Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 66
Unnið sé að því að allir prestar og starfslið kirkjunnar njóti umhyggju og
reglubundinnar handleiðslu, svo og símenntunar.
Leggja ber áherslu á að sérþjónusta kirkjunnar sé virkur hluti hinnar kirkjulegu
þjónustu og safnaðaruppbyggingar.
Vinna ber að því að sérstakar stofnanir og starfstæki kirkjunnar tengist betur
söfnuðunum um landið. Hjálparstofnun kirkjunnar, Hið íslenska biblíufélag,
kristniboðið, Fjölskylduþjónusta kirkjunnar og aðrir sLQdr aðilar virki safnaðarfólk
til samstarfs um ákveðin verkefni, útbúi fræðsluefiii og glæði vimnd safnaðarins
um ábyrgð og þátttöku í lífi og kjörum hinnar almennu lorkju um víða veröld.
3. Fræðslan: söfnuðurinn veiti markvissa fræðslu til þroska og eflingar í trú, von
og kærleika.
í>að er frumskylda þjóðkirkjusafhaðarins að sjá til þess að þeim sem skírð eru sé
veitt kristið uppeldi og fræðsla, læri að biðja og verða handgengin heilagri ritningu,
og hljóri leiðsögn, uppörvun og smðning til að lifa trú sína í daglegu Kfi og starfi.
Jafnframt því sem hlúð sé að bama- og æskulýðsstarfi safiiaðanna, komi til virk og
markviss handleiðsla og fræðsla fullorðinna. Smðla ber að því að leshópar og
námskeið verði fastur liður á dagskrá safnaðanna, svo og stuðningur og leiðsögn
við heimili og einstaklinga.
Unnið verði að uppbyggingu leshópa, sjálfshjálparhópa og bænahringja í
söfnuðunum, svo og hópa til sérstakra verkefna, svo sem hjálparstarfs og
kristniboðs, heimsóknaþjónustu og aðstoðar. Útvegað sé fræðsluefni fyrir slíka
hópa, og gengist fyrir reglubundinni þjálfun hópleiðtoga.
Þjóðkirkjunni ber að vera opin, en jafnframt föst og ákveðin hvað varðar grundvöll
sinn. Hún verður að leyfa gagnrýna skoðun og umræðu um kenningu sína og
boðun, en henni ber jafnframt að treysta rætur sínar og halda fast við játninguna,
og leitast við með lffi sínu og tilbeiðslu, auðmýkt og þjónusm að „vaxa upp til
hans, sem er höfuðið, Kristur.“
Safnaðaruppbygging byggir á vitnisburði heilagrar ritningar um söfnuðinn sem
líkama Krists og á kenningu evangefisk lútherskrar kirkju um hinn almenna
prestsdóm. Það merkir að:
Hver sá, sem skírður er, er prestur, sem biður fyrir öðrum og ber Kristi vitni í lífi
sínu, orðum og verkum.
tilheyrir söfnuði, samfélagi um orð Guðs og borð.
á sinn prest að leita til um leiðsögn, sálgæslu og þjónustu í trú.
ber ábyrgð og hlutverk í húshaldi Guðs í heiminum.
„En honum sem í oss verkar með krafti sínum og megnar að gjöra langt fram yfir
allt það sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í kirkjunni og í Kristi Jesú
um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen.“ (Ef.3.20-21)
61