Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2014, Side 72
Helgarblað 6.–9. júní 201416 HM 2014 Hvað veistu um HM? 1. Mario Kempes 2. Roger Milla, 42 ára og 39 daga 3. Lothar Matthaus 4. David Villa, Diego Forlan, Thomas Muller og Wesley Sneijder 5. Gabriel Omar Batistuta 6. Lukas Podolski 7. Jose Luis Chilavert 8. Ítalíu og Vestur-Þjóðverjar unnu Ítalíu 9. Egyptaland. 10. Portúgal og Holland. Portúgal vann. 11. Gestgjafar Brasilíu (héldu líka HM 1950) 12. Skoraði þrennu (á 69., 72. og 76. mínútu). Kiss er Ungverji. 13. Hlutkesti hefði ráðið því hver hefði orðið heimsmeistari. 14. Stuart Pearce, Chris Waddle, David Batty, Paul Ince, Frank Lampard, Steven Gerrard og Jamie Carragher.Svörin … 1–5 stig Þetta er nú ekkert sérstakur árangur. Eig- inlega vandræðalegt. Þú verður að kynna þér sögu HM aðeins betur. 6–10 stig Jújú, þú veist eitt og annað, sérstaklega ef þú nærð níu eða tíu stigum. Þetta er nú frekar snúið próf. 11–15 stig Þú mátt eiga það að þú ert flestum fróðari HM. Þú hefur býsna yfirgripsmikla þekkingu á HM. 16–20 stig Það er eiginlega fáránlegt að vita svona mikið. Þú ert gangandi alfræðirit um HM! 21–25 stig Þér er ekki viðbjarg- andi. Leitaðu þér hjálpar. Eignastu líf. 1 Hvaða Argentínumaður var kjörinn besti leikmaður HM 1978? 2 Hver er elsti leikmaðurinn sem spilað hefur á HM? 4 Fjórir leikmenn deildu með sér gullskónum á HM í Suður- Afríku 2010. Allir skoruðu þeir fimm mörk í keppn- inni. Hvaða leikmenn voru þetta? (1 stig fyrir hvern) 10 Rússneski dómarinn Valentin Ivanov reif sextán sinnum upp gula spjaldið og rak fjóra leikmenn af velli í 16-liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2006. Viður- eignin hefur verið kölluð „The Battle of Nuremberg“ síðan, eða „Baráttan um Nürnberg“. Tvær stórþjóðir í evrópskri knattspyrnu áttust við? Hverjar eru þær og hver vann leikinn? Eitt stig fyrir hvort rétt svar. 12 Hvað tók Laszlo Kiss sjö mínútur að gera á HM 1982, sem enginn hefur afrekað á skemmri tíma á HM? Og hverrar þjóðar er hann? 13 Hvað hefði getað gerst hefði úr- slitaleiknum á HM árið 1966, á milli Englands og Vestur- Þýskalands, lyktað með 2–2 jafntefli eftir framlengingu? 14 Sjö enskir leikmenn hafa klúðrað víti í vítaspyrnukeppnum á HM. Tveir þeirra eru í leikmanna- hópi Englendinga enn í dag. Þú færð eitt stig fyrir hvert rétt nafn. Þessi er erfið. 11 Aðeins ein þjóð hefur tekið þátt í öllum lokakeppnum HM í knattspyrnu, öllum 19 mót- unum. Hvaða þjóð? Vís- bending: Þeir hafa haldið HM. Önnur vísbending: Þeir hafa orðið heimsmeistarar. 8 Hvar var HM 1990 haldið og hvaða lið sigruðu Vestur-Þjóðverjar í úrslitum? (1 stig fyrir hvort) 9 Árið 1934 tók Afríku-þjóð fyrst þátt í loka- keppni HM. Hvaða þjóð? 5 Spurt er um leikmann. Hann er einn þriggja leikmanna sem afrekað hefur að skora þrjú mörk tvisvar í lokakeppni HM. Hinir eru Sandor Koscis og Just Fontaine. Þessi magnaði leik- maður spilaði lengst af á Ítalíu þar sem hann afrekaði að verða markahæsti leik- maður A-deildarinnar árið 1995. Þá fékk hann bronsskóinn á HM 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2005 eftir að hafa leikið með liði í Katar. Hann varð meist- ari á Ítalíu með liði sínu árið 2001. Hver er maðurinn? (ath. Koscis er á myndinni) 7 Spurt er um leikmann. Hann var gríðarlega litríkur karakter og var fyrirliði þjóðar sinn í tvígang á HM, annars vegar árið 1998 og hins vegar 2002. Hann var valinn í úrvalslið HM 1998, þegar Frakk- ar unnu. Lengst af lék hann með liðum í Suður-Ameríku, þar á meðal Velez Sarsfield í Argentínu þar sem hann spilaði frá 1991 til 2001. Hann kom þó við á Spáni og í Frakk- landi þar sem hann lék með Zaragoza og Strasbourg. Í heildina lék hann 74 landsleiki og skoraði í þeim átta mörk sem verður að teljast magnaður árangur – sérstaklega í ljósi þess að hann var langt því frá að vera fremsti maður í liðinu. Hver er maðurinn? 3 Spurt er um leikmann. Þetta er leikjahæsti leikmaðurinn í sögu HM en hann var af mörgum talinn einn besti leikmaður heims þegar hann var upp á sitt besta á seinni hluta liðinnar aldar. Það fékkst staðfest árið 1990 þegar hann var valinn sá besti í heimi. Hann tók þátt á fimm heimsmeistaramótum með þjóð sinni. Hver er maðurinn? 6 Hver var valinn besti ungi leikmaðurinn á HM 2006?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.