Gerðir kirkjuþings - 1992, Blaðsíða 20
1992
23. Kirkuþing
1. mál
SKÝRSLA BISKUPS OG KIRKJURÁÐS
Flutt af kirkjuráði
Frsm. herra Ólafur Skúlason, biskup
Frá síðasta kirkjuþingi hefur kirkjuráð komið saman 9 sinnum.
Fundir eru yfirleitt haldnir á biskupsstofu, en að auki hefur kirkjuráð svo til árlega
komið saman til fundar í Skálholti. Á síðasta ári var í fyrsta skiptið fundað á
Austurlandi, í Kirkjumiðstöðinni að Eiðum, og í ár þáði kirkjuráð boð forsvarsmanna
Sólheima í Grímsnesi um að halda einn fund þar. Var það einstaklega ánægjuleg
heimsókn, þar sem staðurinn var kynntur og starfið þar, auk þess sem fundað var um
hefðbundin málefni.
Er áformað að hefja auknar framkvæmdir að Sólheimum og ryðja að nokkru
nýjar brautir með íbúðabyggingum í tveimur húsum, þar sem þeir vistmenn búa, sem að
nokkru hafa útskrifast úr hinu hefðbunda hæli fyrir þroskahefta á staðnum. Starfið er
sérstaklega áhugavert og hinn góði andi, sem þar ríkir, leynir sér ekki. Þessi
sjálfseignarstofnun kirkjunnar nýtur líka stöðugt meiri athygli og þar með stuðnings
safnaða sem einstaklinga, og einstaklega ánæjgulegt var, að kvenfélög og safnaðarfélög
í Reykjavíkuiprófastsdæmum söfnuðu fyrir gjöf til heimilisins og heimsóttu það.
Afhenti Ebba Sigurðardóttir, biskupsfrú styttu í listigarð heimilisins í heimsókn
kvennanna af þessu tilefni, en þær fjölmenntu austur. Er það mjög jákvætt og gott, ef
slíkar heimsóknir verða tíðar og fleiri láta sig þetta góða heimili nokkru skipta.
Annað nýmæli í sögu kirkjuráðs var það, að nú sat kona í fyrsta skipti fund þess
sem kirkjuráðsmaður. Var það fyrsti varamaður í kirkjuráði, Margrét K. Jónsdóttir, í
veikindaleyfi Guðmundar Magnússonar. Var gott að fagna Margréti og kominn tími til
að bijóta nokkurt skarð í karlvegg kirkjuráðs.
Störf kirkjuráðs hafa verið margbreytileg, enda er hér um að ræða æðsta
framkvæmdaaðila kirkjunnar og tekur við erindum kirkjuþings og vinnur náið með
biskupi og starfsfólki biskupsstofu. Verður hlutur kirkjuráðs ennþá meiri og stærri, ef
til þess kemur, að kirkjan tekur við fleiri málum, sem nú heyra eingöngu eða að hluta til
undir ráðuneytið. Hlyti slíkt að hafa í för með sér bæði skipulagsbreytingar og nokkra
uppstokkun verkefna. Má þar nefna, að úthlutun úr jöfnunarsjóði sókna krefst mikils
15