Gerðir kirkjuþings - 1992, Síða 24
skólinn hefur verið nokkuð í lausu lofti, hvað undirbúning áhrærir fyrir næsta skólaár
og skipulagningu alla. Þó hefur ræst úr nokkuð með fjárhag, þar scm viðbotsirgteiðsla
fékkst til skólans í síðustu viku, enda horfði til vandræða með rekstur og miklu fé hefur
verið varið til endurbóta eða sem nemur 2.7 milljónum króna, en það fé fékkst úr sjóði,
sem Agnes S. Guðmundsdóttir, Öldugötu 34 hafði ánafnað skólanum í erfðaskrá sinni.
Var fyrsta greiðslan móttekin í mars 1989 og féð staðið á vöxtum síðan.
Til nýmæla er það í tillögum nefndarinnar, að vígslubiskupi er ætlað að vera
formaður skólaráðs. Styrkir það bæði stöðu hans og tryggir náið samstarf aðila fyrir
austan.
En á laugardaginn var, 17. okt. var þess minnst í Skálholti, að tuttugu ár eru
liðin síðan Lýðháskólinn í Skálholti hóf starfsemi sína. Voru við það tækifæri flutt
mörg ávörp og rifjuð upp saga skóla og litið til framtíðar. Töluðu þar auk biskups og
ráðherra, dr. Sigurbjöm Einarsson og séra Heimir Steinsson og röktu sögu skólans og
aðdragandann. En einnig fluttu ávörp vígslubiskup og hinn nýi rektor. Er séra Kristján
Valur Ingólfsson boðinn sérstaklega velkominn til sinna þýðingarmiklu starfa. Veltur
ekki á litlu, hvemig staðið verður að skipulagningu starfs og frekari uppbyggingu með
tilliti til breytinga. Er það von og bænarefni, að enn megi Skálholtsskóli vel duga við
miðlun þess, sem best gerir þjóð sterka í hollustu við kirkju og kristin dóm.
Vonir stóðu til, að skýrsla Skálholtsnefndar yrði tilbúin fyrir kirkjuþing.
Nefndin hefur skilað biskupi og ráðhenra bráðabirgðaskýrslu, en lokaátakið er eftir.
Skýrslan verður því ekki lögð fyrir þingið í heild sinni, en eingöngu frumvarpið um
Skálholtsskóla.
Svo sem verið hefur hafa Sumartónleikamir í Skálholti verið haldnir með
glæsibrag. Hefur frú Helga Ingólfsdóttir staðið fyrir þeim eins og á liðnum ámm.
Skýrsla hennar fylgir hér með sem sérstakt fylgirit og em þar tillögur, sem áhugafólk
um Skálholt og tónlistarlíf þar hafa samið og kirkjuþing þarf að skoða.
Umsjón með rekstri og bókhaldi með fjárhagslegri ábyrgð á málefnum Skálholts
fól kirkjuráð skrifstofustjóra að annast í umboði sínu og á ábyrgð ráðsins. Hefur það
verið mikið starf og kostað miJdnn tíma. Er allt bókhald nú fært á biskupsstofu og frá
áramótum mun hið sama eiga við um Skálholtsskóla. En mjög er nauðsynlegt að ganga
frá þessum málum, og þegar fé leyfir verður að ráða framkvæmdastjóra að Skálholti.
En einnig þarf að huga að samstarfi þeirra aðila, sem sérstaka ábyrgð bera á ýmsum
starfsþáttum, þ.e. vígslubiskups, sóknarprests og rektors, hefur biskup átt fundi með
19