Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 139
8. grein.
1. Eigi síöar en 1. maí á því ári þegar kjósa skal, sendir kjörstjóm þeim sem
kosningarétt eiga nauðsynleg kjörgögn: Auðan kjörseðil, óáritað umslag eyðublað
fyrir yfírlýsingu kjósandans um það að hann hafi kosið og umslag með utanáskrift
kjörstjómar. Þá skal fylgja leiðbeining um það hvemig kosning fari fram. Greina
skal glögglega fyrir hvaða tíma kjörseðill skal sannanlega póstlagður. Að jafnaði
skal miða við að kosningu sé lokið eigi síðar en 20. maí.
2. Kjósandi ritar nafn þess sem hann vill kjósa aðalmann, svo og nöfn tveggja
varamanna á kjörseðilinn, setur hann í óáritaöa umslagið sbr. 1. mgr. og lokar
því. Útfyllir eyðublaðið og undirritar og leggur gögnin í áritaða umslagið og
sendir kjörstjóm það í ábyrgðarpósti sbr. 1. mgr.
3. Kjörgögn til guðfræðinga þar með taldir prestar og leikmenn skulu vera sín með
hvomm htnum.
Kjörgögn leikmanna skal fylgja skrá yfir samþykktar tilnefningar sbr. 5. gr. auk
kjörskrár leikmanna í hlutaðeigandi kjördæmi.
9. grein.
1. Kjörstjóm telur atkvæði þegar 10 dagar em liðnir frá þeim skilafresti á pósthús
sem hún setur sbr. 1. mgr. 8. gr. og úrskurðar þau.
2. Sá er kjörinn aðalmaður, sem flest fær atkvæði sem aðalmaður. Sá er kjörinn
1. varamaður sem flest fær atkvæði sem varamaður að viðbættum þeim
atkvæðum sem hann fær sem aðalmaður, og sá 2. varamaður sem næstflest fær
atkvæðin talin með sama hætti.
Hljóti tveir eða fleiri jöfn atkvæði ræður hlutkesti og gildir það einnig um röð
varamanna, ef því er að skipta.
3. Kjörstjóm gefur út kjörbréf til þingfulltrúa, aðalmanna og varamanna og skal
röð varamanna greind sérstaklega.
4. Kjörstjóm skal birta nöfn þeirra, er kosningu hlutu strax að lokinni talningu.
10. grein.
Kjörtímabil hinna kjömu þingfulltrúa er íjögur ár. Ef kirkjuþingsmaður andast á
kjörtímabilinu, flytur burt úr kjördæminu eða forfaUast á annan hátt varanlega eða
tímabundið, taka varamenn þeirra sæti í þeirri röð, sem þeir em til kjömir.
134