Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 149
víða haft forgöngu um þess háttar og að koma á fót þjónustu og fræðslumiðstöðvum
fyrir atvinnulausa.
Kirkjan hefur engin tilbúin svör og lausnir í íjármálum og atvinnumálum. En
hún er kölluð til að ganga með þeim sem þjást, í samstöðu kærleikans. Og hún er
kölluð til að minna þá sem ráða málum manna á kröfu kærleikans og
miskunnseminnar, að hagur einstaklingsins, umfram allt hins snauða og vamalausa,
vegur þyngra en hagsmunir íjármagns og valdakerfa.
Vísað til allsheijamefndar (frsm. Gunnlaugur Finnsson).
Nefndin leggur til, að tillögugreinin verði samþykkt svohljóðandi:
Kirkjuþing 1992 vekur athygli á þeim alvarlega vanda sem atvinnuleysi veldur í
lífi einstaklinga og heimila og hvetur stjórmálamenn og alla þá sem forystu gegna
í atvinnulífínu að taka höndum saman til að leita nýrra lausna og veija um fram
allt hag þeirra sem minnst mega sín.
Sérstaklega ber að hafa í huga hag þeirra sem ekki njóta réttar til
atvinnuleysisbóta sökum nýlokins náms, veikinda eöa af öðrum ástæðum.
Kirkjuþing hvetur presta, héraösnefndir prófastsdæmanna og söfnuði
þjóðkirkjunnar til að veita aukna sálgæslu, fræðslu og leiðsögn þeim, sem orðið
hafa fyrir barðinu á atvinnuleysi eða búa við mjög skert kjör sökum
framleiðslustj ómunar.
Samráð sé haft við samtök atvinnurekenda, launþega, sveitarfélög og landssamtök
atvinnulausra, um leiðir til aðstoðar og úrbóta.
Þingið beinir því til þjóðmálanefndar kirkjunnar að hún kanni möguleika á að
efna til ráðstefnu í samvinnu við nefnda aðila um efnið: Félagslegt réttlæti á
tímum samdráttar.
Þá felur þingið kirkjuráði að athuga, hvort hægt sé að veija fjármunum úr
sameíginlegum sjóði safnaðanna til að styrkja sérstaklega þann þátt í starfí
Hjálparstofnunar kirlqunnar er lýtur aö neyðarhjálp innanlands.
Ennfremur beinir þingið því til hjálparstofnunarinnar, hvort ekki sé rétt að vekja
athygli á þessu málefni sérstaklega við söfnuðina á komandi aðventu.
Samþykkt samhljóða.
144