Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 148
1992
23. Kirkjuþing
11. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um aö kanna
aðstoð við atvinnulausa
Flm. Allir kirkjuþingsfulltrúar í Reykjavíkurprófastsdæmum
Frsm. Séra Karl Sigurbjömsson
Kirkjuþing 1992 vekur athygli á þeim alvarlega vanda sem atvinnuleysi veldur í
lífi einstaklinga og heimila, og hvetur stjómmálamenn og alla þá sem forystu gegna í
þjóðlífinu að taka höndum saman til að leita nýrra lausna í atvinnulífi landsmanna og
umfram allt að veija hag þeirra sem minnst mega sín.
Kirkjuþing hvetur presta og söfnuði þjóðkirkjunnar að leita leiða til að veita
aukna sálgæslu og leiðsögn þeim sem eiga um sárt að binda af völdum atvinnuleysis,
og héraðsnefndir og kirkiuyfirvöld að heíja viðræður við samtök atvinnurekenda og
launþega svo og stjómvöld um leið til úrlausna, aðstoðar, fræðslu og handleiðslu.
Greinargerð
Tillaga þessi er efnislega samhljóða ályktun sem samþykkt var á Héraðsfundum
Reykjavíkurprófastsdæmanna 3. og 10. október s.l.
OECD hefur lýst atvinnuleysi sem mesta efnahagsvanda Evrópu um þessar
mundir. En atvinnuleysi er ekki síður andlegt vandamál og menningarlegt, sem veldur
ólýsanlegum hörmungum einstaklinga og fjölskyldna.
Langvarandi atvinnuleysi hefur verið nánast óþekkt hér á landi um áratugaskeið.
En ekki lengur. Undanfarið hafa æ fleiri orðið fyrir atvinnumissi og enn blasir við
aukinn samdráttur atvinnulífsins og uppsagnir starfsfólks um byggðir landsins. Enginn
getur ímyndað sér það áfall sem missir atvinnu er, ekki aðeins íjárhagslega, heldur og
tilfinninga og andlega. Missir atvinnu er alvarleg atlaga við sjálfsvirðingu manna og þá
reisn sem hveijum og einum ber.
Kirkjan biður fyrir þeim sem eiga um sárt að binda. En hún er líka send með
boðskap krossins og upprisunnar. í ljósi hans fáum við að sjá áföll og kreppur í lífi
manns og heims sem fæðingahríðir þar sem ný tækifæri gefast og nýjar leiðir til
blessunar.
Jafnframt því sem leita ber leiða til að viðhalda atvinnu er nauðsyn margvíslegra
aðgerða til aðstoðar atvinnulausum, þar má nefna félags og íjármálaráðgjöf, sálgæslu,
stuðnings og sjálfshjálparhópa, fullorðinsfræðslu. í nágrannalöndum okkar hefur kirkjan
143