Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 177
Þær athugasemdir og ábendingar, sem framkomu á þessum fundum, var komið á
framfæri við biskupsstofu. Á leikmannastefnu hinar íslensku þjóðkirkju, sem haldin var
20. mars 1988 var gerð svohljóðandi ályktun um þetta efni:
"Leikmannastefna 1988 beinir þeim tilmælum til kirkjuráðs að það hlutist til um,
í samráði við prófasta, að fræðslufundir um störf starfsmanna kirkna og
áhugafólks um safnaðar-, kirlqu- og leikmannastörf verði haldnir sem fyrst í
prófastsdæmum landsins. Fengnir verði þrír til fjórir menn til að leiðbeina á
þessum fundum.
Fulltrúar leikmannastefnu eru sammála um nauðsyn shkrar fræðslu og vísa til
mjög jákvæðra funda um þetta efni í Kjalamesprófastsdæmi".
Þar sem nú eru hðin rösk 5 ár frá því að erindisbréf hr. Péturs Sigurgeirssonar, biskups,
um sóknamefndir og starfsmenn sókna, var gert, er brýnt að erindisbréfin verði nú
endurútgefin með þeim breytingum og ábendingum, sem fram hafa komið. Með því
að efna til funda um kynningu erindisbréfanna efhst safnaðarstarfið, jafnframt því sem
sóknamefndir og starfsfólkið verður sér meðvitaðra um störf sín og ábyrgð. Eg tel það
vera nauðsynlegt að leiðtogar á þessum fundum séu bæði úr hópi leikra og lærðra.
Vísað til fjárhagsnefndar (frsm. Ragnheiður Guðbjartsdóttir).
Við síðari umræðu komu fram nokkrar breytingar við tihöguna og hún samþykkt
samhljóða þannig orðuð:
Kirkjuþing 1992 samþykkir, að ný erindisbréf fyrir sóknamefndir og starfsmenn
sókna verði gefin út svo fljótt sem kostur er. Erindisbréfín skulu kynnt
með námskeiðum í öllum prófastsdæmum landsins.
Námskeiðin verði skipulögð af fræðsludeild biskupsstofu í samráði viö prófasta.
Kjrkjuþing leggur til að kostnaður vegna námskeiðanna verði greiddur af
fræðsludeild og héraðssjóðum, er greiði m.a. ferðakostnað fyrirlesara á
námskeiðunum.
172