Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2014, Blaðsíða 60
Helgarblað 5.–8. september 201460 Fólk  Áfall fyrir JoBro aðdáendur Söngvarinn Joe Jonas og súpermódelið Blanda Eggenschwiler eru hætt saman en þau höfðu verið að deita í um eitt ár. JoBro-aðdá- endur eru ekki enn búnir að jafna sig eftir að sveitin lagði niður laupana í fyrrahaust þegar þessar fréttir koma eins og þruma úr heiðskíru lofti. Skilin, búið, bless n Ástarsambönd sem enduðu í sumar Sumarið hefur verið áhugavert fyrir þá sem fylgjast með lífi stjarnanna. Sambönd nokkurra af ástsælustu stjörnupörum runnu út í sandinn þegar sólin fór að skína og hitinn að hækka í Hollywood.  Poppdívan Britney Spears er á lausu. Spears sparkaði David Lucado í sumar eftir að hafa komist að því að hann hafði verið að sænga með öðrum konum. Söngkonan, sem hafði deitað Lucado í 17 mánuði, var ekkert að fela ástæðu sambandsslitanna þegar hún ræddi við aðdáendur sína. „Það besta við framhjáhald hans er að núna get ég farið á fleiri fyrstu stefnumót.“  Kántrísöngkona á lausu Kántrísöngkonan Jewel skildi við Ty Murray eftir sex ára hjónaband. Jewel og Ty, sem er frægur nautaknapi, höfðu verið saman í heil sextán ár en tilkynntu að sambandinu væri lokið í byrjun júlí. Parið á saman þriggja ára soninn Kase.  Melanie Griffith og Antonio Banderas Fréttir af skilnaði Melanie Griffith og Antonios Banderas skóku heimsbyggðina í júní. „Við höfum hugsað okkur vel og vandlega um og höfum ákveðið að enda næstum 20 ára hjónaband á góðum vina- nótum með virðingu fyrir hvort öðru, fjölskyldum okkar, vinum og þessum yndislega tíma sem við höfum átt saman.“ Melanie og Antonio eiga eina 18 ára dóttur. Þau kynntust árið 1995 við tökur á myndinni Too Much.  Ólíklegasta parið Samband heitasta pars sumarsins rann út í sandinn með haustinu þegar Zac Efron og Michelle Rodriguez hættu saman eftir tvo mánuði. Parið þótti ólíklegt til stórræða frá upphafi og því komu fréttir um sambands- slit fáum á óvart. Zac og Michelle sáust fyrst saman knúsast á ítalskri strönd í júlí og voru síðar mynduð saman á Ibíza.  Skilin Samband leikarans Davids Duchovny og Téu Leoni hefur verið stormasamt frá upphafi. Þau skildu árið 2008 en tóku saman aftur en skildu aftur 2011. David og Téa fóru fyrst að vera saman fyrir 17 árum en samkvæmt heimildum The People ákváðu þau endanlega að slíta sambandinu núna í sumar. Þau deila forsjá yfir börnum sínum Kyd, 12 ára, og Madelaine, 15 ára.  J. Lo og dansarinn J. Lo sleit tveggja og hálfs árs ástarsambandi sínu við dansarann Casper Smart á dögunum. Samkvæmt heimildum The People hafði parið glímt við erfiðleika í sambandinu um nokkurra vikna skeið en endanlega hætt saman í júní. Þó gæti verið að dansaranum hafi tekist að tala stórstjörnuna til – allavega sáust þau eiga innilega stund á MTV-verð- launahátíðinni í lok ágúst.  Sundur saman sundur Stórstjarnan Jennifer Lawrence og kærasti hennar til þriggja ára, Nick Hoult, eru hætt saman. þau kynntust við tökur á X-Men: First Class árið 2011 og fóru strax að rugla saman reytum. Þau tóku stutta pásu árið 2013 en tóku upp samband á ný þrátt fyrir að búa hvort í sínu landinu en Nick býr á Bretlandi. Óskarsverð- launahafinn Jennifer þykir ein sú heitasta á í dag og hefur þegar verið bendluð við söngvar- ann Chris Martin.  Disneypar Leikkonan Sarah Hyland úr Modern Family er hætt með kærastanum sínum til fimm ára, Matt Prokop. Þau kynntust þegar þau reyndu fyrir sér fyrir Disney- myndina High School Musical árið 2005. Nektarmyndirnar munu birtast á listasýningu Listamaðurinn Cory Allen hefur sent frá sér tilkynningu þess efn- is að nektarmyndirnar af Jenni- fer Lawrence og Kate Upton verði bætt við svokallaða „Fear Google“, eða „Hræðist Google“- herferð hans og verði til sýn- is á næstu sýningu safnsins í Los Angeles. Myndirnar verða óbreyttar og prentaðar í raun- stærð á striga. „Fear Google“- herferðin er innlegg Allen í umræðuna um einkalíf fólks á tækniöldinni og sýna myndir af berskjölduðum frægum einstak- lingum. Auk fyrrgreindra mynda verða á sýningunni myndir af Britney Spears eftir að hún rak- aði af sér hárið og nektarmyndir af Scarlett Johansson sem lekið var á netið. Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is mánudaginn 8. september, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Karólína Lárusdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Haustuppboð í Gallerí Fold Gera kvikmynd í brúðkaups- ferðinni Nýgiftu hjónin Prad Pitt og Ang- elina Jolie munu verja brúð- kaupsferðinni sinni í vinnunni en þau eru nú við tökur á kvik- myndinni By the Sea í Frakk- landi. „Við erum að taka upp dramatíska kvikmynd um sorg og leiðir í gegnum erfitt hjónaband,“ sagði Jolie í samtali við tímaritið People en hún bæði skrifar og leikstýrir myndinni. „Okkur þykir fyndið að þetta skuli vera brúð- kaupsferðin okkar.“ Pitt og Jolie leika hjón sem verða kynferð- islega gagntekin af nágrönnum sínum. By the Sea er jafnframt fyrsta myndin sem hjónin leika í saman frá því þau gerðu Mr. & Mrs. Smith. Frumsýnir bumbuna M ánuði eftir að leikkonan Milla Jovovich tilkynnti að hún ætti von á sínu öðru barni stillti hún sér upp fyrir framan ljósmyndara á rauða dreglinum á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum á fimmtudag. Hún var klædd þröngum hvítum kjól og tyllti annarri hönd á magann til þess að undirstrika sístækkandi bumbuna. Jovovich var við frum- sýningu kvikmyndarinnar Cym- beline en hún leikur aðalhlutverk í myndinni ásamt Dakotu Johnson og Ethan Hawke. Fyrir á leikkon- an dótturina Ever Gabo Anderson ásamt eiginmanni sínum Paul W. S. Anderson. n Krúttleg kúla Mánuður er síðan leikkonan tilkynnti að hún væri barnshafandi. Mynd ReuteRs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.