Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Page 52
Helgarblað 6.–9. júní 201452 Fólk Mælir ekki með leiklist Keira Knightley prýðir forsíðu nýjustu útgáfu tímaritsins Elle. Í viðtali í blaðinu segir leikkon­ an að hún myndi alls ekki mæla með leiklist ef hún ætti dóttur. „Ég myndi án efa segja henni að gera eitthvað annað. 150 milljón trilljón prósent myndi ég ráðleggja henni að gera eitthvað annað. Ef þú ætlar út í þetta þarf það að vera algjörlega á þínum forsend­ um. Unglingsárin eiga að fara fram einhvers staðar annars staðar en í sviðsljósi. Unglingar eiga fá tæki­ færi til að gera mistök, detta í það og klúðra málunum og þeir eiga fá að gera það í friði.“ Keira segir að þegar hún var unglingur hafi verið erfitt að lesa í fjölmiðlum að hún væri hræðileg leikkona, með anorexíu og að fólk hataði hana. Sætti fjárkúgun vegna rasistabrandara n Bieber baðst afsökunar n Fleiri myndbönd skjóta upp kollinum N ýlega birtist gamalt myndband af söngvar­ anum Justin Bieber þar sem hann sagði niðrandi brandara um þeldökkt fólk. Myndbandið hefur vakið litla lukku á meðal svartra í Bandaríkj­ unum og víðar en Bieber var að­ eins 15 ára þegar myndbandið var tekið. Sá sem lak myndbandinu beitti Bieber fyrst fjárkúgun án ár­ angurs og vildi fá milljón Banda­ ríkjadali eða 113 milljónir króna. Bieber hefur beðist afsökunar en The Sun greindi frá því í vikunni að annað myndband væri til af söngv­ aranum þar sem hann viðhefur niðrandi ummæli um þeldökka. Þöggun á 113 milljónir Fyrir um tveimur mánuðum hafði lögfræðingur samband við tals­ mann kanadíska popparans í um­ boði skjólstæðings síns. Sá bauð Bieber og hans fólki að reiða fram 113 milljónir til að komast hjá því að myndbandið færi í dreifingu. Sá sem stóð að baki fjárkúguninni hafði unnið að kvikmyndagerð tengdri lífi eða tónlist söngvarans, fann upptökuna á gömlu hörð­ um diski og stal henni. Bieber og talsmenn hans höfnuðu öllum til­ boðunum en viku áður en mynd­ bandið birtist var boðið komið niður í 55 milljónir króna. Baðst afsökunar og var fyrirgefið Skömmu eftir að myndbandið birtist sendi Bieber frá sér opin­ bera afsökun. Fljótlega eftir hana hafði umræðan snúist honum í hag og reyndist brandarinn slappi stormur í vatnsglasi. Í bili. „Sem ungur maður skildi ég ekki kraft sumra orða og hvaða áhrif þau gætu haft,“ sagði Biber í samtali við TMZ. „Mér fannst í lagi að segja brandara og endurtaka skað­ leg orð sem þessi. Ég skildi ekki á þeim tíma að þetta væri ekkert fyndið og að ég væri að ýta undir fáfræðina. Ég biðst innilega afsök­ unar. Ég á vini af öllum uppruna og sá vinskapur er mér mjög mikil­ vægur. Ég bið alla þá sem ég kann að hafa sært afsökunar. Ég var bara krakki.“ Fleiri myndbönd og Ku Klux Klan Á þriðjudag greindi breska slúður­ blaðið The Sun frá því að nýtt og grófara myndband væri til af söngvaranum. Þar notar hann N­ orðið svokallaða aftur og gantast með rasistasamtökin Ku Klux Klan. Afsökunarbeiðni söngvarans er því kannski ekki eins einlæg og hún hljómaði í fyrstu. Neikvæð ímynd Bieber sló í gegn aðeins 15 ára gamall og hefur síðan verið einn vinsælasti tónlistarmaður heims. Eftir að Biber eltist hefur ímynd hans sífellt versnað en söngv­ arinn hefur verið kærður fyrir hraðakstur, ölvunarakstur og lík­ amsárás. Þá steig nýlega ung kona fram og fullyrti að Biber væri barnsfaðir hennar en hann hefur neitað því. n Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Justin Bieber Baðst afsökunar en nýtt mynd- band hefur skotið upp kollinum síðan þá. „Ég bið alla þá sem ég kann að hafa sært afsökunar. Ég var bara krakki. Ku Klux Klan The Sun segir annað myndband vera til af söngvaranum þar sem hann gantast með Ku Klux Klan. L eikarinn Jonah Hill hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað ljósmyndara sem hafði elt hann heilan dag fagga eða „faggot“. Hill var gestur í útvarpsþætti Howard Stern þar sem hann ræddi um atvik­ ið en fyrir skemmstu náðist mynd­ band af því þegar Hill jós fúkyrðum yfir ljósmyndarann. Hill virtist pirr­ aður vegna atviksins er Stern spurði hann út í málið. „Ég er pirrað­ ur út af því að frá því að ég fæddist og alla tíð hef ég barist opinberlega fyrir réttindum samkynhneigðra. Þessi maður var búinn að elta mig heilan dag og segja við mig niðr­ andi hluti. Segja niðrandi hluti um fjölskyldu mína og einmitt til þess að vekja þessi viðbrögð hjá mér. Ég gerði á endanum nákvæmlega það sem hann vildi,“ sagði Hill sem sagði þetta þó ekki afsaka notkun á orðinu sem væri misnotað á sorglegan hátt daglega sama hvaða meiningu fólk setti í það. „Ég á samkynhneigða ætt­ ingja og eftir þetta viðtal er ég að fara eyða deginum með einum besta vini mínum sem er samkynhneigður. Ég tek það glaður á mig að vera andlitið fyrir herferðina „Hugsaðu áður en þú talar“. Jonah Hill skaust hratt upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum en honum líka fylgifiskar þess að vera frægur leikari illa. „Sko, mér finnst nokkuð gaman að leika í myndum en ég er ekki góður í því að vera frægur. Bara alls ekki.“ n Missti stjórn á skapinu Jonah Hill kallaði ljósmyndara „fagga“ og baðst afsökunar Jonah Hill Kallaði ljósmyndara „fagga“ og dauðsá eftir því. Ætlar aldrei að gifta sig aftur Fyrrverandi glamúrmódelið og frumkvöðullinn Katie Price hét því í viðtali á dögunum að gifta sig aldrei aftur. Price hefur gift sig þrisvar sinnum, en síðasta hjónaband hennar entist í fimmtán mánuði en þá var hún gift stripparanum Kieran Hayler. Price sótti um skilnað eftir að upp komst um framhjáhald eigin mannsins með einni bestu vinkonu Price. Hún er nú ólétt að sínu öðru barni með Hayler, en þau eignuðust soninn Jeff í fyrra. „Ég vildi óska að hjartað réði ekki hvernig mér líður, þá væri ég önnur manneskja. En það verða ekki fleiri giftingar hjá mér,“ sagði Price. Vildi ekki vera í þættinum Leonardo DiCaprio neitaði að vera myndaður fyrir raun­ veruleikaþáttinn Keeping up with the Kardashians samkvæmt vefsíðunni US Weekly. Bruce og Brody Jenner mættu í afmæli Frankies Delagado á sunnu­ daginn og með þeim fylgdi upp­ tökuvél. Leonardo neitaði að vera á upptöku sem kæmi fram í þættinum. „Hann vildi ekki láta mynda sig fyrir þáttinn, hann myndi reyndar ekki vilja láta mynda sig fyrir neitt svona, hann er ekki sérstaklega hrifinn af myndavélum en allra síst myndi hann vilja vera í þessum þætti,“ sagði ónafngreindur heimildar­ maður í samtali við vefsíðuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.