Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 4
4 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 frÁ AfMælisnefnd frá afmælisNefNd LögmannabLaðið er að þessu sinni tileinkað 100 ára afmæli Lögmannafélags Íslands þann 11. desember 2011. markar útgáfa blaðsins starfslok sérstakrar afmælisnefndar sem hefur verið að störfum allt árið í tilefni af þessum merku tímamótum félagsins. afmælisnefndin skipulagði sérstakt málþing sem haldið var þann 7. október 2011 undir yfirskriftinni ,,réttarríkið á viðsjárverðum tímum“, en það efni þótti viðeigandi nú um stundir. Frummælendur á málþinginu, sem stjórnað var af gunnari Jónssyni hrl., voru þau Skúli magnússon ritari við eFTa dómstólinn, Carolyn b. Lamm, fyrrverandi forseti american bar association og evangelos Tsouroulis annar varaforseti CCbe, auk þess sem formenn allra norrænu lögmannafélaganna þau brynjar níelsson, berit reiss-andersen, mika ilveskero, Sören Jenstrup og Tomas nilson, sátu í pallborði. Þótti málþingið takast sérstaklega vel, en um efni þess er fjallað hér í blaðinu. að málþinginu loknu var efnt til veglegrar móttöku á vegum Lögmannafélagsins í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. móttakan var vel sótt, en hátt í 600 manns lögðu þá leið sína í Hörpu og fögnuðu afmæli félagsins. afmælisnefndin stendur einnig að útgáfu þessa Lögmannablaðs. Útgáfan er afar vegleg, en í henni birtist fjöldi ljósmynda og sagna úr starfi bæði Lögmannafélagsins og félagsmanna þess. Hefur víða verið leitað fanga og lögmenn góðfúslega orðið við beiðni afmælisnefndar um birtingu mynda úr einkasöfnum þeirra. auk þess var leitað í smiðju nokkurra lögmanna og dómara til þess að fá sögur úr störfum lögmanna í áranna rás. er blaðið því vonandi góð heimild um mikilvæga atburði í sögu félagsins auk þess sem smærri atburðir, sem kryddað hafa tilveru lögmanna í gegnum tíðina, fá að fljóta með. Óhjákvæmilegt er að þakka eyrúnu ingadóttur og ingimar ingasyni sérstak- lega fyrir mikið og óeigingjarnt starf þeirra í tengslum við allt framangreint. Án þeirra hefði vinna afmælisnefndarinnar verið eins og málflutningur án dómara. Þá er öllum þeim þakkað sem hönd hafa lagt á plóg við skipulagningu ofangreindra viðburða. afmælisnefndin þakkar fyrir sig, árnar félagi sínu heilla og óskar félagsmönnum gleðilegra jóla. LÖGMANNSÞJÓNUSTA SÍÐAN 1907 logos@logos. is www.logos. is 42 New Broad Street London EC2M 1 JD England +44 (0) 207 920 3020 +44 (0) 207 920 3099 Efstaleiti 5 103 Reykjavík Iceland 5 400 300 5 400 301 Lautrupsgade 7, 4th floor 2100 Copenhagen Denmark + 45 70 229 224 + 45 70 274 279 afmælisnefnd lmfí ásamt starfsmönnum félagsins. f.v. ingimar ingason, viðar lúðvíksson, guðrún Björg Birgisdóttir, Helgi jóhannesson, ása Ólafsdóttir, árni vilhjálmsson, eyrún ingadóttir og gunnar jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.