náttúrlega nokkra
stund að hafa okkur til, því
ekki má nú annað vera en að
mæta í sínum allra smekkleg-
asta skrúða í alvöru útlenskt
spilavíti. Og eftir því sem háls-
tauið var betur hert að háls-
inum stækkaði að sjálfsögðu
tilhugsunin um þessa líka víð-
áttumiklu sali sem biðu okkar;
ólgandi af spennu, þrungna af
áhættu, fulla af frægð. Þetta yrði
kvöldið okkar.
Við höfðum uppi á eina
leigubílnum í sveitinni sem eðli
málsins samkvæmt átti tæpast
upphefðina skilið að aka með
þessi snyrtilegu prúðmenni út
um grænar grundir héraðsins.
En við létum okkur hafa það;
spenntari en svo að vel slomp-
aður ökuþórinn með gauloises-
rettuna í munnvikinu slægi okk-
ur út af laginu.
Og þar kom að því að bíllinn
stöðvaðist. Það var fyrir utan
hokið hús sem virtist hafa nokk-
uð fyrir því að halda uppi ofan-
signu þakinu. Við stigum var-
lega út eftir að bílstjórinn hafði
sannfært okkur á harla líkam-
legri frönsku að þarna væri eina
spilavítið í héraðinu til húsa.
Kjálkarnir sigu hver af öðr-
um þegar inn var komið. Í illa
þefjandi skonsu gat að líta
einhverja samanstöppu af til-
tölulega dvergvöxnu fólki í
svitastorknum bómullarfatn-
aði sem hamaðist til skiptis á
farlama spilakössum sem öðru
hverju gáfu frá sér vesælt hljóð
af voluðu klinki.
Þarna stóðum við eins og
álfar út úr hól, fáránlega vel til
hafðir. Fyrir hugskotssjónum
okkur var spilaborgin hrunin
og við blasti einhver venjuleg
vegasjoppa. Og það mátti sjá
okkur kjaftþögla og kollhúfu-
lega snúa til baka.
Franska spilavítið
Tom Cruise er drepinn,
aftur, aftur og aftur
Í
ár eru 100 ár liðin frá því að fyrri
heimsstyrjöld hófst og 75 síðan
sú seinni byrjaði. Því hefði mað-
ur búist við stórri stríðsmynd
frá Hollywood, en í staðinn
fáum við þetta hér. Geimverur með
marga arma breiða úr sér frá Þýska-
landi og um alla Evrópu en komast
ekki yfir Ermarsund, rétt eins og í
gamalli stríðsmynd. Ráðist skal yfir
sundið og barist á ströndunum en
þá kemur babb í bátinn. Myndin er
nefnilega ekki aðeins blanda af Sav-
ing Private Ryan og Matrix, heldur
er vænum skammti af Groundhog
Day skellt inn líka. Geimverurn-
ar geta endurtekið tímann þangað
til þær fá ásættanlega útkomu og
fyrir slysni fær Tom Cruise þenn-
an hæfileika líka. Í hvert sinn sem
hann er drepinn vaknar hann upp
á nýtt og þarf að endurtaka leik-
inn, sem minnir á tölvuleik þar sem
byrja þarf upp á nýtt til að komast á
síðasta borð. Reyndar má velta því
fyrir sér, eins og með Bróður minn
ljónshjarta forðum, hvaða boðskap
það sendir að drepa sig alltaf þegar
á móti blæs, en sem saga virkar
þetta vel.
Hreinn hasar
Síðasta stórstjarnan Cruise virðist
búinn að jafna sig eftir hina skelfi-
legu dvöl sína í Eyjafirði, í stað til-
vistarpælinga Oblivion er hér
hreinn hasar á ferð. Ógnin sem
stafar af geimverunum er mikil og
spennandi og vísað í raunveruleg
stríð, innrásin er stöðvuð í Verdun
og á pöbbinum ræða gamlir jálkar
um orrustuna um Bretland. Þó
veltir maður fyrir sér hvers vegna
geimverurnar gera Louvre að höf-
uðstöðvum sínum, eins og hand-
ritshöfundur hafi verið að skoða
póstkort frá Evrópu í leit að hug-
myndum.
Hið besta liðið?
Það er hressandi að kvenpersónan
er bardagamaður á meðan karlinn
kann lítið á ofbeldi, rétt eins og í
Karlar sem hata konur, en því mið-
ur þróast vinátta þeirra út í eitt-
hvað meira. Það var einmitt ágætt
í hinni nýlegu Captain America
að samstarfsmönnunum, þrátt
fyrir að vera gullfallegir og hvor
af sínu kyni, tókst að halda sam-
bandi sínu fagmannlegu. Að lok-
um hlýtur maður að velta því fyr-
ir sér hvernig stendur á því að rétt
eins og í nýjustu X-Men sé mark-
miðið það að breyta hinu liðna. Er
það hið fallandi stórveldi Banda-
ríkjanna sem gerir sér grein fyrir
að hið besta er liðið og vildi að það
gæti gert þetta allt saman aftur og
öðruvísi?
Þótt hún skilji kannski ekki mik-
ið eftir er Edge of Tomorrow hin
besta skemmtun, líklega sú besta
í sumar sem ekki inniheldur ofur-
hetjur. Síðustu 10 mínúturnar kosta
hana þó hálfa stjörnu. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Dómur
Edge Of Tomorrow
Leikstjóri: Doug Liman
Aðalhlutverk: Tom Cruise og Emily Blunt
Byggð á skáldsögu Hiroshi Sakurazaka
Tom Cruise Leikur her-
mann sem fær endurtekin
tækifæri til að vinna stríðið.
Emily Blunt Leikur grjótharðan stríðsmann.
n Fínasta hasarskemmtun n Endirinn kostar myndina hálfa stjörnu
Skæður og kolsvartur húmor
Grjótharður súrrealískur hversdagur kvenna í Reykjavík
D
jöfull er hart að vera ung kona í
Reykjavík, og kostulegt. Nánast
súrrealískt.
Björg Magnúsdóttir vakti
athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína,
Ekki þessi týpa, í fyrra. Nú fylgir hún
henni eftir með bókinni Þessi týpa.
Bókin er sjálfstætt framhald þeirrar
fyrri. Það er engin nauðsyn að hafa
lesið þá fyrstu til njóta þeirrar seinni.
Sem fyrr er fjallað um fjórar vin-
konur og með sögum þeirra varpar
Björg ljósi á veruleika ungra kvenna
í Reykjavík.
Vinkonurnar fjórar ganga í gegn-
um ótal margt, sem eflaust margar
konur kannast við, og búa í samfélagi
sem raðar körlum á toppinn. Björg
notar skæðan húmor til að varpa
ljósi á þennan kúltúr og gengur alltaf
skrefinu lengra en hún þarf. Það er
það allra besta við bókina.
Minnisstæð eru plastvínber í skál
undir sterku skini kastara, gúmmílak
og glerkúlur. Ungur fréttamaður sem
líður afskaplega vel með að láta ljós
sitt skína er þar í brennidepli.
Það er þessi kolsvarti húmor sem
slæðist um bókina sem gerir hana
verðuga lestrar. Sterkar myndir sem
er hreinlega ekki hægt að afmá eftir
lestur.
Það má nefna fleiri dæmi um
sterkar og óvenjulegar lýsingar sem
mögulega eiga eftir að fara fyrir brjóstið
á viðkvæmum sálum. Til að mynda
þegar ein aðalsöguhetjan vaknar í
g-streng á versta stað mögulegum. Sá
kafli fjallar um erfitt viðfangsefni, kyn-
ferðisofbeldi, en einhvern veginn tekst
Björgu að nota húmorinn til þess að
varpa ljósi á algjöra niðurlægingu og
varnarleysi söguhetjunnar.
Söguhetjurnar eru missterkar og
misáhugaverðar. Sterkust og áhuga-
verðust er Regína. Hún sker sig úr
hópnum, skapstór og hvatvís, ögn for-
dómafull og árásarhneigð. Skemmti-
lega breysk og viðkvæm. Regína leiðir
söguna, hvort sem það er meðvitað hjá
höfundi eða ekki. Stundum óskaði ég
þess við lesturinn að hún hefði verið
sú eina til frásagnar.
Bókin er vel heppnuð sem saga af
ungum konum í Reykjavík og húmor-
ísk mynd af veruleika þeirra í okkar
tíma. Höfundur fer ekki á dýpið þegar
kemur að erfiðum viðfangsefnum
og glímum söguhetja bókarinnar.
Húmorinn nær samt í gegn og bind-
ur bókina saman. Ein ósk að lokum:
Meira af Regínu! n
Kristjana Guðbrandsdóttir
kristjana@dv.is
Dómur
Þessi týpa
Höfundur: Björg Magnúsdóttir
Útgefandi: Forlagið
261 blaðsíða
„Síðasta stór-
stjarnan Cruise
virðist búinn að jafna sig
eftir hina skelfilegu dvöl
sína í Eyjafirði.
Björg Magnúsdóttir Þessi týpa er sjálf-
stætt framhald af Ekki þessi týpa.
Tom Cruise Leikur í litlu öðru en epískum
hasarmyndum um þessar mundir.