Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 9
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 9 UMfJöllUn Carolyn sagði að hjálpa yrði þeim löndum sem eru í breytingaferli. Lögfræðingar, sem arkitektar samfél- agsins, gætu mótað réttarríkið til þess að koma í veg spillingu og kúgun í framtíðinni. Hlutverk lögfræðinga væri að vernda réttarríkið og stuðla að réttlæti um allan heim. Lögmannafélög hafi mikilvægu hlutverki að gegna í að fara fyrir breyt- ingum og efla réttarríkið. Tryggja þurfi aðgang að réttlæti, jafnt á krepputímum eða þegar þjóðaröryggi er ógnað sem endranær. Carolyn sagði það markmið aba að efla og vernda réttarríki um allan heim. Þótt lög séu mismunandi verði réttarríkið að vera hafið yfir landamæri. Á krefjandi tímum sem þeim sem við lifum verði lögfræðingar að vinna sameiginlega að því að standa vörð um réttarríkið. Þeir hafa þekkinguna og geti staðið vörð um réttlætið, heima sem að heiman. að viðhalda meginreglum lýðræðis evangelos tsouroulis, 2. varaforseti CCBe ­ samtaka evrópskra lögmanna­ félaga, gerði skyldur lögmanna og lögmannafélaga til þess að viðhalda grunnreglum lýðræðis, standa vörð um réttindi borgaranna, stuðning við réttarríkið og réttarframkvæmdina sem slíka að umtalsefni í sínu framsögu­ erindi. evangelos benti á að þetta hlutverk lögmanna og lögmannafélaga, sem viðurkennt væri af fjölda alþjóðlegra stofnana, byggðist m.a. á sjálfstæði lögmanna, tryggð og trúnaðarskyldu þeirra við skjólstæðinga sína. Þetta hlutverk hefði aukið vægi á erfiðum tímum, hvort heldur sem þeir stöfuðu af efnahagshruni eða upplausn stofnana samfélagsins. réttindi borgaranna að mati evangelos þyrftu lögmannafélög sífellt að minna stjórnvöld á hvert væri hlutverk lögmanna. Á erfiðum tímum grípi stjórnvöld gjarnan til aðgerða sem bitna á frelsi einstaklingsins. Þá reynir á reglur réttarríkisins. aðgerðir stjórnvalda, sem fela í sér afnám trúnaðarskyldu lögmanna, t.d. í nafni varna gegn hryðjuverkum eða peninga- þvætti, svipti borgara í raun réttinum til að leita sér lögmannsaðstoðar. Sama gilti um viðleitni stjórnvalda til að eyða eða draga úr sjálfstæði lögmanna félaga með því að færa ákvörðunarvald þeirra og reglusetningu í eigin málefnum undir forsjá ríkisins. Pólitískir brott rekstrar dómara og saksóknara, sem og pólitískar skipanir í þessi embætti, fælu einnig í sér ógnun við réttarkerfið. Slíkri þróun bæri að verjast af öllum mætti og hlutverk lög mannafélaga væri m.a. í því fólgið að viðhalda samræðum við löggjafann og stjórnvöld til að tryggja að ríkið virði alltaf sjálfstæði réttar- kerfisins og lögmanna þar með. Slíkt sjálfstæði réttarkerfisins væri grundvöllur lýðræðissamfélaga, enda takmarkaði það pólitísk afskipti eða stýringu og tryggði þannig frelsi einstaklinganna. evangelos sagði að lögmannafélög hefðu það samfélagslega hlutverk að fylgjast með og yfirfara laga- og reglu- setningu stjórnvaldameð gagn rýnum hætti. Hafa frumkvæði að gerð athuga- semda og tillagna til hlutað eigandi aðila, hvort heldur er löggjafans, ráðuneyta eða dómstóla, varðandi úrbætur á lögum og reglum, sem og túlkun þeirra. einnig væri það hlutverk lögmanna og lög- mannafélaga að tryggja að lögum og reglum sé beitt af réttlæti og ekki sé gengið of nærri réttindum einstaklinga í réttarríkinu. Hornsteinn lýðræðis evangelos benti á að sjálfstæði réttar- kerfisins væri í raun hornsteinn lýðræðis og evrópskrar siðmenningar, sem legði grunn að rétti þegnanna til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómstólum. Tilraunir stjórnvalda til þess að gera réttarkerfið háð duttlungum stjórn málamanna, óskum þeirra og þörfum, væru því í raun árás á réttarríkið og lýðræðið sjálft, auk þess að vera alvarlegt inngrip inn í rétt þegnanna til réttlátrar málsmeð- ferðar. Lögmannafélögin þyrftu jafnframt að berjast fyrir því að þeir sem standa höllum færi fjárhagslega séu ekki sviptir rétti til að sækja mál sín fyrir dómstólum eða taka til varna í slíkum málum. Slíkt mætti gera með opinberri réttaraðstoð eða pro-bono vinnu sem skipulögð væri af lögmönnum eða lögmannafélögum. Þá benti evanglos á að lögmanna- félögum bæri að framfylgja agavaldi sínu gagnvart félagsmönnum á sann- gjarnan og hlutlausan hátt til að tryggja að lögmenn ræki hlutverk sitt á full- nægjandi og sæmandi hátt, þ.e.a.s. í samræmi við lög, siðareglur og venjur lögmannastéttarinnar. að lokum tók evangelos fram að lögmannafélögum beri að undirbúa Berit reiss ­ andersen tók dæmi af hryðjuverkum í Noregi í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.