Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Síða 42
Helgarblað 5.–8. september 201442 Skrýtið Sakamál Legokubbar leystu gátuna Lögreglan í Utah í Bandaríkjunum notaði legokubba til að ráða fram úr 23 ára morðgátu. Það var árið 1991 að Lucille Johnson var myrt á heimili hennar. Á meðal þeirra sönnunargagna sem lögregla lagði hald á voru legokubbar. Á þeim tíma tókst lögreglu ekki að ráða fram úr því hvort og þá hvernig legokubbarnir kæmu við sögu í glæpnum. Nú hafa þess- ir sömu kubbar orðið til þess að ákæra hefur verið gefin út á hend- ur John Sansing, manninum sem grunaður er um að hafa myrt Johnson. „Það liggur fyrir að Sansing notaði barefli til að ráða Lucille bana,“ segir Jim Winder, fulltrúi lögreglunnar í Salt Lake-sýslu. Svo virðist vera sem fimm ára sonur hans hafi verið viðstaddur glæp- inn og leikið sér með umrædda legokubba á stofugólfinu á heimili Johnson því fingraför hans fund- ust á þeim. Að þetta breyti einhverju um framtíð Sansings þykir ólíklegt, enda bíður hann þess að verða tekinn af lífi vegna morðs sem hann var dæmdur fyrir í Arizona og þá er hann grunaður í öðrum óleystum morðmálum. Að sögn lögreglu þekkti John- son ekki Sansing en svo virðist sem hún hafi engu að síður hleypt honum inn á heimili hennar. Prestur drap 14 ára stúlku Jose Molina, 31 árs prestur í Mexíkó, hefur verið ákærður fyrir að hafa orðið fjórtán ára stúlku að bana. Að sögn breska blaðsins Mirror hafði presturinn átt í kyn- ferðislegu sambandi við stúlkuna í um tvö ár. Hann er sagður hafa misst stjórn á sér þegar stúlkan tjáði honum að hún ætlaði að enda sambandið eftir að hafa orðið ástfangin af unglingspilti. Að sögn lögreglu hefur Molina játað að hafa orðið stúlkunni að bana eftir að hafa neitað því í fyrstu. Auk þess að vera ákærður fyr- ir manndráp á Molina einnig yfir höfði sér dóm fyrir að hafa ítrekað haft mök við stúlkuna. Verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér fimmtíu ára fangelsi. Skaut risaeðlu Alex Stone, 16 ára nemanda í Summerville í Suður-Kar- ólínu, var falið það verkefni af kennara sínum að skrifa áhugaverða stöðuuppfærslu um líf sitt á Facebook. Ekki stóð á pilti: „Ég drap risaeðlu nágrannans. Ég notaði byssu til verksins,“ skrifaði hann. Uppfærslan var svo áhugaverð að hún vakti athygli skólayfir- valda og lögreglu, sem hand- tók piltinn og framkvæmdi árangurslausa og ítarlega leit að byssunni. Móður drengs- ins blöskraði sú niðurstaða að Alex var vísað frá skóla í viku. Risaeðlur væru löngu útdauð- ar og drengurinn hefði ekki aldur til að eiga byssu. Pyntingar og morð n Judith var 15 ára þegar hún kynntist Alvin n Saman fetuðu þau glæpastigu A lvin Howard Neelley yngri fæddist í Georg- íu í Bandaríkjunum 1953 og stundaði bílþjófnaði á sínum yngri árum. Hann skildi við fyrri eiginkonu sína eft- ir að hann hitti Judith Ann Adams í kringum 1980. Þá var Alvin 26 ára og Judith 15 ára. Judith þessi fæddist í Tennessee árið 1964. faðir hennar var áfeng- issjúklingur og safnaðist til feðra sinna þegar Judith var níu ára. Eftir að kynni tókust með Judith og Alvin fetaði hún ásamt honum stigu glæpa sem teygðu anga sína um nánast gervöll Bandaríkin. Glæp- ir skötuhjúanna voru að mestu í formi vopnaðra rána, en þau voru síðar dæmd fyrir tvö morð. Skotárás og mólotovkokkteill Hinn 11. september, 1982, varð Ken Dooley, starfsmaður æskulýðs- stöðvar, fyrir því að skotárás var gerð á heimili hans og daginn eftir lenti kollega hans, Linda Adair, í svipaðri uppákomu, en mólotovkokkteil var kastað að heimili hennar. Í kjölfar árásanna var hringt í Ken og Lindu og kona fullyrti að hún hefði verið misnotuð kynferðislega á æskulýðsmiðstöðinni. Hvork Ken né Linda gátu borið kennsl á rödd konunnar sem hringdi. Þrettán ára fórnarlamb Alvin og Judith rændu þrettán ára stúlku, Lisu Ann Millican, í Cedar- town í Georgíu hinn 25. september, 1982. Þau fóru með stúlkuna á mótel í Tennessee og héldu henni þar fanginni og meðan á prísundinni stóð misþyrmdu þau bæði stúlk- unni kynferðislega. Hinn 28. sama mánaðar skaut Judith Lisu Ann til bana og síðan fleygðu þau líki hennar í Little River-gil í Fort Payne í Alabama. Judith hringdi síðan sjálf í lögreglu og lét vita hvar lík Lisu Ann væri að finna. Lifði af Ekki leið á löngu þar til Alvin og Judith fundu ný fórnarlömb. Fyr- ir valinu varð ungt, trúlofað par frá Rome í Georgíu, John Hancock og Janice Chatman. Þeim var rænt 4. október og var John umsvifa- laust skotinn en farið með Janice á mótelherbergi Alvins og Judith. Þar sætti Janice hvort tveggja pyntingum og kynferðislegu of- beldi áður en hún var myrt. En John hafði fyrir slembilukku lifað af og var fær um að benda lögreglu á ódæðisfólkið. Alvin samdi Judith var handtekin 9. október, 1982, og Alvin var hnepptur í varð- hald nokkrum dögum síðar. Árás- irnar á Ken Dooley og Lindu Adair voru eignaðar Judith. Til að komast hjá dauðarefsingu játaði Alvin sig sekan um morð og alvarlega líkamsárás í Georgíu, en ekki var réttað yfir honum vegna morðsins á Lisu Ann Millican. Réttarhöldin yfir Judith hófust 7. mars, 1983, og sex vikum síðar var hún sakfelld fyrir morðið á Lisu Ann. Mælt með lífstíðardómi Kviðdómur mælti með lífstíðar- dómi yfir Judith, en dómari var annarrar skoðunar og dæmdi Judith, sem var þegar þarna var komið sögu þriggja barna móðir, til dauða. Eftir að hún fékk dauða- dóminn lýsti Judith sig seka um morðið á Janice Chatman. Alvin afplánaði sinn dóm í Bostick-fangelsinu frá 1983 þar til hann skildi við í nóvember 2005. Judith naut þess vafasama heiðurs að vera yngsta konan sem hlotið hafði dauðadóm í Bandaríkj- unum og beið örlaganna á dauða- deild Julia Tutwiler-kvennafangels- isins. Judith áfrýjar Í mars 1987 áfrýjaði Judith dómn- um en hafði ekki erindi sem erf- iði og 1989 staðfesti Hæstiréttur Bandaríkjanna dauðadóminn. Skapadægur Judith voru handan hornsins í janúar, 1999, þegar Fob James, ríkisstjóri Alabama, mildaði dóminn yfir henni og breytti í lífs- tíðarfangelsi. Ákvörðun hans var umdeild en hann réttlætti hana með því að vísa til þess vilja kviðdóms, árið 1983, að Judith hlyti lífstíðardóm. Judith afplánar dóm sinn í Julia Tutwiler- kvennafangelsinu. n Brosmild varmenni Alvin og Judith voru ekki öll þar sem þau voru séð. Á bak við lás og slá Dauða- dómur yfir Judith var mildaður og honum breytt í lífstíðarfangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.