Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 71
Til Kirkjuþings 1992
Híð istenska Bíbtíufélag
09 Guðfrœðístofnun Háshóla ístamts
Þýðingamefhd Gamla testamentísins
Af vettvangi Biblíuþýðingar
í yfirliti sem lá fyrir síðasta Kirkjuþingi var gerð stutt grein fyrir
aðdraganda þessa verks og þeim sem að því vinna. Hér verðm' því aðeins
gerð stutt grein fyrir stöðu mála nú í október 1992.
Þau rit sem nú liggja fyrir í frumþýðingu eru: Konungabækur,
Krönikubækur, Samúelsbækur, Jósúabók, Esrabók, Nehemíabók, Jesaja
1-12, Esterarbók, Rutarbók og Jónasarbók. Með frumþýðingu er átt við
fyrstu þýðingardrög, en þýðingamefiid fær þau síðan í hendur, fer yfir
þau og gengur frá endanlegrun texta í samráði við viðkomandi þýðanda.
Verk þýðingamefhdar er tafsamt, enda álitamálin mörg svo sem gefur
að skilja. Þýðingarneftid hefur þegar farið yfir Esterarbók 0g er að ljúka
við yfirferð á Konungabókunum.
Ætlunin er að gefa textana út í kynningarskyni jafiióðum og
þýðingarnefnd hefur gengið frá þeim ásamt þýðendum. Má vænta fyrstu
ritanna á þessiim vetri.
Eins og áður vinnur dr. Sigurður Öm Steingrímsson að þýðingunni í
fullu starfi, en auk þess hefur verið gerður nýr samningur við Jón
Gxmnarsson lektor um þýðingu nokkurra spámannarita. Viðræður
standa nú yfir við dr. Þóri Kr. Þórðarson prófessor, að hann taki að sér
þýðingarstörf.
I byrjun október kom einn af þýðingarráðunautum Sameinuðu
Biblíufélaganna (UBS) í heimsókn til landsins, kynnti sér stöðu mála og
ræddi við þýðendur og þýðingamefhd. Fór hann mjög lofsamlegum
orðinn um hæfni þeirra sem að þýðingunni vinna, bæði þýðendm og
þýðingarnefhd. Bauð hann aðilum hverja þá aðstoð sem Sameinuðu
Biblíufélögin geta veitt.
Vegna fjárframlaga ríkisins og vegna styrks úr Kristnisjóði hefur verið
hægt að halda þýðingarstörfum áfram af fullum krafti fram að þessu, en
ljóst er að róðurinn mun þyngjast þegar fram í sækir og kemur að útgáfu
textanna til kynningar. Er þess að vænta að auk þeirra aðila sem þegar
veita fé til þýðingarstarfanna sjái söfnuðir landsins sér fært að leggja
þessu verkefni lið.
í október 1992
framkvæmdastjóri HÍB
66