Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 159
1992
23. Kirkjuþing
15. mál
TILLAGA
til þmgsálvktunar um
framlnp og styrki úr iöfnunarsióði.
Flm. og frsm. Helgi K. Hjálmsson.
Kirkjuþing 1992 samþykkir að stjórn jöfnunarsjóðs geri áætlim um framlög og
styrkveitingar úr jöfnunarsjóði nokkur ár fram í tímann og áætlun sé gerð um hveija
framkvæmd sérstaklega. Þeir styrkir sem hveiju sinni eru veittir séu það ríflegir að
þeir komi að góðu gagni fyrir þá sem fá þá hveiju sinni.
Greinargerð:
Árlega eru veittir íjölmargir styrkir úr jöfnunarsjóði og íjölmargar kirkjur og söfnuðir
treysta á styrki þaðan. Þeir aðilar sem eru að ráðast í íjárfrekar framkvæmdir og
þurfa á styrkjum að halda úr jöfnunarsjóði þurfa að geta gengið að því vísu hvenær
og hversu stórra upphæða sé þaðan að vænta.
Það getur verið heppilegra að bíða með íjárfrekar framkvæmdir þar til vitað er hvenær
búast megi við styrkjum. Þess vegna er það nauðsynlegt að stjóm jöfnunarsjóðs geri
sér starfsáætlun að svo miklu leyti sem því er viðkomið og láti viðkomandi vita hvenær
styrkja sé að vænta, þannig að söfnuðir geti treyst því að fá íjármagn á fyrirfram
ákveðnum tíma og jafnframt þá sé þeim áætlað það ríflegt íjármagn að það komi að
fullum notum. Stjóm jöfnunarsjóðs geri áætlun um framlag úr sjóðnum til nýbygginga
kirkna - svo og til viðhalds og endurbóta á kirkjum. Áætlun sé gerð um hvert verk fyrir
sig. í áætlun til nýbygginga komi fram hversu mikinn hluta af byggingarkostnaði
jöfnunarsjóður komi til með að styrkja. T.d. væri æskilegt að skapa sér reglu um
hlutfall miðað við byggingarkostnað. Svo og gera grein fyrir því á hve mörgum ámm
greiðslur frá jöfnunarsjóði bæmst. Það sama gildi um viðhald og endurbætur á kirkjum.
Gerð sé áætlun um hverja einstaka framkvæmd, þannig að sóknir megi vita hvers þær
mega eiga von á í styrk, og á hvað mörgum árum, eða hvenær komi að þeim í röðinni,
t.d. ef ekki er von til þess að viðkomandi kirkja fái styrk fyrr en eftir 2 - 3 ár, sé þeim
gerð grein fyrir því. Vitað er að margar kirkjur em í byggingu, og einnig hefur víða
verið tekið til hendi við viðhald og endurbætur á eldri kirkjum. Samkvæmt reglugerð
þá á jöfnunarsjóður að styrkja allt þetta. Gallinn er hinsvegar sá að engar reglur eða
áætlanir hafa hingað til verið gerðar til þess að gera sér grein fyrir hve mikið
jöfnunarsjóður getur veitt í hveija framkvæmd. Þetta hefur valdið því að margar
sóknamefndir hafa gert sér óraunhæfar hugmyndir um það hvað þær fengju í styrk, og
á hvað löngum tíma það yrði greitt. Því tel ég nauðsynlegt að gerðar séu áætlanir fram
í tímann, svo þær kirkjur sem leita til jöfnunarsjóðs, geti gert einhveijar
greiðsluáætlanir vegna nýbygginga og viðhalds, með tilliti til væntanlegra greiðslna úr
jöfnunarsjóði.
154