Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 35

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 35
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 35 ViðtAl Hákon árnason. lögmenn í reykjavík í síma nema einn og ég man að við slepptum einu sinni þremur togurum út af símtali frá lögmanni. Þá fékk ég reyndar bakþanka en það stóð allt sem samið var um. Þetta mundi ekki hvarfla að mér í dag. allt skjalfest og það er kannski hluti af þessari samkeppni. í tjaldi í rjóðri Er meira álag á lögmönnum í dag en áður? Er vinnutíminn lengri? Ragnar: Já, þetta er álag sem fylgir tækninni. Ég fór venjulega í tveggja vikna tjaldtúr með allt mitt hafurtask á sumrin og einu sinni var starfsfólk á símstöð úti á landi látið leita að mér. Það fann mig í tjaldi í rjóðri. Álagið hefur aukist við tölvupóst og farsíma en viðskiptavinir ætlast til að hægt sé að ná í mann hvenær sem er. Þórunn: Ég er á stórri lögmannsstofu og það er alltaf hægt að ná í mig, sama hvar í veröldinni ég er stödd. Þannig að ef svo stendur á að ég geti ekki sinnt verkefninu þá eru aðrir til staðar á staðnum sem geta tekið við. Hraðinn er meiri en ekki meira álag. Gestur: Ætli þetta sé ekki einstak- lingsbundið. Sumir hafa meira að gera en aðrir og svo er eðli verkefnanna þannig að sumt getur beðið en annað ekki. Því meira sem áreitið er þeim mun mikilvægara er að skipuleggja vinnu- tímann vel. mér finnst mér ganga betur að skipuleggja vinnutímann nú heldur en áður var. Kannski lærist eitthvað. sérhæfing lögmanna Löggjöfin hefur breyst mikið og nú er orðið miklu meira um tæknilegri útfærslur í lögum. Gerir það kröfu um meiri sérhæfingu meðal lögmanna? Jón Steinar: Ég hef alltaf litið svo á að lögmenn sem eru í flutningi dómsmála eigi að vera svokallaðar alætur. málflytjendur eigi ekki að sérhæfa sig í ákveðnum tegundum mála frekar en ég væri hlynntur því að dómarar gerðu það. Hákon: Þú verður þá að hafa sérfræðing við hlið þér sem undirbýr málið. ef ég færi að flytja mál í höfundarétti, sem ég hef lítið sinnt, þá þyrfti ég að hafa sérfræðing í þeim málaflokki mér við hlið. Jón Steinar: Lögfærðin er þannig að almennar reglur, réttarheimildir og beiting þeirra ræður úrslitum mála. aðferðirnar eru i meginatriðum þær sömu í öllum efnisflokkum mála. Gestur: Þessi sjónarmið eiga örugglega við um dómara en ég er ekki viss um að þau eigi jafnt við um lögmenn. mér líður mjög misjafnlega vel þegar ég er að flytja mál eftir því hvort mér finnst ég hafa fræðin á viðkomandi réttarsviði á valdi mínu. ekki vegna þess að það breyti miklu um hvernig ég flyt málið heldur vegna þess að í góðum málflutningi þá koma gjarnan spurningar frá dómnum og þær spurningar lúta ekki bara að réttar- farsatriðum heldur líka efnisatriðum. Jón Steinar: Þú ert samt að tala við dómarann sem er af sömu gerð og þú sjálfur. Dómari sem hlustar á mikinn sérfræðing í máli er kannski ekkert nær um niðurstöðuna. Sérfræði getur stundum orðið of mikil og menn missa sjónar á meginatriðum vegna hennar. Lögmenn og dómarar eiga í grunninn að vera „generalistar“, þ.e. sérfræðingar í málflutningi fyrir dómstólum. Ragnar: Þetta snýst um sönnun og sönnunarmat ekki um sérþekkingu á ákveðnu máli. maður getur lært heilmikið um þyrlur vegna þyrluslyss sem maður flytur mál um fyrir dómi en það er bara skaðabótaréttur í grunninn. ný lög koma og til dæmis má nefna málaflokka eins og fjarskiptarétt og samkeppnisrétt. Það er erfitt að fylgjast með öllum breytingum og ég held að það sé útilokað að ráðleggja skjól- stæðingum á öllum sviðum. Gestur: mér hefur alveg mistekist f.v. jón steinar gunnlaugsson og ragnar aðalsteinsson.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.