Gerðir kirkjuþings - 1992, Síða 166
FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA KIRKJUNNAR
Laugavegi 13, 4. hæð 101 Reykjavík
Varðandi sálgæslu fyrir presta og fjölskyldur þeirra.
1. FÞK stendur opin eins og hún starfar í dag fyrir presta og prestsfjölskyldur í vanda
þeirra. Hér starfar prestur, sálfræðingur og félagsráðgjafi, allir með sérmenntun á
sviði fjölskyldumeðferðar. Enginn aukakostnaður.
2. Það væri æskilegt ( sumir segðu skylda) að prestar ættu aðgang að
reglubundinni sálgæslu bar sem beir vildu sækia sér hana. Og það væri sett í þeirra
starfsramma.
3. Þetta útilokaði ekki að prestar hefðu bar að auki aðoano að t.d. vígslubiskupunum
sem kæmu reglulega í heimsóknir (taka upp skriftir á ný?).
Lokaorð.
Margt af því sem hér hefur verið reifað varðar grunnmenntun presta, starfsramma,
kaup og kjör, endurmenntun, hlutverk prests í samtímanum, aðbúnað presta í
söfnuðum, skipulag, guðfræðileg viðhorf, og margt fleira. Prestar sænsku kirkjunnar
hafa tekið á þessu nauðsynjamáli fyrir nokkrum árum og sendu frá sér ítarlega
skýrslu sem m.a. hefur leitt til þess að 40 stunda vinnnurammi presta er nú
grunnviðmiðun í starfi þeirra (Prást í svenska kyrkan. Riktlinjer utgivna av
biskopsmötet och svenska kyrkans personalförbund i mars og juni 1982). Mér finnst
ásamt mörgum öðrum vinnutímamál presta afar brýnt viðfangsefni og tengist líðan
þeirra í starfi og fjölskyldulífi.
Það mætti hugsa sér að áður en sumar þessar hugmyndir væru prófaðar yrði fyrst
farið á vettvang og aerð könnun meðal presta um ýmsa þá þætti sem hér eru til
umræðu og kannaður um leið vilji þeirra til sálgæslu og handleiðslu. Ég get upplýst
að á nýlegum fundi mínum með prestum í Haligrímsdeild ræddum við tillögu
kirkjuþings og tóku prestar afar vel í hvers kyns stuðning og heimsóknir til þeirra er
mætti verða til að styrkja þá í starfi og einkalífi. Það mætti boða til funda hiá öllum
deildum innan PÍ þar sem þessi tillaga kirkjuþings væri umræðuefnið.
í greinargerð með kirkjuþingstillögunni er minnt á að “Þó að þessi ályktun tali um
presta, þá er Ijóst að í framhaldi er nauðsynlegt að þjónusta þessi nái einnig til
annarra starfsmanna, er annast sálgæslu í söfnuðum landsins."
Má ekki skoða þessa ályktun sem ósk um að haldið sé utan um alla starfsmenn
kirkjunnar með formlegum hætti? í dag gegna margir aðilar þessu hlutverki, einkum
starfsfólk á biskupsstofu og aðrir á vegum biskupsembættisins. En er ekki löngu
tímabært að kirkjan okkar eignist “starfsmannaskrifstofu” eða í það minnsta vísi að
slíku? Hvað er starfsfólk kirkjunnar margt, launað jafnt og ólaunað? Hvernig býr
kirkjan og söfnuðirnir að þeim...osfrv.?
Viðtöl - Ráðgjöf - Fræðsla
161