Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 182
1992
23. Kirkjuþing
25. mál
T I L L A G A
til þingsályktunar um að efla stöðu heimiLsins cg ijölskyldunnar.
Flm. dr. Bjöm Bjömsson, Helgi K. Hjálmsson,
Hólmfríður Pétursdóttir og sr. Þórhallur Höskuldsson.
Frsm. sr. Þórhallur Höskuldsson.
Kirkjuþing skorar á stjómvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að efla
ytri stöðu heimilisins og fjölskyldunnar og gæta þess að spamaðar- og aðhaldsaðgerðir
þrengi ekki möguleika þeirra til að sinna uppeldi bama og umönnun sjúkra, fatlaðra
og aldraðra.
í því sambandi áréttar kirkjuþing nauðsyn þess að mörkuð verði ákveðin
fjölskyldustefna og staðfest með löggjöf þar sem ytri réttarstaða og ijárhagsgrundvöllur
hvers heimilis verði tryggður, hver sem íjölskyldugerðin er.
Greinargerð
Flm. telja að ofangreindum markmiðum um íjárhagslegt öryggi megi ná m.a. með því:
a -að hækka skattleysismörk,
b -að fullur (100%) persónuafsláttur verði millifæranlegur til maka,
c -að tryggja heimavinnandi fólki fullar tryggingabætur, fæðingar- og
sjúkradagpeninga,
d -að tryggja framfærslumöguleika einstæðra foreldra en án þess að það vinni gegn
hjónabandi eða sambúð,
e -að ellilífeyrir verði ekki skertur hjá fólki í hjúskap,
f -að fólki, sem hefur veik böm, fatlaða eða aldraða á eigin heimilum verði gert
fjárhagslega mögulegt að sinna þeim,
g -að efla ráðgjafarstarf og íjölskylduvemd og almenna heimilis- og
hússtjórnarfræðslu.
Flm. telja afar brýnt að hlúa að þessum homsteinum, heimilinu og íjölskyldunni
og álíta að verði þessum ytm markmiðum náð, verði heimilinu á ný sköpuð aðstaða
til að verða sú styrka stoð, sem er nauðsynleg kjölfesta í hveiju kristnu samfélagi.
Þegar til lengri tíma er htið má ætla að þannig megi spara mikla fjármuni sem
nú fara í að reisa og reka þjónustustofnanir og liðsinna þeim sem verða fórnarlömb
veikra heimila og ijölskyldutengsla.
Flm. lýsa stuðningi við alla þá sem vilja slá skjaldborg um hagsmuni
fjölskyldunnar og heimilisins.
177