Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 58

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 58
58 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA lögmenn fylgjandi eftirlits­ og agavaldi hjá félaginu Veturinn 1997 var í fyrsta skipti gerð viðhorfskönnun meðal lögmanna. Tilefni hennar var að gefa lögmönnum kost á því að tjá sig um nokkru álitaefni sem fólust í tillögum um breytingar á löggjöf um lögmenn sem og að fá skoðanir félagsmanna á einstökum þáttum starfseminnar. Spurningalisti var sendur til 465 félagsmanna og bárust svör frá 48,5%. Yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi því að eftirlits- og agavald væri innan LmFÍ, hjá stjórn eða sérstakri nefnd. 64% svarenda fylgjandi skyldu- aðild að LmFÍ og 72% fylgjandi því að einungis lögmenn ættu og rækju lögmannsstofur. Þá voru flest allir þeirrar skoðunar að fræðslustarf yrði meira eða álíka mikið og verið hafði og að bókasafnið yrði rekið með sama sniði.56 stjórn lmfí 1997­1998 ásamt framkvæmdastjóra. f.v. sigurbjörn magnússon meðstjórnandi, kristín Briem gjaldkeri, sigurmar k. albertsson formaður, marteinn másson framkvæmdastjóri, jakob r. möller varaformaður og kristinn Bjarnason ritari, játNiNg einu sinni var piltur fyrir dómi sem var ákærður fyrir ýmis brot. Svo spurði dómari hver væri afstaða hans til ákærunnar og hann sagði: - Ég játa. -Nú, sagði dómarinn Ólöf Pétursdóttir sem taldi þar með málið auðdæmt. -Ég játa mig saklausan, bætti þá pilturinn við. Að sögn vitna átti piltur að hafa tekið þátt í að stela pressu en hann neitaði því afdráttarlaust: -Í fyrsta lagi þá vinn ég alltaf einn. Þá var honum bent á að það hefðu verið vitni af þessu og fingraför hans hefðu fundist. -Það getur ekki verið, ég var ekki einu sinni þarna á staðnum og svo var ég með hanska! minnisvarði um Hafliða másson Á félagsfundi LmFÍ hinn 23. nóvember 1973 kom Sigurður Ólason með þá tillögu að félagið minntist 1100 ára afmælis Íslandsbyggðar með því að setja upp skjöld á breiðabólstað í Vesturhópi þar sem fyrstu lög voru skráð á Íslandi. Tillagan fékk afar góðar undirtektir og fóru forsvarsmenn félagsins norður í land til að velja stað fyrir minnisvarðann sem var svo reistur með viðhöfn.61 forystumenn lögmannafélags íslands fóru norður í Húnaþing ásamt fríðu föruneyti og afhjúpuðu minnisvarðann. f.v.: skúli Pálsson hrl. egill sigurgeirsson hrl., Páll s. Pálsson hrl., Benedikt sigurjónsson forseti Hæstaréttar., Baldur möller ráðuneytisstjóri og guðjón steingrímsson hrl. Brot úr sögu félags

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.