Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 133
1992
23. Kirkjuþing
9. mál
FRUMVARP
til laga um kirkjuþmg og kirkjuráð
5. - 12. grein.
Hutt af kirkjuráði
Frsm. Gunnlaugur Finnsson
ÁLIT
nefndar sem kirkjuráð tilnefndi 24. nóv. fyrra árs samkvæmt ályktun 22. kirkjuþings
1991 til að endurskoða og gera tillögu um 6. til og með 12. grein í frv. til laga um
kirkjuþing og kirkjuráð sbr. 3. mál síðasta kirkjuþings.
Nefndina skipuðu kirkjuþingsmennimir sr. Siguijón Einarsson, Hólmfríður Pétursdóttir
og Gunnlaugur Finnsson.
Nefndin hefur lokið störfum og gerir eftirfarandi tillögur um efni og orðalag 6. til 12.
greinar, á sérstöku skjali, sem fylgir álitinu. Athygli skal vakin á því að rétt þótti að
fella hluta þess undir 5. gr. en upphaf hennar stendur óbreytt. Eigi að síður voru ýmis
atriði rædd, þau er snerta kirkjuþing og starfshætti þess, en tiliögur þar að lútandi ekki
settar fram, þar sem það liggur utan verksviðs nefndarinnar. Hins vegar var nefndin
sammála um að benda á tvö atriði, sem hún telur rétt að kirkjuþing ræði.
1. Með tilhti til þeirra byggðaröskunar, sem orðið hefur síðan lög um kirkjuþing
voru sett 1957, vaknar sú spuming hvort rétt sé að fjölga þingmönnum frá fyrstu
þremur kirkjuþingskjördæmunum þ.e. Reykjavíkur- og Kjalamess-
kirkj uþingskj ördæmum.
2. I frumvarpinu er gert ráð fyrir óbreyttri stöðu vígslubiskupa á kirkjuþingi. Sú
spuming hlýtur að vakna, hvort ekki sé rétt að vígslubiskupar sitji kirkjuþing
með fulium réttindum og skyldum, þegar horft er til hlutverks þeirra samkvæmt
lögum nr. 38 frá 1909, og laga um kirkjuþing 1957, starfs þeirra nú og
væntanlegra nýrra laga um kirkjuþing. Jafnframt þessum hugleiðingum þarf að
meta það vægi sem ríkt hefur á kirkjuþingi milh leikra manna og presta, sem í
upphafi var nánast jafnvægi.
Reykjavík 20. október 1992.
Hólmfríður Pétursdóttir Siguijón Einarsson
128