Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 161
1992
23. Kirkjuþing
16. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um handleiðslu og
ráðgjöf fyrir presta þjóðkrrkjunnar.
Flutt af kirkjuráði
Frsm. herra Ólafur Skúlason, biskup
Kirkjuþing 1992 ályktar að fela biskupi að skipa þriggja manna nefnd til þess
að fjalla um handleiðslu og ráðgjöf fyrir presta og fjölskyldur þeirra. Tilnefni stjóm
Prestafélags íslands einn fulltrúa, ijölskylduþjónusta kirkjunnar annan fulltrúa og biskup
skipi þann þriðja án tilnefningar, og sé sá formaður nefndarinnar.
Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hrinda í framkvæmd ályktun 22.
kirkjuþings um að koma á fót skipulegri handleiðslu og ráðgjöf fyrir presta kirkjunnar.
Greinargerð
Það fer ekki milli mála, að mikið mæðir á prestum í starfí þeirra og rís þar
einna hæst krafan um, að þeir séu stöðugt að gefa, miðla og styðja. Til þeirra er leitað
vegna ýmissa vandamála, sem hijá sóknarbömin, og þeir beðnir um að létta undir með
þeim. Þeir þurfa einnig að eigin frumkvæði að koma þar að veriri, sem skór kreppir
án þess jafnvel að eftir sé leitað að fyrra bragði hjá viðkomandi, eða þá aðstandandi
eða annar slíkur biður um hjálp prestsins.
Prestar eru einnig í samræmi við eðli starfsins áberandi í umhverfí sínu, stíga í
stól og leiða söfnuð og em á margvíslegan hátt kvaddir til forystu bæði í saf-
naðarstarfínu sem utan þess. Allt gerir þetta miklar kröfur til prests og ekki auðvelt
að rísa undir.
Það hefur líka komið mjög áberandi fram, að prestar eiga við margt það að
stríða, sem hrjáir sóknarbömin og annað af öðrum toga spunnið í tengslum við köllun
og starf. Þá mæðir í þessu sambandi mikið á ijölskyldu prestsins og ekki hægt að
reikna með því í öllum tilfellum, að prestur geti leitað þangað eftir þeim stuðningi, sem
hann þarfnast. Og þá einnig spuming í mörgum tilfellum, hversu mikið prestur getur
deilt með maka sínum og hversu milrið hann á að færa inn í líf fjölskyldunnar.
156