Gerðir kirkjuþings - 1992, Side 174
1992
23. Kirkjuþing
20. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um áskorun til dómsmálaráöherra um
hert eftirht með ofbeldismyndum í sjónvarpi.
Flm. og frsm. sr. Ami Sigurðsson
Kirkjuþing 1992 skorar á dómsmálaráðherra, að hlutast til um, að eftirlit með
ofbeldismyndum í sjónvarpi verð hert til muna..
Greinargerð:
Undanfarið hefír ofbeldi í hvers konar myndum, aukist til muna í þjóðfélaginu og má
rekja ofbeldi beint tii fyrirmynda úr sjónvarpi samanber játningu afbrotamanns nýverið.
Einnig hefir aukið ofbeldi tekið á sig óhugnarlegri myndir, en áður.
Samkvæmt rannsóknum mun ofbeldi fara vaxandi við aukinn áhrifamátt ofbeldismynda.
í grein, er Ólafur Ólafsson, landlæknir reit nýlega um þetta efni, eru niðurstöður
rannsókna tíundaðar og staðfesta þannig, að ofbeldismyndir ýta undir árásargimi meðal
bama og aðra óæskilega hegðun í þjóðfélaginu. "Mörgum finnst það þversögn," segir
landlæknir, "að ofbeldi er vaxandi vandamál flestum velmegunarþjóðfélögum."
Vaxandi ofbeldi í íslensku þjóðfélagi má m.a. rekja til neyslu eiturlyíja, sem orðinn er
mikill bölvaldur hér á landi svo og víða um lönd. Niðurstöður úr fjöldarannsóknum, er
landlæknir vísar til, rekja rætur vaxandi ofbeldis til fleiri átta. Þannig hafa "rannsóknir
meðal bandarískra fanga, sem dæmdir vom fyrir ofbeldisverk leitt í ljós, að 22-36%
þeirra höfðu framið ofbeldisverk, sem vom nákvæmlega eftirlíking á senum úr
ofbeldismyndum í sjónvarpi."
Einnig getur landlæknir þess, að aukinnar áreitni og ofbeldis sé farið að gæta innan
íslenskra skóla og má rekja slíkt beint til ofbeldismynda.
"Hvar skyldu þessir nýju hættir eiga upptök sín?", er hvarvetna spurt.
Einn af aðstoðarlögregluþjónum borgarinnar lætur sömu skoðun í ljós, í grein
sem hann ritar "Um neikvæð áhrif ofbeldismynda". í þessu sambandi segir hann:
"Rannsóknir staðfesta, að böm læra ekki einungis meira um ofbeldi heldur og
nákvæmlega hvemig á að framkvæma það".
169