Gerðir kirkjuþings - 1992, Síða 131
Prófastsdæmi.
Biskupsdæminu er skipt í nokkur umdæmi, sem nefnast prófastsdæmi. Hveiju
prófastsdæmi stýrir prófastur eöa héraösprófastur. Prófastur stýrir árlegum héraösfundi
og héraðsfundur kýs héraðsnefnd til ijögurra ára. Fulltrúar á
héraðsfundi eru úr sóknum prófastsdæmisins, kjömir á aðalsafnaðarfundum og nefnast
safnaðarfulltrúar.
Prestakall.
Hveiju prófastsdæmi er skipt í prestaköll. Prestakall er það umdæmi, sem einn
prestur þjónar. PrestaköU eru ákveðin samkvæmt lögum. Undir prestakall heyra
prestsþjónustubækur, útgáfa á vottorðum og fleira er lýtur að embætti prests sem
opinbers starfsmanns og fulltrúa stjómvalda. PrestakaU getur verið ein eða fleiri sóknir.
Prestur, sem gegnir prestakalli nefnist sóknarprestur. í prestaköllum, þar sem margar
sóknir em, nefnist kirkjan á staðnum, þar sem prestur situr eða í heimasókn hans
heimakirkja, hinar útkirkjur eða annexíur.
Sóknarpresturinn er opinber embættismaður, skipaður af kirkjumálaráðherra.
Sókn.
Sókn er umdæmi er tilheyrir hverri kirkju. í undantekningartilfellum geta fleiri
en ein kirkja verið innan sóknar. Aðeins ein hefur stöðu sóknaririrkju. Aðrar nefnast
oft kapellur og er ýmist viðhaldið af menningarsögulegum ástæöum eða þær gegna
sérstöku hlutverki svo sem hlutverki útfararkapellu.
Stjóm sóknarinnar nefnist sóknamefnd, sem kjörin er á aðalsafnaðarfundi. Þeir sem
sitja í sóknamefnd nefnast sóknamefndarmenn, formaðurinn nefnist formaður
sóknamefndar, gjaldkerinn gjaldkeri sóknamefndar o.s.frv. Á aðalsafnaðarfundi er auk
sóknamefndar kjörinn fulltrúi sóknarinnar á héraðsfund. Sá fulltrúi nefnist
safnaðarfulltrúi.
Biskupsdæmi íslands, prófastsdæmin, prestaköllin og sóknimar hafa opinbera
réttarstöðu og heyra undir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið.
Söfnuður.
Söfnuður er fólkið sem býr innan sóknarinnar eða á sókn til tiltekinnar kárkju.
Starf á meðal fólks innan sóknarinnar nefnist því safnaðarstarf og það fólk, sem vinnur
að slíku starfi svo sem meðhjálparar, kirkjuverðir, organistar og annað starfsfólk er
starfsmenn safnaðarins. Kirkjumuni og gripi ýmsa í eigu kirkjunnar eða sóknarinnar má
merkja viðkomandi söfnuði eða sókn. Innan sóknarinnar má stofna félög svo sem
kvenfélög, bræðrafélög, æskulýðsfélög og em þau ýmist kennd við sóknina, söfnuðinn
eða kirkjuna.
Sá munur er á hugtökunum sókn og söfnuður, aö sókn meririr það sem nær til
opinberrar umsýslu en söfnuður tekur til starfs meðal fólks innan sóknar.
126