Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 130
hlutaðeigandi stofnunar og ber honum að starfa í samráði við stofnunina."
A síðustu árum hefur orðið mikill vöxtur í sérþjónustu innan þjóðkirkjunnar,
einkum í þjónustu á sjúkrastofnunum.
Af góðum viðtökum má vel merkja, að þjónusta sjúkrahúsprestanna svarar mikini þörf.
Flestir þeir sem sinna þessari mikilvægu þjónustu eru hins vegar ekki ráönir til hennar
samkvæmt lögunum, heldur ráðnir beint af viðkomandi stofnunum.
Samkvæmt því eru þessir prestar ekki starfsmenn þjóðkirkjunnar, og heyra því
ekki undir kirkjustjórnina, þó að þjónusta þeirra sé samkvæmt kirlq'ulegum skilningi
sú hin sama og annarra presta : þeir predika orðið og sinna þjónustu að
sakramentunum. I þjónustu þeirra kveður mest að sálgæslunni, hinni einslegu predikun.
Breyta þarf lögunum frá 1990, þannig að þessir prestar falli undir lögin og hafi
þannig réttindi og skyldur sem aðrir prestar þjóðkirkjunnar.
Þessu mætti ná fram á eftirfarandi hátt: Þegar viðurkennd, opinber stofnun óskar
eftir presti til þjónustu, er biskupi gert viðvart og hann auglýsir stöðuna ; þannig er
stöðuheimild komið fyrir innan þjóðkirkjunnar. Biskup verður síðan sjálfsagður
umsagnaraðih við ráðningu prestsins, og aðstoðar stjóm viðkomandi stofnunar við gerð
erindisbréfs hans.
Athugandi er síðan að setja í lögin, eða reglugerð, ákvæði um að prófasti beri
að koma á samstarfi milh sóknarprests og þeirra sérþjónustupresta er hafa höfuðstöðvar
sínar i prestakalh hans. Gagnkvæm þjónusta er þar nokkur sem kæmi til áhta.
I þessari grein er semsagt gert ráð fyrir því, að staða sjúkrahúspresta og annarra
sérþjónustupresta sem ráðnir em fyrir atbeina einstakra stofnanna verði sú sama og
staða þeirra sérþjónustupresta sem núgildandi lög gera ráð fyrir.
Þessi ráðstöfun sem lýst er hér að framan, er forsenda þess að fjallað verði
skipulega um samskipti og samstarf sóknarpresta og sérþjónustupresta.
II. Skilgreining á starfsheitum og hugtökum í þjóðkirkju íslands.
Biskupsdæmi.
Biskupsdæmi er það umdæmi, sem biskup stýrir. í þeim skilningi er ísland eitt
biskupsdæmi. Embættistitih biskupsins er biskup íslands, stundum biskupinn yfir íslandi.
Annað heiti yfir biskupsdæmi er stifti. Biskupsembættið er það sem lýtur að
embættisumsýslu biskupsins, þar undir Biskupsstofa og starfsmenn hennar.
Vígslubiskupsumdæmi.
Tveir vígslubiskupar eru í landinu, situr annar í Skálholti, en hinn á Hólum.
Embættistitih vígslubiskupanna er : Vígslubiskupinn í Skálholti, vígslubiskupinn á
Hólum. Umdæmi þeirra eru Hið foma Skálholtsstifti annars vegar og Hið foma
Hólastifti hins vegar.
125