Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 27
FRÆÐSLUMÁL
Eins og kunnugt er hefur menntamálaráðherra skipað fjölmenna nefnd undir
formennsku Sigríðar Önnu Þórðardóttur, þingmanns og prestsffúar, til að endurskoða
löggjöf um grunnskóla og framhaldsskóla. Ber að fagna þeirri vinnu, sem fyrirhuguð
er og fullt traust er borið til formanns nefndarinnar. Þó mun ekki óeðlilegt, að kirkjan
skipi til þess sérstaka nefnd að koma tillögum á framfæri við þessa stóru nefnd og
fylgjast með þeim atriðum, sem sérstaklega snerta kennslu í trúarbragðafræðum og þætti
kirkjunnar. Þyrfti kirkjuþing að fjalla um þetta mál og tjá vilja sinn.
MÁL FRÁ SÍÐASTA ÞINGI
Skal nú vikið að þeim málum, sem síðasta kirkjuþing afgreiddi og vísaði til
biskups eða kirkjuráðs um frekari ffamgang.
3. mál: Frumvarp til laga um kirkjuþing og kirkjuráð
Kirkjuráð skipaði Gunnlaug Finnsson, Hólmffíði Péturs-
dóttur og séra Sigurjón Einarsson í nefnd til að endurskoða 6. til 12. grein
ffumvarpsins. Tillögur þeirra verða lagðar fram síðar á þinginu.
4. mál: Um veitingu prestakalla.
Málinu var vísað til kirkjulaganefndar, sem hefur það til umfjöllunar.
5. mál: Könnun á ástæðum sjálfsvíga.
Afgreiðsla kirkjuþings var kynnt á fundi í samstarfsnefnd Alþingis og
Þjóðkirkjunnar. Hafði Alþingi til meðferðar þingsálykmnartillögu sr. Hjálmars
Jónssonar og fleiri um rannsókn á tíðni og orsökum sjálfsvíga. Fól Alþingi
menntamálaráðherra að skipa nefnd til þessarar rannsóknar og leita leiða til úrbóta. Þess
er vænst, að Þjóðkirkjan og Siðfræðistofnun eigi hlut að þessu máli, könnun þess og
tillögum um úrbætur.
6. mál: Um sóknarkirkjur og kirkjubyggingar.
Kirkjuráð vísaði málinu til kirkjulaganefndar, sem hefur ekki enn lokið
athugun sinni.
7. mál: Tillaga um stuðning við kirkjuskjól.
Málið var falið fræðsludeild, sem hafði smtt það vel og bæði vakið athygli og
orðið við brýnni þörf. Slík skjól eru nú starfrækt í Neskirkju og á vegum
Háteigssafnaðar, og fyrirhugað í Fella- og Hólakirkju. Ekki hefur heyrst um slíka
22