Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 46
Heimilistryggingunni er skipt í þijá þætti, þ.e. innbústryggingu, ábyrgöartryggingu og
örorku- og dánartryggingu. Vátryggðir skv. innbús- og ábyrgðartryggingarþætti
heimilistryggingarinnar eru vátryggingartaki, maki hans og ógift böm, enda eigi þessir
einstaklingar sameiginlegt lögheimili. Innbústrygging bætir tjón á innbúi sem er í eigu
hinna tryggða. Ábyrgðatrygging heimihstryggingar greiðir skaðabætur fyrir hinn vátryggða
vegna tjóns sem hann ber ábyrgð á sem einstaklingur sbr. reglum um skaðabótaskyldu
utan samninga. Örorku og dánartrygging heimihstryggingar greiða bætur ef slys veldur
dauða eða varanlegri örorku.
Að lokum skal nefna hér ábvrgðatrvggingar.
Lögum samkvæmt bera menn ábyrgð á því tjóni, sem þeir valda öðrum með
ólögmætum og saknæmum hætti. Þannig bera menn skaðabótaábyrgð vegna tjóns, sem
valdið er fyrir mistök eða vanrækslu. Þegar bótaskylda verður rakin til brots á samningi,
t.d. kaup- eða leigusamningi, er rætt um skaðabótaskyldu innan samninga. Hins vegar
getur stofnast til skaðabótaskyldu í fjölmörgum tilvikum, án þess að samningi sé th að
dreifa. Dæmi slíks er þegar menn af vangá valda öðrum hkamstjóni eða skemma eigur
annara. Er þá talað um skaðabótaskyldu utan samninga.
Hlutverk ábyrgðartrygginga er fyrst og fremst að greiða skaðabætur fyrir vátryggðan,
ef hann hefur bakað sér bótaábyrgð, og einnig oft að greiða kostnað, sem vátryggður
verður fyrir, ef skaðabótakrafa er gerð einungis miðað við bótaskyldu utan samninga
í skilmálum fyrir ábyrgðartryggingar. Þær tegundir ábyrgðartrygginga, sem varða
einstakhnga og fjölskyldur þeirra, eru:
Lögboðnar ábyrgðartryggingar bifreiða, sem ná th skaðabótakrafna gegn e i g a n d a
ökutækis vegna notkunar þess.
Ábvrgðartrvgging húseiganda (skv. húseigendatryggingu), sem tryggir gegn
skaðabótakröfum á hendur eiganda húseignar vegna tjóna, sem rakin verða th
eignarinnar.
Ábyrgðatrygging einstaklinga (skv. heimihstryggingu), sem vátryggir gegn
skaðabótaskyldu vátryggingartaka, maka hans og bama vegna ýmiss konar tjóna, sem
ábyrgðartryggingar bifreiða og húseigenda taka ekki th.
41