Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 176
1992
23. Kirkjuþing
21. mál
T I L L A G A
til þingsálvktunar um erindisbréf og fræðslufundi.
Flm. og frsm. Helgi K. Hjálmsson
Kirkjuþing 1992 samþykkir aö erindisbréf sóknamefnda og starfsliðs sókna veröi gefin
út á ný, svo fljótt sem kostur er. Þegar frágangi erindisbréfanna er lokið, skulu þau
kynnt meö námskeiðum í öllum prófastsdæmum landsins. Fundimir verði skipulagðir
af fræðsludeild biskupsstofu í samráði við prófasta.
Greinargerð:
Þann 1. júní 1987 gekk herra Pétur Sigurgeirsson frá erindisbréfi sóknamefnda.
Erindisbréfið skiptist í 17 kafla og 29 greinar. Þetta erindisbréf var kynnt á fundum
í Kjalamesprófastsdæmi með sóknamefndum, meðhjálpurum, hringjumm, kirkjuvörðum
og safnaðarfulltrúum; Grindavík 30. september 1987, Keflavík 1. október 1987,
Mosfellsbæ 3. október 1987, Garðabæ 4. október 1987. Þessa fundi sátu rúmlega 100
manns. Leiðbeinendur vom: Dr. Bjami Sigurðsson, sr. Bemharður Guðmundsson, dr.
Einar Sigurbjömsson, Helgi K. Hjálmsson, Ragnar Snær Karlsson og sr. Öm Bárður
Jónsson.
Fundur var haldinn í Vestmannaeyjum 5. og 6. mars 1988. Þátttakendur vom um 25
og leiðbeinendur vom: Sr. Bemharður Guðmundsson, dr. Einar Sigurbjömsson og
Helgi K. Hjálmsson. í framhaldi af þessum fræðslufundum í Kjalamesprófastsdæmi
vom síðan haldnir fundir og fræðslunámskeið á vegum leikmannaráðs og fræðsludeildar
Biskupsstofu, á ámnum 1988 - 1990. í Húnavatns- og Strandaprófastsdæmi,
Eyjaíjarðarprófastsdæmi, Snæfells- og Dalaprófastsdæmi, Múlaprófastsdæmi,
Austfjarðarprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmi. Leiðbeinendur á þessum
námskeiðum vom: Sr. Bemharður Guðmundsson, dr. Einar Sigurbjömsson og Helgi
K. Hjálmsson.
Þessa fundi og námskeið sátu nálægt 500 manns. Á námskeiðunum vom erindisbréf
sóknamefnda, meðhjálpara, hringjara, kirkjuvarða og safnaðarfulltrúa kynnt og rædd.
Ennfremur vom störf gjaldkera rædd sérstaklega ásamt frágangi og meðferð reikninga.
Á þessum fundum vom erindisbréfin lesin orði til orðs og einstaka greinar ræddar og
athugasemdir gerðar. Við þennan yfírlestur sköpuðust mjög góðar umræður um
safnaðarstarfíð í heild og stór hópur safnaðarfólks varð virkara í starfí sínu.
171