Gerðir kirkjuþings - 1992, Qupperneq 144
Markmið djáknamenntunarinnar er þríþætt:
1) að auka/ag/egaþekkingu íþeim greinum sem tengjast starfsvettvangi djákna,
2) aukafærnifólks til að leysa verkefni sín á faglegan, ábyrgan og sjálfstæðan hátt,
3) að glæða virund og sjálfsmynd nemenda sem kirkjulegra starfsmanna og gefa þeim
kost á að þroska persónuleika sinn og dýpka trú sína (Ld. með handleiðslu).
22.30 eininga námið
Einstaklingur, sem hefur grunnmenntun á sviði líknar- eða uppeldismála s.s.í hjúkrun-
arfræði, félagsráðgjöf, sálfræði, kennslu, fóstumám o.s.frv. á kost á að innrita sig til 30
eininga djáknanáms við guðfræðideild. Leggur nefndin til, að stuðst verði við þann 30
eininga kjama til B.A.-prófs, sem samþykktur hefur verið af deildinni, en með nokkrum
breytingum þó.
30 eininga kjaminn til B.A.-prófs er þessi — er í raun 31 eining:
Saga og bókmenntir Hebrea, Trú og þjóðfélag Hebrea, Samtíðarsaga og inngangs-
fræði Nýja testamentisins, Guðfræði Nýja testamentisins, Játningafræði, Inngangur að
siðfræði, Framsetning kristilegrar siðfræði, Kirkjusaga I, Trúarbragðasaga og trúar-
lífssálfræði, Trúarlífsfélagsfræði, Trúaruppeldisfræði,
Nefndin leggur til, að úr þessum kjama sé sleppt námskeiðunum Trú og þjóðfélag
Hebrea, Guðfræði Nýja testamentisins, Framsetning kristilegrar siðfræði, Trúarbragða-
saga ásamt trúarlífssálfræði. í stað þeirra verði tekin upp eftirfarandi námskeið:
Stef í siðfræði, Helgisiðafræði, Kirkjudeildafræði og Sálgæsla. Em það samtals
jafnmargar einingar og í þeim námskeiðum, sem lagt er til, að verði sleppt
Spumingin um starfsþjálfun djákna samfara eða að loknu námi í guðfræðideild tengist
líka spumingunni um köllun og þekkingu á starfsemi kirkjunnar.
2.3. 90 eininga námið
Auk þessarar námslínu leggur nefndin til, að unnið verði að því að setja á laggimar sér-
stakt 90 eininga (þriggja ára) djáknanám, sem verði á vegum guðfræðideildar en jafnframt
stundað innan annarra deilda svo sem félagsvísindadeildar eða námsbrautar í hjúkmnar-
fræði. Starfsþjálfun sé samfara námi og komi líka að loknu námi.
139