Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 25
þeim öllum, þar sem mál hafa verið reifuð og lagt á ráðin um framtíðarsamstarf og
ábyrgð.
KRISTNIAFMÆLIÐ
Kristnihátíðamefndin, sem skipuð er af ríkisstjóminni hefur enn stutt þau mál,
sem samþykkt var að leita eftir framlagi ríkissjóðs við, en það er annars vegar ritun
kristnisögu, en hins vegar að styðja þýðingu Gamla testamentisins. Miðar hvoru
tveggja verkinu áfram svo sem upphaflega var gert ráð fyrir. Ritun sögunnar hefur
verið falin sérstökum kunnáttumönnum, en ristjóri verksins alls er dr. Hjalti Hugason.
Og þýðingarstörfin ganga sömuleiðis vel, og var á laugardaginn, 17. okt. s.l. haldin
ráðstefna um þessi mál. Lauk starfsmaður Alþjóða BibKufélagsins, sem hér var á ferð
fyrr í þessum mánuði, miklu lofsorði á störf þýðingamefndarinnar og þýðenda og taldi
sig ekki fyrr hafa kynnst jafn hæfum mönnum sem skipað hafi verið til slíkra verka.
Mun þessi sérfræðingur í þýðingarmálum, dr. David Clark koma hér við síðar og
fylgjast með gangi mála. Einnig fylgir skýrslu þessari yfirlit frá HÍB um gang mála.
Þá hefur kirkjuráð í samhljóðan við samþykkt síðasta kirkjuþings skipað
sérstaka kristnitökunefnd, er hún sem hin fyrri undir forystu biskups, en auk hans era í
henni séra Hanna I /aría Pétursdótttir, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og Ólafur
Ragnarsson, bókaú.gefandi. Hefur nefndin fundað og rætt ýmsar hugmyndir, sem
verða lagðar fyrir næsta kirkjuþing.
Og má geta þess, að hingað komu tveir bandarískir menn, og er annar
framkvæmdastjóri Samtaka trúfélaga um allan heim, en hinn var sérstakur ráðunautur
framtíðamefndarinriar svo kölluðu, sem Steingrímur Hermannsson fyrrverandi
forsætisráðherra skipaði. Komu þeir hingað til þess að ræða hugmyndir, sem fjalla um
það, að á íslandi verði haldið þing þjóða- og trúarleiðtoga árið 2000. Sat biskup fund
með þeim á Bessastöðum með forseta og síðar með Þingvallanefnd. Vom allir sammála
um að fara varlega í sakimar og spurt, hver mundi bjóða, skipuleggja og síðan borga
kosmað.
En vert er að huga að því sérstaklega, hvað kirkjan á að gefa þjóðinni í
afmælisgjöf í tilefni krismitökuhátíðarinnar. Væri athugandi, hvort rétt sé að feta í
fótspor Svía, sem hafa útbúið kver með helstu trúarkenningum kirkjunnar, ásamt
aðgengilej’um applýsingum og sendu inn á hvert einasta heimili í landinu. Væri gott að
fá ábendingar kirkjuþings og heyra óskir.
20