Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 30
í sambandi við kirkjugarða væri þó athugandi að skoða, hvemig málum er háttað
í samskiptum kirkjugarðasjóða og sóknarsjóða með tilliti. til yfirlýsinga aðstoðarmanns
kirkjumálaráðherra um að bannað sé, að kirkjugarðar siy:.. á kú 'jusmíð eða viðgerðir.
Biskup mun fela próföstum að kanna, hvemig málum er háttað í söfnuðum landsins,
bæði varðandi sjóðina og eins um stuðning þeirra við aðstandendur vegna
útfararkostnaðar.
Er það mjög bagalegt, að frumvarp um útfarir, líkbrenrslu o.fl. skuh ekki enn
hafa verið afgreitt frá Alþingi, en þar er tekið á þessum málum og hvom tveggja leyft
svo sem tíðkast hefur vítt um land.
25. mál: Um breytingar á sóknarmörkum og fjárhagsskil.
Vísað til kirkjulaganefndar, ekki enn afgreitL
27. og 28. mál: Um skilgreiningu á embætmm innan Þjóðkirkj jnnar og notkun
starfsheita.
^ /
Biskup skipaði þriggja manna nefnd til að fjalla um þessi mál. I henni sitja dr.
Einar Sigurbjömsson, séra Jón Einarsson og séra Þorbjöm Hlynur Ámason. Nefndin
hefur lokið störfum og verða tillögur hennar lagðar fyrir þingið sem sjálfstætt þingmál.
29. mál: Um stefnumörkun varðandi listflutning í kirkjum.
Biskup vísaði málinu til kirkjulistanefndar, sem hefur það til meðferðar og mun
skila áhti til kirkjuráðs. Síðan verða tillögumar sendar prestum og sóknamefndum.
32. mál: Um stöðu fjölskyldunnar gagnvart tryggingum
Ragnhildur Benediktsdóttir vann greinargerð um máhð að beiðni kirkjuráðs og
fylgir hún skýrslu þessari.
33. mál: Um dýravemd.
Máhð var sent umhverfisráðuneyti.
35. mál: Um breytingar á mörkum prófastsdæma.
Máhnu vísað til nefndar, sem ráðherra skipaði skv. lögum frá 1990.
Nú hefur verið drepið á mál síðasta þings og helstu viðfangsefni kirkjuráðs.
Færi ég öllum þakkir, sem að hafa unnið og lagt fram mikla vinnu.
Geri ég það að tihögu minni, að skýrslu biskups og kirkjuráðs verði vísað til
ahsheijamefndar svo sem verið hefur, en einnig að formenn annama nefnda ræði við
25