Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 120
Greinargerð vegna þingsályktunar 22. Kirkjuþings um málefni geðfatlaðra.
1. Hjálp við geðfatlaða
Á 22. Kirkjuþingi 1991 var samþykkt tillaga til þingsályktunar um aukið
starf kirkjunnar er lýtur að hjálp við geðsjúka og andlega vanheila.
Samþykktin hljómar svo: " Kirkjuþing, haldið í Bústaðakirkju 1991, felur
biskupi og kirkjuráði að stofna samstarfsnefnd, er hefir því hlutverki að
gegna, að koma á fót athvörfum í nánum tengslum við kirkjumar, ti1
hjálpar geðsjúkum og afvegaleiddum unglingum svo og öðrum er þarfnast
hjálpar í andlegri neyð."
í bréfi dagsettu 10. desember 1991 fól biskup Fræðslu- og þjónustudeild
kirkjunnar að athuga málið og gera dllögur í því.
Fyrir hönd Fræðsludeildar unnu sr. Guðný Hallgrímsdóttir og Ragnheiður
Svemsdóttir að þessu máli.
Haft var samband við Geðhjálp, samtök fólks með geðræn vandamál.
aðstandendur þeirra og velunnara, Rauða Krossinn, Geðvemdarfélag
íslands og Tómas Zoéga, geðlækni á Landspítalanum.
2. Staða mála í dag
A. Styrktarfélög
A.l. Geðhjálp:
Geðhjálp hefur húsnæði á Öldugötu 15. Það er opið daglega frá kl. 11:00
til 18:00. Þar er félagsaðstaða fyrir geðfatlaða og starfsmaður sem getur
aðstoðað þá í hvívetna. Allt frá 40 manns koma þama daglega til að sækja
stuðning og afþreyingu. Þar er gefið út blað sem geðfatlaðir sjá alfarið um
efni í og reynt er að stuðla að klúbbastarfssemi, svo sem myndlistarklúbbi
og umræðuhópum. Geðhjálp er nýlega búið að fá húsnæðið á Öldugötunni
og er það mun betra en fyrra húsnæði sem var í Veltusundi.
Reykjavíkurborg greiðir húsaleiguna. Mikil ánægja er með þessa bættu
aðstöðu sem gefur aukna möguleika á þjónustu við geðfatlaða. Margir
geðfatlaðir búa við óviðunandi aðstæður. Margir em í ótryggri leigu og
vantar á stundum samastað á nóttunni. Ekki er aðstaða til næturgistingar á
Öldugötunni en þar er hægt að elda mat, þvo þvott og fara í bað.
Sjálfsímynd geðfatlaðra er oft mjög léleg en með bættri aðstöðu til
sjálfshjálpar finnur einstaklingurinn sig betur gildandi meðal samborgara
sinna. Markmið starfseminnar er að hjálpa geðfötluðum til sjálfshjálpar.
Á Öldugötunni er aðstaða fyrir ritstjóra blaðsins Geðhjálp, sem Geðhjálp
gefur út.
115