Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 38

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 38
38 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA útgáfumál: að eiga vekjara í sem flestum greinum Útgáfa tímarits um lögfræði hófst 14 árum áður en málflutningsmannafélag Íslands var stofnað, árið 1897, er tímarit sem bar nafnið Lögfræðingur hóf göngu sína. að útgáfunni stóð Páll briem en ritið bar undirtitilinn Tímarit um lögfræði, löggjafarmál og þjóðhagsfræði. Tímarit Páls kom út í alls fimm ár, til ársins 1901. málflutningsmannafélag Íslands var ungt að árum þegar byrjað var að ræða útgáfu sérstaks lögfræðirits. Á fundi árið 1918 ræddi Ólafur Lárusson, síðar prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, um að félagið stofnaði eða styddi við útgáfu lögfræðirits en ekkert varð að því að sinni. ekki er að sjá að málflutningsmanna- félag Íslands hafi átt þátt í útgáfu Tímarits lögfræðinga og hagfræðinga sem kom fyrst út árið 1922. Félag hafði verið stofnað um útgáfuna en í stjórn þess voru lögfræðingarnir Lárus H. bjarnason og Ólafur Lárusson. Í formála Brot úr sögu félags ritsins segir að engri þjóð væri jafn áríðandi og Íslendingum að eiga vekjara í sem flestum greinum vegna fjarlægðar landsins frá menningarlöndum, fámennis og frumbýlingsháttar. ritið kom út ársfjórðungslega og átti að flytja frumsamdar fræðigreinar, ritdóma og fagnýjungar frá útlöndum, taka þátt í umræðum um löggjöf og lagafram- kvæmdir. Tímaritið varð ekki langlíft en einungis tveir árgangar voru gefnir út af því, sjö hefti alls. ekki vansalaust af íslenskum lögfræðingum Þótt minnst væri á útgáfumál á fundum félagsins a.m.k. tvisvar á fjórða ára- tugnum og stofnuð nefnd til að kanna grundvöll að útgáfu blaðs varð það ekki fyrr en árið 1950 sem aðalfundur LmFÍ fól stjórn að hefja útgáfu lögfræðitímarits svo fljótt sem verða mætti. einar arnórsson varð ritstjóri og í ritnefnd voru dr. Ólafur Lárusson prófessor, Árni Tryggvason hæstaréttardómari og Theodór b. Líndal hrl. Þann 1. apríl 1951 kom Tímarit lögfræðinga út í fyrsta skipti og í formála sem stjórnarmenn LmFÍ skrifuðu segir það varla geta talist vansalaust af íslenskum lögfræðingum að hafa ekki fyrir löngu stofnað tímarit um lögfræðileg efni. Hét stjórnin á alla lögfræðinga að slá skjaldborg um ritið. LmFÍ stóð að útgáfu Tímarits lögfræðinga þangað til 1960 en þar sem Lög fræð- ingafélag Íslands hafði verið stofnað árið 1958 þótti eðlilegt að allsherjarfélag lögfræðinga tæki við útgáfunni. með eiNu m einu sinni var Kristján Stefánsson að verja mann sem ákærður var fyrir að hafa falsað ógrynni af ávísunum. Þar sem ávísanirnar voru flestar upp á fimm og fimmtán þúsund krónur en upphæðirnar aðeins skrifaðar með einu m-i þá var vörn Kristjáns sú að skjólstæðingur hans væri miklu betri í stafsetningu en þetta.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.