Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 21

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 21
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 21 lMfÍ 100 ÁrA stjórn lmfí 1971­1972 önnum kafin við undirskrift fundargerða. f.v.: Hrafnkell ásgeirsson meðstjórnandi, Björn svein björnsson ritari, Benedikt Blöndal formaður, jón Ólafsson varaformaður og Þorsteinn geirsson gjaldkeri. ábyrgðarsjóður lögmanna Árið 1969 var byrjað að undirbúa stofnun ábyrgðarsjóðs sem átti að gera félaginu kleift að bæta að hluta eða öllu leyti tjón sem skjólstæðingur lögmanns yrði fyrir vegna fjárþrots lögmanns. Fyrirmynd að sjóðnum voru ábyrgðar sjóðir sem störfuðu í noregi, Svíþjóð og Danmörku. Árið 1970 var farið að leggja til hliðar í ábyrgðarsjóð helming málagjalda sem runnu til LmFÍ en frá árinu 1932 hafði félagið fengið málagjöld af hverju einkamáli er lögmenn lögðu sem sækjendur í dóm eða gerðu sátt um og fyrir hverju máli sem var áfrýjað til Hæstaréttar. Haustið 1976 var ábyrgðar sjóðurinn formlega stofnaður. bætur var heimilt að greiða úr sjóðnum þegar lögmaður varð gjaldþrota en þær voru þó einungis Brot úr sögu félags greiddar ef féð hafði komist í hendur lögmannsins vegna stöðu hans og að honum hafi borið skylda til að varðveita það vegna trúnaðarskyldu sinnar sem lögmaður. Sjóðurinn eignaðist síðan endurkröfurétt á hendur lögmanni eða búi hans. Árið 1987 voru bætur greiddar úr sjóðnum í fyrsta sinn, rúmlegar fjórar milljónir króna, og árið 1992 féllu ábyrgðir á sjóðinn vegna gjaldþrots tveggja lögmanna. Í kjölfarið urðu miklar umræður um sjóðinn á aðalfundi þar sem félagsmenn lýstu sig andvíga því að þeir yrðu gerðir ábyrgir fyrir afbrotum annarra félagsmanna. Í kjölfarið hafði LmFÍ frumkvæði að lagabreytingu, nr. 27/1995, um að skylda lögmenn til að kaupa starfsábyrgðartryggingu og halda fjárvörslureikninga. Ábyrgðarsjóðnum var slitið árið 1999.78 LMFÍ 80 ára Bókasafn lmfí var opnað á 80 ára afmæli lmfí árið 1991 og í tilefni þess var lögmönnum og dómurum boðið í hóf. f.v. garðar gíslason hæstaréttardómari og jóhann Pétur sveinsson lögmaður lyfta glösum. Vígsla Hæstaréttar 1996 Nýtt hús Hæstaréttar var vígt haustið 1996 og við það tilefni var hæstaréttarlögmönnum boðið til móttöku. f.v. sveinn snorrason, jónas a. aðalsteinsson og guðmundur ingvi sigurðsson.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.