Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 55

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 55
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 55 UMfJöllUn Haustið 1946 hóf rannveig nám við lagadeild Háskóla Íslands, 42 ára gömul. Þrátt fyrir að vera á aldur við mæður samnemenda sinna small hún í hópinn og myndaði vináttubönd sem héldust ævilangt. einn samnemenda rannveigar sagði síðar að piltarnir hefðu verið feimnir við hana í upphafi en hún hafi verið fljót að hrista hæverskuna úr þeim og gert „... kröfu til þess að vera tekin sem jafningi okkar í námi og á gleðifundum.“ Hún skaut þeim líka ref fyrir rass, lauk fyrri hluta prófi á einu ári og kandídatsprófi tveimur árum síðar, vorið 1949 en frá 1942-1948 vann hún fyrir sér sem þingskrifari. rannveig er fyrsta konan sem sat í stjórn Orators en það var veturinn 1947-1948 en hún var önnur til að ljúka embættisprófi í lögfræði, á eftir auði auðuns sem hafði tekið lagapróf árið 1935.6 á alþingi rannveig hafði ekki fyrr lokið embættis- prófi í lögfræði er hún hóf pólitískan feril. Við alþingiskosningar árið 1949 var hún í fyrsta sæti hjá Framsóknarflokknum í reykjavík og þá rúmlega tvöfaldaðist fylgi flokksins í borginni.7 Í aðdraganda kosninganna sagði hún fjárplógsstarfsemi stríði á hendur. Í skjóli vöruþurrðar og ráðstafana stjórnvalda blómgaðist svartur markaður og okurstarfsemi sem gerði að verkum að milliliðakostnaður og margföld álagning væri á vörum.8 rannveig sat á alþingi fyrir Fram- sóknarflokkinn í eitt kjörtímabil en auk þess að vera fyrsta konan til að sitja á þingi fyrir flokkinn þá var hún fyrsti alþingismaður Framsóknarflokksins í reykjavík.9 Á sama tíma sat Kristín L. Sigurðardóttir sem landskjörinn þing- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn en næsta kjörtímabil á eftir, 1953-1956, sat engin kona á alþingi. rannveig lét sig miklu varða réttar- stöðu kvenna, skattamál og húsnæðismál á alþingi.10 eitt fyrsta málið sem hún beitti sér fyrir var þingsályktunartillaga um kjör þingskipaðrar nefndar til að gera ýtarlega athugun á réttarstöðu og atvinnuskilyrðum kvenna. að því loknu ætti nefndin að gera tillögur um breytingar á gildandi lögum sem tryggðu konum lagalegt jafnrétti á við karla sem og að setja ný lagaákvæði til að tryggja konum sömu aðstöðu og körlum til að sjá fyrir sér og sínum og njóta hæfileika sinna í starfi.11 rannveig sóttist eftir að sitja á alþingi í annað kjörtímabil og var aftur í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í reykjavík fyrir kosningar 1953. Hún var þá eina konan sem átti möguleika á að setjast á alþingi og framsóknarmenn reyndu mikið að fá konur til að kjósa þennan eina fulltrúa sinn.12 rannveig galt þess hins vegar að Framsóknarflokkurinn hafði ekki sama byr og í kosningunum 1949. Þá höfðu ýmsir utanflokksmenn stutt flokkinn en þeir flykktu sér nú um hinn nýstofnaða Þjóðvarnarflokk sem hafði það meginstefnumál að Ísland segði sig úr naTÓ. Framsóknarflokkurinn fékk 2624 atkvæði í kosningunum, réttum 100 færri en Þjóðvarnarflokkurinn og þar með var þingmannsferill rannveigar á enda.13 Hún var aftur í kjöri fyrir alþingiskosningar 1956 og þá í þriðja sæti á lista alþýðuflokksins í reykjavík en Framsóknarflokkurinn og alþýðu- flokkurinn höfðu myndað með sér kosningabandalag („Hræðslubandalagið“) þar sem Framsókn bauð fram í dreifbýli og alþýðuflokkur í þéttbýli að Seyðisfirði undanskildum.14 rannveig náði ekki kjöri og hætti afskiptum af stjórnmálum í kjölfarið. Þess má geta að þegar rannveig lést árið 1987 var hún eina konan sem setið hafði á alþingi fyrir Fram- sóknarflokkinn - heilum 34 árum eftir að hún sat á þingi.15 félagsmálaþátttaka rannveigar rannveig vann mikið að félagsmálum og valdist til fjölmargra trúnaðarstarfa. Hún var dómari í Verðlagsdómi reykjavíkur 1950-1974 og í Yfirskatta- nefnd reykjavíkur 1957-1963. Hún var mjög virk í ungmennafélagshreyfingunni og sat í stjórn Ungmennafélags Íslands um árabil. einnig var hún í stjórn Kvenfélagasambands Íslands 1947-1963, þar af formaður 1959-1963, formaður Kvenstúdentafélags Íslands og Félags háskólakvenna 1949-1957. Hún var formaður Félags framsóknarkvenna 1953- 1966 en félagið var stofnað árið 1945 til að efla samvinnu og kynni meðal kvenna í Framsóknarflokknum, vinna að þeim rannveig tók þátt í málflutningsæfingum á vegum orators þegar hún stundaði laganám.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.