Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 129
1.
Varðandi 3. grein laga nr.62/1990.
í 3. grein er kveðið á um, að í hveiju prestakalli skuli vera einn sóknarprestur
og að ráðherra sé heimilt að ráða prest sóknarpresti til aðstoðar í prestaköllum er
telja yfir 4.000 manns. Síðar segir um aðstoöarprest. "Aðstoðarprestur er ráðinn
samkvæmt tillögu biskups í samráði við sóknarprest og með samþykki sóknamefndar.
Ráðningartími aðstoðarprests skal vera allt að ijórum árum í senn.
Aðstoðarprestur starfar undir stjóm sóknarprests samkvæmt erindisbréfi er biskup
setur."
Nú munu tveir aðstoðarprestar, í hálfu starfi hvor, hafa verið ráðnir samkvæmt
þessum lögum.
Hins vegar er það svo, að nokkrir söfnuðir hafa gripið til þess ráðs að ráða sjálfir
presta til aðstoðar í söfnuðunum, þar sem ekki hafa fengist stöðuheimildir á Ijárlögum.
Þetta hefur verið gert til að leysa brýna þjónustuþörf í söfnuðunum. En þessir
starfsmenn kirkjunnar hafa vægast sagt óljósa stöðu innan þjóðkirkjunnar hvað varðar
réttindi og skyldur, vegna þess að núgildandi lög ná ekki til þeirra.
Nefndin telur nauðsynlegt, að lögunum um starfsmenn þjóðkirkjunnar verði breytt
þannig að þau nái yfir þær aðstæður er hér hefur verið lýst. Nefndin leggur til, að í
lögin verð sett heimild til handa sóknamefndum til að ráða presta til aðstoðar í
söfnuðunum. Jafnframt sé þá gert að skilyrði, að ekki verði gripið til slíkrar
ráðstöfunnar nema sóknarprestur og biskup séu henni samþykkir. Stöðumar verði
auglýstar og presturinn verði ráðinn að tillögu biskups.
Með þessu móti opnast formleg leið fyrir söfnuði að leysa þjónustuþörf í
söfnuðunum og jafhframt verða réttindi aðstoðarprestsins tryggð og skyldur einnig,
enda er það í hæsta máta óeðlilegt, að aðstoðarprestur geti, formlega séð, staðið utan
valds kirkjustjórnarinnar, á meöan yfirmaður hans, sóknarpresturinn heyrir undir
kirkjustjómina.
Engu að síður er hér um að ræða nokkurt áhtamál. Samkvæmt lögum og hefð
ber ríkisvaldinu að kosta prestsþjónustuna í söfnuðunum. Sú gagnrýni kynni því að
vera borin fram gegn þessari hugmynd, að hún lögfesti leið fyrir ríkisvaldið að skjóta
sér undan þeirri skyldu.
Aðstoðarprestafyrirkomulagið, sem lögin kveða á um leysir af hólmi
tvímenningsprestaköllin. Tilgangurinn er augljóslega sá að fyrirbyggja árekstra milli
tveggja jafn rétthárra sóknarpresta. Engu að síður er fuh ástæöa til að skýra og
endurskoða gildandi erindisbréf fyrir aðstoðarpresta, og jafnvel kemur til álita að óska
eftir sérstakri reglugerð um störf þeirra og stööu í söfnunum.
2. Varðandi 11. grein laga nr. 62/1990.
11. grein laganna um starfmenn þjóðkirkjunnar hljóðar svo:
"A sjúkrastofnunum skal halda uppi prestsþjónustu
Þar sem þess er þörf skal ráða presta að sjúkrastofnunum og hafi þeir
sérmenntun til starfans. Við ráðningu sjúkraprests ber að leita álits stjórnar
124